Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar 26. desember 2025 09:32 Í skugga tveggja heimsstyrjalda trúðu því kannski ekki margir að svarnar óvinaþjóðir í Evrópu myndu taka höndum saman og stofna Kol-og stálbandalagið (ECSC) árið 1951 og með því deila fullveldi sínu með það að markmiði að koma á varanlegum friði í álfunni. Seinna eða árið 1957 var Rómarsáttmálinn (EEC) samþykktur sem lagði grunninn að efnahagssamvinnu stofnþjóðanna sex sem segja má að hafi verið hinn helmingurinn af verkefninu sem fólst í að samþætta ríkin efnahagslega til að tryggja frið, ferli sem endar með stofnun Evrópusambandsins (EU). Það hefur ekki farið mikið fyrir þeirri umræðu hér á landi að bæði Bandaríkin og Bretland áttu stóran þátt í að koma Evrópusambandinu á laggirnar og færa má rök fyrir því að án þeirra stuðnings og atbeina hefði þetta stærsta friðar- og efnahagsverkefni sem hleypt hefur verið af stokkunum fyrr eða síðar ekki orðið að veruleika (Colomer, 2009). Í sinni frægu ræðu í 19. september í Zurich 1946 sagði Winston Churchill: „Við verðum að byggja upp eitthvað sem kalla má Bandaríki Evrópu ...“ og lagði þar með hugmyndafræðilegan hornstein að því sem koma skyldi (Dinan, 2004). Hinum megin við Atlantshafið nokkrum mánuðum seinna ávarpaði Harry Truman báðar deildir þingsins þar sem hann undirstrikaði mikilvægi þess að styðja við Evrópu fjárhagslega en lýsti einnig yfir stuðningi við hið pólitíska og hugmyndafræðilega ferli sem þyrfti að fara í gang til að tryggja frið (Hovey, 1955). Þessi stuðningur var síðan raungerður í júní árið 1947 í Harvard háskóla þar sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Marshall tilkynnti Marshall áætlunina sem fól í sér gríðarlega fjárhagsaðstoð og skýran vilja Bandaríkjanna til samþættingar Evrópu (Carolan, 2008). Í framhaldinu varð samkomulag um að setja á stofn framkvæmdaaðila Marshalláætlunarinar og í París þetta sama ár var Evrópsku efnahagssamvinnu stofnuninni (OEEC) komið á laggirnar sem síðar varð (OECD) sem varð fyrsti vísirinn að nýju stofnanakerfi Evrópu. Þróunin varð ekki stöðvuð og á sérstöku evrópuþingi sem haldið var í Haag árið 1948 komu saman stjórnmálaleiðtogar, fræðafólk, fulltrúar verkalýðshreyfinga og atvinnurekenda víðs vegar úr álfunni til samráðs og ráðagerðar um nýja hugmyndafræði og stefnu fyrir álfuna (Dedman, 2010). Niðurstaða þingsins var tvíþætt, annars vegar pólitísk og hugmyndafræðileg skuldbinding um samþættingu Evrópu (Dinan, 2014) og hins vegar sameiginleg yfirlýsing um að varanlegur friður, efnahagsleg endurreisn og vernd lýðræðislegra gilda í Evrópu yrði ekki tryggð nema með formlegu og stofnanabundnu samstarfi ríkjanna. Þingið kallaði sérstaklega eftir evrópskum stofnunum sem byggðu á gildum um sameiginleg mannréttindi, réttarríki og lýðræði, sem endurspeglaði lærdóminn af mistökum millistríðsáranna (Judt, 2005). Meðal þekktustu þátttakenda voru Winston Churchill, sem flutti setningarræðu þingsins, Léon Blum forseti Frakklands og formaður franska sósíalistaflokksins, Konrad Adenauer fyrsti kanslari Þýskalands, Paul-Henri Spaak, einn af aðalhöfundum Rómarsáttmálans og Alcide De Gasperi forsætisráðherra Ítalíu. Þegar litið er vestur um haf þessa daganna þá er ljóst að stefna og stefnumótun Trumps í alþjóðamálum og alþjóðaviðskiptum er að þróast með þeim hætti að stór gjá er að myndast milli gamalla bandamanna. Í nýrri öryggisstefnu Trump er hugmyndafræði og tilvist 27 aðildarríkja Evrópusambandsins talin meiri ógn við Bandaríkin en kommúnismi Kína, alræðishyggja Pútíns eða öfgafullur Íslamismi (Appelblaum, 2025). Evrópa stendur á svipuðum tímamótum nú og eftir seinni heimsstyrjöldina þó áskoranirnar séu annars eðlis og komi úr fleiri áttum hefur sjaldan verið mikilvægara að Evrópusambandið standi fast á sínum gildum sem hafa verið undirstaða friðar og velferðar í Evrópu. Höfundur er aðjúnkt og doktor í Strategíu við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í skugga tveggja heimsstyrjalda trúðu því kannski ekki margir að svarnar óvinaþjóðir í Evrópu myndu taka höndum saman og stofna Kol-og stálbandalagið (ECSC) árið 1951 og með því deila fullveldi sínu með það að markmiði að koma á varanlegum friði í álfunni. Seinna eða árið 1957 var Rómarsáttmálinn (EEC) samþykktur sem lagði grunninn að efnahagssamvinnu stofnþjóðanna sex sem segja má að hafi verið hinn helmingurinn af verkefninu sem fólst í að samþætta ríkin efnahagslega til að tryggja frið, ferli sem endar með stofnun Evrópusambandsins (EU). Það hefur ekki farið mikið fyrir þeirri umræðu hér á landi að bæði Bandaríkin og Bretland áttu stóran þátt í að koma Evrópusambandinu á laggirnar og færa má rök fyrir því að án þeirra stuðnings og atbeina hefði þetta stærsta friðar- og efnahagsverkefni sem hleypt hefur verið af stokkunum fyrr eða síðar ekki orðið að veruleika (Colomer, 2009). Í sinni frægu ræðu í 19. september í Zurich 1946 sagði Winston Churchill: „Við verðum að byggja upp eitthvað sem kalla má Bandaríki Evrópu ...“ og lagði þar með hugmyndafræðilegan hornstein að því sem koma skyldi (Dinan, 2004). Hinum megin við Atlantshafið nokkrum mánuðum seinna ávarpaði Harry Truman báðar deildir þingsins þar sem hann undirstrikaði mikilvægi þess að styðja við Evrópu fjárhagslega en lýsti einnig yfir stuðningi við hið pólitíska og hugmyndafræðilega ferli sem þyrfti að fara í gang til að tryggja frið (Hovey, 1955). Þessi stuðningur var síðan raungerður í júní árið 1947 í Harvard háskóla þar sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Marshall tilkynnti Marshall áætlunina sem fól í sér gríðarlega fjárhagsaðstoð og skýran vilja Bandaríkjanna til samþættingar Evrópu (Carolan, 2008). Í framhaldinu varð samkomulag um að setja á stofn framkvæmdaaðila Marshalláætlunarinar og í París þetta sama ár var Evrópsku efnahagssamvinnu stofnuninni (OEEC) komið á laggirnar sem síðar varð (OECD) sem varð fyrsti vísirinn að nýju stofnanakerfi Evrópu. Þróunin varð ekki stöðvuð og á sérstöku evrópuþingi sem haldið var í Haag árið 1948 komu saman stjórnmálaleiðtogar, fræðafólk, fulltrúar verkalýðshreyfinga og atvinnurekenda víðs vegar úr álfunni til samráðs og ráðagerðar um nýja hugmyndafræði og stefnu fyrir álfuna (Dedman, 2010). Niðurstaða þingsins var tvíþætt, annars vegar pólitísk og hugmyndafræðileg skuldbinding um samþættingu Evrópu (Dinan, 2014) og hins vegar sameiginleg yfirlýsing um að varanlegur friður, efnahagsleg endurreisn og vernd lýðræðislegra gilda í Evrópu yrði ekki tryggð nema með formlegu og stofnanabundnu samstarfi ríkjanna. Þingið kallaði sérstaklega eftir evrópskum stofnunum sem byggðu á gildum um sameiginleg mannréttindi, réttarríki og lýðræði, sem endurspeglaði lærdóminn af mistökum millistríðsáranna (Judt, 2005). Meðal þekktustu þátttakenda voru Winston Churchill, sem flutti setningarræðu þingsins, Léon Blum forseti Frakklands og formaður franska sósíalistaflokksins, Konrad Adenauer fyrsti kanslari Þýskalands, Paul-Henri Spaak, einn af aðalhöfundum Rómarsáttmálans og Alcide De Gasperi forsætisráðherra Ítalíu. Þegar litið er vestur um haf þessa daganna þá er ljóst að stefna og stefnumótun Trumps í alþjóðamálum og alþjóðaviðskiptum er að þróast með þeim hætti að stór gjá er að myndast milli gamalla bandamanna. Í nýrri öryggisstefnu Trump er hugmyndafræði og tilvist 27 aðildarríkja Evrópusambandsins talin meiri ógn við Bandaríkin en kommúnismi Kína, alræðishyggja Pútíns eða öfgafullur Íslamismi (Appelblaum, 2025). Evrópa stendur á svipuðum tímamótum nú og eftir seinni heimsstyrjöldina þó áskoranirnar séu annars eðlis og komi úr fleiri áttum hefur sjaldan verið mikilvægara að Evrópusambandið standi fast á sínum gildum sem hafa verið undirstaða friðar og velferðar í Evrópu. Höfundur er aðjúnkt og doktor í Strategíu við Háskólann í Reykjavík.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun