Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar 29. desember 2025 07:31 Ég sit á hótelherbergi í Nuuk og hugsa um kolefnissporið mitt á árinu sem er að líða og vil koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að tíu utanlandsferðir á tólf mánuðum telst ekki hófstillt hegðun á tímum loftslagsváar. Þetta er vissulega ekki fallegt í Excel-skjali framtíðarinnar og ég skil að jörðin hefði kosið að ég sæti aðeins oftar heima á bumbunni að horfa á sjónvarpið. Ferðirnar voru þó allar mikilvægar á sinn hátt. Ein þeirra var vinnuferð (góð fyrir samfélagið), sumar voru nauðsynlegar (til að komast í sól og hita) fyrir andlega heilsu og restin voru einfaldlega ferðir sem ég gat sleppt, enda er lífið stutt. Ég geri mér grein fyrir því að hvert flug losar meira CO₂ en samviskan mín ræður við á góðum degi. En ég vil líka benda á að ég hef ekki keypt stóran jeppa, ég á ekki snekkju og ég hef aldrei einu sinni íhugað einkaþotu. Í stóra samhenginu er ég því samfélagsþegn sem er til fyrirmyndar. Til að vega upp á móti þessu hef ég tekið upp ýmsar vistvænar venjur. Ég flokka rusl af mikilli nákvæmni, jafnvel þegar enginn sér til og borða stundum grænmetisrétti. Ég nota fjölnota vatnsbrúsa og fylli hann reglulega, nema á flugvöllum þar sem vatnið er óþægilega langt í burtu. Að lokum vil ég taka fram að ég ber djúpa virðingu fyrir jörðinni og framtíð hennar. Ég vona bara að hún geti sýnt mér sömu þolinmæði og ég sýni sjálfum mér þegar ég bóka enn eitt flugið, sannfærður um að þetta verði örugglega síðasta ferðin í bili. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem er mikill ferðalangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit á hótelherbergi í Nuuk og hugsa um kolefnissporið mitt á árinu sem er að líða og vil koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að tíu utanlandsferðir á tólf mánuðum telst ekki hófstillt hegðun á tímum loftslagsváar. Þetta er vissulega ekki fallegt í Excel-skjali framtíðarinnar og ég skil að jörðin hefði kosið að ég sæti aðeins oftar heima á bumbunni að horfa á sjónvarpið. Ferðirnar voru þó allar mikilvægar á sinn hátt. Ein þeirra var vinnuferð (góð fyrir samfélagið), sumar voru nauðsynlegar (til að komast í sól og hita) fyrir andlega heilsu og restin voru einfaldlega ferðir sem ég gat sleppt, enda er lífið stutt. Ég geri mér grein fyrir því að hvert flug losar meira CO₂ en samviskan mín ræður við á góðum degi. En ég vil líka benda á að ég hef ekki keypt stóran jeppa, ég á ekki snekkju og ég hef aldrei einu sinni íhugað einkaþotu. Í stóra samhenginu er ég því samfélagsþegn sem er til fyrirmyndar. Til að vega upp á móti þessu hef ég tekið upp ýmsar vistvænar venjur. Ég flokka rusl af mikilli nákvæmni, jafnvel þegar enginn sér til og borða stundum grænmetisrétti. Ég nota fjölnota vatnsbrúsa og fylli hann reglulega, nema á flugvöllum þar sem vatnið er óþægilega langt í burtu. Að lokum vil ég taka fram að ég ber djúpa virðingu fyrir jörðinni og framtíð hennar. Ég vona bara að hún geti sýnt mér sömu þolinmæði og ég sýni sjálfum mér þegar ég bóka enn eitt flugið, sannfærður um að þetta verði örugglega síðasta ferðin í bili. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem er mikill ferðalangur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun