Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2025 14:32 Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun