Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2025 14:32 Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun