Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar 29. desember 2025 06:30 Atvinnuvegaráðherra veldur vonbrigðum. Það vakti töluverða bjartsýni hjá fleirum en undirrituðum, þegar atvinnuvegaráðherra ákvað að auglýsa stöðu forstjóra Hafró. Ráðherra sem ber ábyrgð á veiðiráðgjöfinni, ætlaði loks að hrissta upp í starfsemi Hafró. En því miður, þá hefur annað komið fram. Ráðherra ætlar að halda eyðimerkurgöngu til 40 ára áfram. Og, vonast til að útkoman verði önnur en fyrr; sem væri kraftaverk. Gömul og þreytt tugga. Tugga stjórnmálamanna um að við séum með „ besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi“, er bæði þreytt og kolröng. Þetta kerfi okkar hefur leitt af sér hrun nytjastofna og leitt til stórfelldrar minnkunnar afraksturgetu mikilvægustu nytjastofna okkar. Þetta eru staðreyndir sem lesa má svart á hvítu úr skýrslum Hafró; skýrslur sem stjórnmálamenn hefðu gott af því að liggja að yfir og kynna sér. Stjórnvöld ætla að gera það sem engri þjóð við N-Atlantshaf hefur tekist. Staðan hér á Íslandsmiðum er ekki einsdæmi. Sama staðan er í Barentshafi og enn verri við Labrador/Nýfundnaland. Loðnustofnar hafa stórlega minnkað, og í kjölfarið hefur veiðiráðgjöf í þorski dregist saman. Formúlan að veiða lítið af loðnu þegar lítið magn mælist og veiða mikið þegar mikið magn mælist; hefur leitt til þess að allar þjóðirnar; við Íslendingar, Norðmenn og Rússar í Barentshafi og Kanadamenn við Nýfundnaland/Labrador; stöndum uppi með lélega loðnustofna og laskaða þorskstofna. Sérfræðingar annað hvort vanmeta mikilvægi loðnunnar, eða láta skammtíma hagsmuni sjávarútvegsins ráða för. Staðreyndin er sú að fiskistofnar eins og loðna (sardínur, ansjósur ofl) eru mjög flöktandi í stærð, vegna ýmissa ástæðna í hafinu. Ræður þar mestu staða þörungablóma í efsta lagi sjávar; magn orku sem stendur loðnunni til boða, sérstaklega ungloðnu. Mikilvægi loðnunnar liggur einmitt í þessum orkuflutningum; hún breytir grænþörungum, plöntusvifi, auk átu og ýmsum örsmáu krabbadýrum, í fullkomið prótein t.d. fyrir þorsk. Eitthvað sem engin önnur fiskitegund í N-Atlantshafi gerir. Loðna er skammlíf tegund, og drepst að mestu eftir hrygningu. En loðnan sem fellur dauð til botns er mjög mikilvæg vistkerfinu, sem er örugglega vanmetið. Sérfræðingar nota hugtakið; „umhverfisbreytingar“ mikið til að útskýra lélegan árangur í uppbyggingu nytjastofna, eins og þorsks. Hvort sem það er rétt eða ekki; þá er það staðreynd að með ofveiði á loðnu samkvæmt þeirra ráðum, hafa þeir bætt gráu ofan á svart og hamlað uppbyggingu mikilvægra fiskistofna. Engri þjóð við N-Atlantshaf hefur tekist að byggja upp þorskstofn, þar sem hart hefur verið sótt að loðnu. Þetta er staðreynd. Auk loðnunnar hefur verið hart gengið að síld og makríl, sem þjóna að mögu leyti sama hlutverki og loðnan. Þar með veikt enn frekar flæði orkunnar um vistkerfið. Allt líf krefst orku í einhverri mynd. Það er engin tilviljun að okkur Íslendingum, Norðmönnum/Rússumm og Kanadamönnum hefur ekki tekist að byggja upp afkasta mikla, sjálfbæra þorskstofna, áratugum saman. Með því að ganga stöðugt og hart að þeim fiskistofnum sem eru lífsnauðsynlegar vistkerfinu; er ekki verið að gera neitt annað en að veikja það. Þar með möguleika til að verðmætir nytjastofnar geti byggst upp, eins og þorskstofninn. Þetta eru ekki ný sannindi. Veiðiráðgjöfin ætti að ganga út á það að hámarka sjálfbæra afrakstursgetu nytjastofna. En er það ekki. Innbyggt í ráðgjöfina er byggð hagsmunagæsla, sem byggir á því að allir sem hag hafa af veiðunum fái sitt, núna, ekki seinna. Þetta hefur m.a leitt til þess að sumir nytjastofnar hafa verið ofveiddir; loðna, humar, rækja, síldin, hörpuskelin o.fl. Stofnstærðarmat þorsks í molum Í samfleytt yfir 30 ár var meðalaflinn hér um 400 þúsund tonn af þorski á ári. Engin stjórn var á veiðunum. Árið 1983 þótti sérfræðingum og nokkrum stjórnmálamönnum, þorskstofninn ofveiddur, fiskurinn væri að léttast. Stofninn var þá metinn um 1,3 milljón tonn og hrygningarstofninn um 420 þúsund tonn.(úr árskýrslu Hafró 1983) Í dag er talið að stofninn sé um 1 milljón tonn og hrygningarstofninn um 390 þúsund tonn. Árangurinn sá að stofninn er um 300 þúsund tonnum minni en fyrir „verndun hans“. (skýrsla frá Hafró 2025). Hafa ber í huga að Hafró hefur alla tíð breytt útreikningum sínum og skýrslum eftir á, „leiðrétt“ svo að hundruðum þúsunda tonnum getur skipt á stofnmati. Ítrekað gert breytingar á reikniformúlum stofstærðarmats. Frægt er þegar stofninn minnkaði um nær 500 þús tonn yfir nótt um 2000/2001. En mun nær í tíma er að árið 2015 taldi Hafró stofninn hafa stækkað um 50% á 8 árum og stækkaði þar til 2018 og þá metinn 1.409 þús tonn. Það var síðar „leiðrétt“ og er nú (2025) metinn vera um 400 þús tonnum minni en talið var. Matið er sem sagt enn í molum. Ef rýnt er í ársskýrslur Hafró frá því fyrir 1980 fram til ársins í dag, kemur fram að stofnstærðarmat á þorski er nær undantekningalaust leiðrétt eftir á. Á sama tíma er veiðiráðgjöfin gefin út ár hvert m.v. stofnstærðarmat hvers árs. Á íslensku þýðir það að veiðiráðgjöfin er alls ekki í takt við stofnstærðarmatið. Ef hægt var að djöflast á þorskstofninum í yfir 30 ár, óheft, afhverju var stofninn þá ekki löngu hruninn, ef ofveiði var vandamálið? Margir árgangar þorsks höfðu staðist sóknina. Geta sérfræðingar fullyrt að það sé tilviljun að eftir að loðnuveiðar hefjast, þá stórlega minnkar þorskafli á Íslandsmiðum, í Barentshafi og við Nýfundnaland/Labrador. Aflinn hér hreinlega hrynur og nær enn ekki nema 50% af því sem áður var. Í dag eru sumir á því að allt of mikið sé af þorski. Það megi sjá að síauknu sjálfráni, þorskurinn éti undan sjálfum sér , fiskurinn sé að léttast og kynþroska að seinka. Engar raddir heyrast um að hugsanlega sé búið að ganga svo hart að helsta fæðustofni þorsksins, að það hreinlega skorti „orku“, fæðu. Það er engin tilviljun að um 40% fæðu þorsks sé loðna. Þorskurinn étur ekki loðnu af því bara. Hún er lang næringarríkasta fæða sem hann nær í. Loðnan er af náttúrunni hönnuð sem ofurfæða fyrir þorskinn og stuðlar m.a. að heilbrigði hans. Vistfræðilega og þjóðhagslega, er fáránlegt að ganga jafn hart að loðnunni og gert hefur verið. Það finnast ekki nokkur rök til að haga loðnuveiðum með þeim hætti sem; Íslendingar, Norðmenn, Rússar og Kanadamenn hafa gert. Þessar þjóðir neyðast nú til að draga úr þeim eða hætta um einhvern tíma sökum ofveiði. Það er löngu tímabært að farið verði ofan í grundvöll veiðiráðgjar; frá a-ö. Engin ríkisstofnun er hafin yfir gagnrýni. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra veldur vonbrigðum. Það vakti töluverða bjartsýni hjá fleirum en undirrituðum, þegar atvinnuvegaráðherra ákvað að auglýsa stöðu forstjóra Hafró. Ráðherra sem ber ábyrgð á veiðiráðgjöfinni, ætlaði loks að hrissta upp í starfsemi Hafró. En því miður, þá hefur annað komið fram. Ráðherra ætlar að halda eyðimerkurgöngu til 40 ára áfram. Og, vonast til að útkoman verði önnur en fyrr; sem væri kraftaverk. Gömul og þreytt tugga. Tugga stjórnmálamanna um að við séum með „ besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi“, er bæði þreytt og kolröng. Þetta kerfi okkar hefur leitt af sér hrun nytjastofna og leitt til stórfelldrar minnkunnar afraksturgetu mikilvægustu nytjastofna okkar. Þetta eru staðreyndir sem lesa má svart á hvítu úr skýrslum Hafró; skýrslur sem stjórnmálamenn hefðu gott af því að liggja að yfir og kynna sér. Stjórnvöld ætla að gera það sem engri þjóð við N-Atlantshaf hefur tekist. Staðan hér á Íslandsmiðum er ekki einsdæmi. Sama staðan er í Barentshafi og enn verri við Labrador/Nýfundnaland. Loðnustofnar hafa stórlega minnkað, og í kjölfarið hefur veiðiráðgjöf í þorski dregist saman. Formúlan að veiða lítið af loðnu þegar lítið magn mælist og veiða mikið þegar mikið magn mælist; hefur leitt til þess að allar þjóðirnar; við Íslendingar, Norðmenn og Rússar í Barentshafi og Kanadamenn við Nýfundnaland/Labrador; stöndum uppi með lélega loðnustofna og laskaða þorskstofna. Sérfræðingar annað hvort vanmeta mikilvægi loðnunnar, eða láta skammtíma hagsmuni sjávarútvegsins ráða för. Staðreyndin er sú að fiskistofnar eins og loðna (sardínur, ansjósur ofl) eru mjög flöktandi í stærð, vegna ýmissa ástæðna í hafinu. Ræður þar mestu staða þörungablóma í efsta lagi sjávar; magn orku sem stendur loðnunni til boða, sérstaklega ungloðnu. Mikilvægi loðnunnar liggur einmitt í þessum orkuflutningum; hún breytir grænþörungum, plöntusvifi, auk átu og ýmsum örsmáu krabbadýrum, í fullkomið prótein t.d. fyrir þorsk. Eitthvað sem engin önnur fiskitegund í N-Atlantshafi gerir. Loðna er skammlíf tegund, og drepst að mestu eftir hrygningu. En loðnan sem fellur dauð til botns er mjög mikilvæg vistkerfinu, sem er örugglega vanmetið. Sérfræðingar nota hugtakið; „umhverfisbreytingar“ mikið til að útskýra lélegan árangur í uppbyggingu nytjastofna, eins og þorsks. Hvort sem það er rétt eða ekki; þá er það staðreynd að með ofveiði á loðnu samkvæmt þeirra ráðum, hafa þeir bætt gráu ofan á svart og hamlað uppbyggingu mikilvægra fiskistofna. Engri þjóð við N-Atlantshaf hefur tekist að byggja upp þorskstofn, þar sem hart hefur verið sótt að loðnu. Þetta er staðreynd. Auk loðnunnar hefur verið hart gengið að síld og makríl, sem þjóna að mögu leyti sama hlutverki og loðnan. Þar með veikt enn frekar flæði orkunnar um vistkerfið. Allt líf krefst orku í einhverri mynd. Það er engin tilviljun að okkur Íslendingum, Norðmönnum/Rússumm og Kanadamönnum hefur ekki tekist að byggja upp afkasta mikla, sjálfbæra þorskstofna, áratugum saman. Með því að ganga stöðugt og hart að þeim fiskistofnum sem eru lífsnauðsynlegar vistkerfinu; er ekki verið að gera neitt annað en að veikja það. Þar með möguleika til að verðmætir nytjastofnar geti byggst upp, eins og þorskstofninn. Þetta eru ekki ný sannindi. Veiðiráðgjöfin ætti að ganga út á það að hámarka sjálfbæra afrakstursgetu nytjastofna. En er það ekki. Innbyggt í ráðgjöfina er byggð hagsmunagæsla, sem byggir á því að allir sem hag hafa af veiðunum fái sitt, núna, ekki seinna. Þetta hefur m.a leitt til þess að sumir nytjastofnar hafa verið ofveiddir; loðna, humar, rækja, síldin, hörpuskelin o.fl. Stofnstærðarmat þorsks í molum Í samfleytt yfir 30 ár var meðalaflinn hér um 400 þúsund tonn af þorski á ári. Engin stjórn var á veiðunum. Árið 1983 þótti sérfræðingum og nokkrum stjórnmálamönnum, þorskstofninn ofveiddur, fiskurinn væri að léttast. Stofninn var þá metinn um 1,3 milljón tonn og hrygningarstofninn um 420 þúsund tonn.(úr árskýrslu Hafró 1983) Í dag er talið að stofninn sé um 1 milljón tonn og hrygningarstofninn um 390 þúsund tonn. Árangurinn sá að stofninn er um 300 þúsund tonnum minni en fyrir „verndun hans“. (skýrsla frá Hafró 2025). Hafa ber í huga að Hafró hefur alla tíð breytt útreikningum sínum og skýrslum eftir á, „leiðrétt“ svo að hundruðum þúsunda tonnum getur skipt á stofnmati. Ítrekað gert breytingar á reikniformúlum stofstærðarmats. Frægt er þegar stofninn minnkaði um nær 500 þús tonn yfir nótt um 2000/2001. En mun nær í tíma er að árið 2015 taldi Hafró stofninn hafa stækkað um 50% á 8 árum og stækkaði þar til 2018 og þá metinn 1.409 þús tonn. Það var síðar „leiðrétt“ og er nú (2025) metinn vera um 400 þús tonnum minni en talið var. Matið er sem sagt enn í molum. Ef rýnt er í ársskýrslur Hafró frá því fyrir 1980 fram til ársins í dag, kemur fram að stofnstærðarmat á þorski er nær undantekningalaust leiðrétt eftir á. Á sama tíma er veiðiráðgjöfin gefin út ár hvert m.v. stofnstærðarmat hvers árs. Á íslensku þýðir það að veiðiráðgjöfin er alls ekki í takt við stofnstærðarmatið. Ef hægt var að djöflast á þorskstofninum í yfir 30 ár, óheft, afhverju var stofninn þá ekki löngu hruninn, ef ofveiði var vandamálið? Margir árgangar þorsks höfðu staðist sóknina. Geta sérfræðingar fullyrt að það sé tilviljun að eftir að loðnuveiðar hefjast, þá stórlega minnkar þorskafli á Íslandsmiðum, í Barentshafi og við Nýfundnaland/Labrador. Aflinn hér hreinlega hrynur og nær enn ekki nema 50% af því sem áður var. Í dag eru sumir á því að allt of mikið sé af þorski. Það megi sjá að síauknu sjálfráni, þorskurinn éti undan sjálfum sér , fiskurinn sé að léttast og kynþroska að seinka. Engar raddir heyrast um að hugsanlega sé búið að ganga svo hart að helsta fæðustofni þorsksins, að það hreinlega skorti „orku“, fæðu. Það er engin tilviljun að um 40% fæðu þorsks sé loðna. Þorskurinn étur ekki loðnu af því bara. Hún er lang næringarríkasta fæða sem hann nær í. Loðnan er af náttúrunni hönnuð sem ofurfæða fyrir þorskinn og stuðlar m.a. að heilbrigði hans. Vistfræðilega og þjóðhagslega, er fáránlegt að ganga jafn hart að loðnunni og gert hefur verið. Það finnast ekki nokkur rök til að haga loðnuveiðum með þeim hætti sem; Íslendingar, Norðmenn, Rússar og Kanadamenn hafa gert. Þessar þjóðir neyðast nú til að draga úr þeim eða hætta um einhvern tíma sökum ofveiði. Það er löngu tímabært að farið verði ofan í grundvöll veiðiráðgjar; frá a-ö. Engin ríkisstofnun er hafin yfir gagnrýni. Höfundur er útgerðartæknir.
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar