Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. desember 2025 09:03 Á árinu sem er að líða hafa orð löðrandi af hroka og hleypidómum flætt af slíku offorsi um samfélagsmiðla að úr hefur orðið einhvers konar höggbylgja mannvonsku. Það er að minnsta kosti sú tilfinning sem mörg sitja eftir með – ekki síst þau sem orðin beinast gegn: Fólk af ákveðnum uppruna. Fólk með ákveðna kynvitund. Fólk sem aðhyllist ákveðin trúarbrögð. Fólk með ákveðna kynhneigð. Fólk frá ákveðnum heimshlutum. Saman við þessa tegund orða bætast svo önnur sem virðast hafa þann eina tilgang að rugla fólk í ríminu. Sá efasemdafræjum. Ala á sundrungu. Enn meiri fordómum. Staðreyndir eru rengdar. Villandi upplýsingum hampað með lækum og deilingum. Eftir stendur fólk ringlað og margt hvert þreytt á að horfa upp á það sem virðist vera endalausar deilur, átök og rifrildi. Átök í raunheimum. Og átök í netheimum. Átakanlegt átakaár. Það er komið að því að segja stopp. Að staldra við. Bregða „afsakið hlé“-merkinu gamla góða upp á skjái snjalltækjanna. Og bæta við upphrópunarmerki. Afsakið – tökum hlé! Hér og nú skulum við taka örstutt hlé. Því ég ætla að segja þér frá hlutum sem hafa verið að eiga sér stað á þessu ári sem eru svo rosalegir, svo geggjaðir, að þú átt eftir standa á öndinni. 3.063. Það er fjöldi fólks sem sinnt hefur sjálfboðaliðastörfum á vegum Rauða krossins, fyrir fólkið í landinu árið 2025. Með barmafullt hjartað af manngæsku hefur það rétt öðrum sem á þurfa að halda hjálparhönd. Til dæmis þeim sem eru einmana og þurfa einhvern að tala við. Sem og þeim sem þjást af kvíða og mikilli vanlíðan. Líka þeim sem lenda í áföllum eða verða vitni að slysum og þurfa sálrænan stuðning. Einnig þeim sem eru nýkomnir til landsins og vilja læra íslensku og fræðast um íslenskt samfélag. Og ekki má gleyma þeim sem sækja skaðaminnkandi þjónustu. Eða þeim sem eru í fangelsum eða að stíga sín fyrstu skref út í samfélagið eftir afplánun. 565. Það er fjöldi nýrra sjálfboðaliða sem hóf störf hjá Rauða krossinum árið 2025. En þá erum við bara að tala um mennska sjálfboðaliða! 45 nýir ferfætlingar bættust í hundavinaverkefnið okkar. Það gera 180 fleiri mjúkar loppur í það vinsæla og gefandi verkefni! Og ein tala í viðbót: 53.583. Eða þar um bil. Það er sá fjöldi fólks sem við höfum haft beina snertingu við í gegnum verkefni okkar og námskeið á árinu 2025. Þetta vissir þú ekki, er það? Hversu margir gefa af sér án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Hversu margir velja að hugsa um aðra og hjálpa ókunnugum. Hversu margir leggja mikið á sig til að stuðla að friði og farsæld. Við hjá Rauða krossinum viljum halda áfram að vera til staðar fyrir öll sem á þurfa að halda. Við viljum líka vera virkur þátttakandi í því að bæta samfélagið okkar svo sem flestum megi líða sem best. Við viljum koma að því að róa öldurnar. Stilla til friðar. Því ófriður má ekki verða hinn nýi veruleiki okkar. Mannúðin verður að sigra. Og við hvetjum þig til að vera með henni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu sem er að líða hafa orð löðrandi af hroka og hleypidómum flætt af slíku offorsi um samfélagsmiðla að úr hefur orðið einhvers konar höggbylgja mannvonsku. Það er að minnsta kosti sú tilfinning sem mörg sitja eftir með – ekki síst þau sem orðin beinast gegn: Fólk af ákveðnum uppruna. Fólk með ákveðna kynvitund. Fólk sem aðhyllist ákveðin trúarbrögð. Fólk með ákveðna kynhneigð. Fólk frá ákveðnum heimshlutum. Saman við þessa tegund orða bætast svo önnur sem virðast hafa þann eina tilgang að rugla fólk í ríminu. Sá efasemdafræjum. Ala á sundrungu. Enn meiri fordómum. Staðreyndir eru rengdar. Villandi upplýsingum hampað með lækum og deilingum. Eftir stendur fólk ringlað og margt hvert þreytt á að horfa upp á það sem virðist vera endalausar deilur, átök og rifrildi. Átök í raunheimum. Og átök í netheimum. Átakanlegt átakaár. Það er komið að því að segja stopp. Að staldra við. Bregða „afsakið hlé“-merkinu gamla góða upp á skjái snjalltækjanna. Og bæta við upphrópunarmerki. Afsakið – tökum hlé! Hér og nú skulum við taka örstutt hlé. Því ég ætla að segja þér frá hlutum sem hafa verið að eiga sér stað á þessu ári sem eru svo rosalegir, svo geggjaðir, að þú átt eftir standa á öndinni. 3.063. Það er fjöldi fólks sem sinnt hefur sjálfboðaliðastörfum á vegum Rauða krossins, fyrir fólkið í landinu árið 2025. Með barmafullt hjartað af manngæsku hefur það rétt öðrum sem á þurfa að halda hjálparhönd. Til dæmis þeim sem eru einmana og þurfa einhvern að tala við. Sem og þeim sem þjást af kvíða og mikilli vanlíðan. Líka þeim sem lenda í áföllum eða verða vitni að slysum og þurfa sálrænan stuðning. Einnig þeim sem eru nýkomnir til landsins og vilja læra íslensku og fræðast um íslenskt samfélag. Og ekki má gleyma þeim sem sækja skaðaminnkandi þjónustu. Eða þeim sem eru í fangelsum eða að stíga sín fyrstu skref út í samfélagið eftir afplánun. 565. Það er fjöldi nýrra sjálfboðaliða sem hóf störf hjá Rauða krossinum árið 2025. En þá erum við bara að tala um mennska sjálfboðaliða! 45 nýir ferfætlingar bættust í hundavinaverkefnið okkar. Það gera 180 fleiri mjúkar loppur í það vinsæla og gefandi verkefni! Og ein tala í viðbót: 53.583. Eða þar um bil. Það er sá fjöldi fólks sem við höfum haft beina snertingu við í gegnum verkefni okkar og námskeið á árinu 2025. Þetta vissir þú ekki, er það? Hversu margir gefa af sér án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Hversu margir velja að hugsa um aðra og hjálpa ókunnugum. Hversu margir leggja mikið á sig til að stuðla að friði og farsæld. Við hjá Rauða krossinum viljum halda áfram að vera til staðar fyrir öll sem á þurfa að halda. Við viljum líka vera virkur þátttakandi í því að bæta samfélagið okkar svo sem flestum megi líða sem best. Við viljum koma að því að róa öldurnar. Stilla til friðar. Því ófriður má ekki verða hinn nýi veruleiki okkar. Mannúðin verður að sigra. Og við hvetjum þig til að vera með henni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun