Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar 28. desember 2025 14:01 Fólk þekkir orðið söguna. Alþingi er búið að samþykkja Fjarðarheiðargöng. Ráðherra fer gegn vilja Alþingis og vinnur nýja samgönguáætlun, byggða að mestu á sandi. Því ef maður skoðar skýrslur sem liggja fyrir hjá Vegagerðinni og Stjórnarráðinu, m.a., þá hallast fjölmörg rök að gerð Fjarðarheiðarganga og gagnsemi þeirra fyrir samfélagið á Austurlandi. Höfundur skýrslu RHA hefur þegar bent á að “ekki er himinn og haf” á milli kostnaðar við Fjarðarheiðargöng annars vegar og við svokölluð “Fjarðagöng” hins vegar. Töluverður munur er á áætlaðri umferð við opnun. RHA telur umferð um Fjarðarheiðargöng verða 1.142 bíla á fyrsta ári. Það skilar göngunum í 4. sæti yfir mest notuðu göng á Íslandi. Um “Fjarðagöng” án Fjarðarheiðarganga áætlaði Vegagerðin (2023) 594 bíla ÁDU á fyrsta ári. Vegagerðin notast við um og oft yfir 2% umferðaraukningu í sínu mati yfir afskriftatímann. RHA notast við 1% fyrir göngin sem hér er fjallað um. Í sjálfstæðri greiningu sem undirritaður hefur undir höndum er bent á að verði vöxturinn þarna á milli, t.d. 1,5% eru Fjarðarheiðargöng líklega þá þegar komin með jákvæða arðsemi. Bara til samanburðar má nota arðsemismat Vegagerðarinnar vegna þeirra gangna sem koma fram á nýju samgönguáætluninni – öll arðsemismöt Vegagerðarinnar sem vitnað er til hér eru gerð með meiri en 2% árlegri umferðaraukningu að undanskildum Súðarvíkurtengingunum (1,3 til 2%). Fjarðarheiðargöng neikvæð -0,91% (frá RHA með 1% umferðaraukningu yfir 20 ár) Fljótagöng, jákvæð 0,6% Mjóafjarðargöng, jákvæð 0,67% (0,27% í skýrslu RHA frá 2025, með 1% umferðaraukningu) Súðarvík-Ísafjörður, neikvæð -1,28% Súðarvíkurhlíð, neikvæð -2,28% Miklidalur, neikvæð -1,87% Hálfdán, neikvæð -1,64% Sjálfstæða skýrslan sem ég vísa til telur að auki að virði ferjuþjónustu við Seyðisfjörð sé nánast ekki tekið með í annars ágætri greiningu RHA. Ljóst er að vegna siglingatíma og hafstrauma muni ferjan ekki fara í Þorlákshöfn. Það er mikilvægt fyrir Smyril Line að tengingin sé við Austfirði. Að auki má nefna að á sínum tíma kostaði gerð ferjuhafnarinnar á Seyðisfirði 612 milljónir. Núvirt, skv. Núvirðisreiknivél Hagstofu er þetta fjárfesting uppá 1,8 ma. í dag. Það yrði lágmarksfjárfestingin sem þyrfti að gera því ferjan var stækkuð nýlega og ferjuhöfnin á Seyðisfirði mætti auðveldlega vera stærri. Reyndar átti að nýta efni úr Fjarðarheiðargöngum til að stækka höfnina, en því verkefni hefur auðvitað verið seinkað. “Bara að færa ferjuna” eins og sumir leggja til í umræðuna er því bæði dýrt og hreinlega ekki ákvörðun sem stendur til að taka, sbr. nýlega frétt um málið. Einhverjir Austfirðingar halda svo áfram að hanga á gamalli hugmynd um göng undir Mjóafjarðarheiði. Stjórnarráðið á skýrslu, sem byggir m.a. á greiningu KPMG um áhrif mismunandi jarðgangnakosta. Sú leið er ekki mikið ódýrari en lausn undir Fjarðarheiði, en verður 3 km. lengri pr. ferð á leiðinni Fjarðabyggð (Eskifjörður, Neskaupstaður, Mjóifjörður) – Hérað (Egilsstaðir) en leið með Fjarðarheiðargöngum. Ef miðað er við að helmingur áætlaðrar umferðar um “Fjarðagöng” séu tengd þjónustu í Hérað eða frá Héraði á Firði eru þetta tæpir 400.000 km á ári, aukalega, og hleypur á hundruðum milljóna í kostnað samfélagsins yfir afskriftatímann. Lausnin undir Mjóafjarðarheiði lengir ferðir Seyðfirðinga í Egilsstaði um 9 km. að auki. Þá yrði að gera ráð fyrir áframhaldandi snjómokstri og vegagerð á Fjarðarheiði, þar sem sá vegur yrði áfram fyrsta val milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða í “venjulegu” færi. Yfir 15 ára tímabil, má geta, að Fjarðarheiði var opin í 6 skipti, meðan lokað var á Fagradal. Þ.e.a.s. lokist Fagridalur fer maður alla jafna ekki heldur yfir Fjarðarheiði. Að setja vegamót á miðjan Fagradal til að tengja við göng undir Mjóafjarðarheiði þykir mér mjög varasamt. Gefum okkur að vegmerkingar sjáist varla fyrir snjó og það skefur á Dalnum, skyggni er lélegt og hált og bíll kemur af vegamótunum inn á Fagradalinn... það er ekki spurt að leikslokum. Vegamót við Fjarðarheiðargöng eru mun nærri byggð á Egilsstöðum, í skóglendi, sem skapar skjól og auðveldara mætti ætla að stýra umferðarhraða í jaðri bæjarins en á miðjum Fagradal. Það eru fjölmörg rök önnur, en ég læt þetta duga. Seyðfirðingar þekkja þessi mál, þeir hafa skoðað bestu gangakostina í bráðum 40 ár og því haft tímann til að kynna sér þetta. Við þurfum að ræsa vélarnar – undir Fjarðarheiði fyrst. Þá og fyrst þá, má byrja að skoða “Fjarðagöng” því að þeim loknum er lokið sannkallaðri byltingu í samgöngum á Mið-Austurlandi, með 10.000 manna atvinnusvæði sem skilar sér líklega margfalt tilbaka til samfélagsins. RHA talaði um byltingu og að skali þeirra 0 til +++ dugði varla til að ná utan um þá byltingu. Áætluð umferð um Fjarðarheiðargöng-Seyðisfjarðargöng-Mjóafjarðargöng frá Egilstöðum til Norðfjarðar á fyrsta ári er þannig meiri en um Vaðlaheiðargöng 2024 (áætlað 1.880 bílar við opnun, Vaðlaheiðagöng 2024: 1.700 bílar) og því færi heildarumferð um þau göng beint í annað sætið á eftir Hvalfjarðargöngum í umferðarmagni, skv. mati RHA. Ræsum vélarnar undir Fjarðarheiði. Höfundur er með B.Sc. International Business & Politics frá Copenhagen Business School (CBS) og hefur komið að fjármálastýringu stórra innviðaverkefna t.d. í járnbrautageiranum (Rail Control Solutions), m.a. ERTMS (European Rail Traffic Management Systems), búsettur í Kaupmannahöfn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Sjá meira
Fólk þekkir orðið söguna. Alþingi er búið að samþykkja Fjarðarheiðargöng. Ráðherra fer gegn vilja Alþingis og vinnur nýja samgönguáætlun, byggða að mestu á sandi. Því ef maður skoðar skýrslur sem liggja fyrir hjá Vegagerðinni og Stjórnarráðinu, m.a., þá hallast fjölmörg rök að gerð Fjarðarheiðarganga og gagnsemi þeirra fyrir samfélagið á Austurlandi. Höfundur skýrslu RHA hefur þegar bent á að “ekki er himinn og haf” á milli kostnaðar við Fjarðarheiðargöng annars vegar og við svokölluð “Fjarðagöng” hins vegar. Töluverður munur er á áætlaðri umferð við opnun. RHA telur umferð um Fjarðarheiðargöng verða 1.142 bíla á fyrsta ári. Það skilar göngunum í 4. sæti yfir mest notuðu göng á Íslandi. Um “Fjarðagöng” án Fjarðarheiðarganga áætlaði Vegagerðin (2023) 594 bíla ÁDU á fyrsta ári. Vegagerðin notast við um og oft yfir 2% umferðaraukningu í sínu mati yfir afskriftatímann. RHA notast við 1% fyrir göngin sem hér er fjallað um. Í sjálfstæðri greiningu sem undirritaður hefur undir höndum er bent á að verði vöxturinn þarna á milli, t.d. 1,5% eru Fjarðarheiðargöng líklega þá þegar komin með jákvæða arðsemi. Bara til samanburðar má nota arðsemismat Vegagerðarinnar vegna þeirra gangna sem koma fram á nýju samgönguáætluninni – öll arðsemismöt Vegagerðarinnar sem vitnað er til hér eru gerð með meiri en 2% árlegri umferðaraukningu að undanskildum Súðarvíkurtengingunum (1,3 til 2%). Fjarðarheiðargöng neikvæð -0,91% (frá RHA með 1% umferðaraukningu yfir 20 ár) Fljótagöng, jákvæð 0,6% Mjóafjarðargöng, jákvæð 0,67% (0,27% í skýrslu RHA frá 2025, með 1% umferðaraukningu) Súðarvík-Ísafjörður, neikvæð -1,28% Súðarvíkurhlíð, neikvæð -2,28% Miklidalur, neikvæð -1,87% Hálfdán, neikvæð -1,64% Sjálfstæða skýrslan sem ég vísa til telur að auki að virði ferjuþjónustu við Seyðisfjörð sé nánast ekki tekið með í annars ágætri greiningu RHA. Ljóst er að vegna siglingatíma og hafstrauma muni ferjan ekki fara í Þorlákshöfn. Það er mikilvægt fyrir Smyril Line að tengingin sé við Austfirði. Að auki má nefna að á sínum tíma kostaði gerð ferjuhafnarinnar á Seyðisfirði 612 milljónir. Núvirt, skv. Núvirðisreiknivél Hagstofu er þetta fjárfesting uppá 1,8 ma. í dag. Það yrði lágmarksfjárfestingin sem þyrfti að gera því ferjan var stækkuð nýlega og ferjuhöfnin á Seyðisfirði mætti auðveldlega vera stærri. Reyndar átti að nýta efni úr Fjarðarheiðargöngum til að stækka höfnina, en því verkefni hefur auðvitað verið seinkað. “Bara að færa ferjuna” eins og sumir leggja til í umræðuna er því bæði dýrt og hreinlega ekki ákvörðun sem stendur til að taka, sbr. nýlega frétt um málið. Einhverjir Austfirðingar halda svo áfram að hanga á gamalli hugmynd um göng undir Mjóafjarðarheiði. Stjórnarráðið á skýrslu, sem byggir m.a. á greiningu KPMG um áhrif mismunandi jarðgangnakosta. Sú leið er ekki mikið ódýrari en lausn undir Fjarðarheiði, en verður 3 km. lengri pr. ferð á leiðinni Fjarðabyggð (Eskifjörður, Neskaupstaður, Mjóifjörður) – Hérað (Egilsstaðir) en leið með Fjarðarheiðargöngum. Ef miðað er við að helmingur áætlaðrar umferðar um “Fjarðagöng” séu tengd þjónustu í Hérað eða frá Héraði á Firði eru þetta tæpir 400.000 km á ári, aukalega, og hleypur á hundruðum milljóna í kostnað samfélagsins yfir afskriftatímann. Lausnin undir Mjóafjarðarheiði lengir ferðir Seyðfirðinga í Egilsstaði um 9 km. að auki. Þá yrði að gera ráð fyrir áframhaldandi snjómokstri og vegagerð á Fjarðarheiði, þar sem sá vegur yrði áfram fyrsta val milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða í “venjulegu” færi. Yfir 15 ára tímabil, má geta, að Fjarðarheiði var opin í 6 skipti, meðan lokað var á Fagradal. Þ.e.a.s. lokist Fagridalur fer maður alla jafna ekki heldur yfir Fjarðarheiði. Að setja vegamót á miðjan Fagradal til að tengja við göng undir Mjóafjarðarheiði þykir mér mjög varasamt. Gefum okkur að vegmerkingar sjáist varla fyrir snjó og það skefur á Dalnum, skyggni er lélegt og hált og bíll kemur af vegamótunum inn á Fagradalinn... það er ekki spurt að leikslokum. Vegamót við Fjarðarheiðargöng eru mun nærri byggð á Egilsstöðum, í skóglendi, sem skapar skjól og auðveldara mætti ætla að stýra umferðarhraða í jaðri bæjarins en á miðjum Fagradal. Það eru fjölmörg rök önnur, en ég læt þetta duga. Seyðfirðingar þekkja þessi mál, þeir hafa skoðað bestu gangakostina í bráðum 40 ár og því haft tímann til að kynna sér þetta. Við þurfum að ræsa vélarnar – undir Fjarðarheiði fyrst. Þá og fyrst þá, má byrja að skoða “Fjarðagöng” því að þeim loknum er lokið sannkallaðri byltingu í samgöngum á Mið-Austurlandi, með 10.000 manna atvinnusvæði sem skilar sér líklega margfalt tilbaka til samfélagsins. RHA talaði um byltingu og að skali þeirra 0 til +++ dugði varla til að ná utan um þá byltingu. Áætluð umferð um Fjarðarheiðargöng-Seyðisfjarðargöng-Mjóafjarðargöng frá Egilstöðum til Norðfjarðar á fyrsta ári er þannig meiri en um Vaðlaheiðargöng 2024 (áætlað 1.880 bílar við opnun, Vaðlaheiðagöng 2024: 1.700 bílar) og því færi heildarumferð um þau göng beint í annað sætið á eftir Hvalfjarðargöngum í umferðarmagni, skv. mati RHA. Ræsum vélarnar undir Fjarðarheiði. Höfundur er með B.Sc. International Business & Politics frá Copenhagen Business School (CBS) og hefur komið að fjármálastýringu stórra innviðaverkefna t.d. í járnbrautageiranum (Rail Control Solutions), m.a. ERTMS (European Rail Traffic Management Systems), búsettur í Kaupmannahöfn
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun