Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Valur Páll Eiríksson skrifar 23. desember 2025 11:31 Brock Purdy var stórkostlegur í nótt. Vísir/Getty San Francisco 49ers unnu afgerandi sigur á afanum Philip Rivers og Indianapolis Colts í NFL-deildinni í nótt. Þrjú lið víðsvegar um Bandaríkin fagna sæti í úrslitakeppninni eftir úrslitin. Þriðja síðasta umferð deildarkeppninnar í NFL-deildinni kláraðist með leik næturinnar. Hinn 44 ára gamli Rivers, sem tók skóna af hillunni til að spila með Colts á dögunum, átti fínasta leik. Kastaði fyrir tveimur snertimörkum og 277 stikum. En það dugði skammt. Philip Rivers was slinging it on primetime at age 44 👏23/35 passing277 yards2 touchdowns pic.twitter.com/FLzkGIywTe— NFL (@NFL) December 23, 2025 Brock Purdy, leikstjórnandi 49ers, óð á súðum og kastaði fyrir fimm snertimörkum í leiknum sem endaði 48-27 fyrir San Francisco. Purdy sýndi enn á ný að hann er á meðal betri leikstjórnanda deildarinnar og gaf fleiri sendingar fyrir snertimörkum í einum og sama leiknum en hann hefur gert á ferlinum hingað til. Eftir sigurinn er San Francisco öruggt í úrslitakeppnina, enda unnið 11 leiki en tapað fjórum í vetur. 49ers eru eitt þriggja liða úr sterkum NFC-vestur riðli sem fer í úrslitakeppnina, ásamt Seattle Seahawks og Los Angeles Rams. Career high five touchdowns for Brock Purdy 🔥SFvsIND on ESPNStream on @NFLPlus and ESPN App pic.twitter.com/xhMae1Jawk— NFL (@NFL) December 23, 2025 Sigurinn gerði hins vegar að verkum að þrjú lið í AFC-deildinni eru örugg í úrslitakeppnina. Jacksonville Jaguars, Los Angeles Chargers og Buffalo Bills eru öll komin áfram eftir tap Colts í nótt. Farið verður betur yfir leikinn, alla umferðina og stöðuna í NFL-deildinni í Lokasókninni á Sýn Sport klukkan 21:05 í kvöld. Línur að skýrast Tvö sæti eru laus í hvorri deild fyrir sig. Talið er líklegast að Pittsburgh Steelers og Houston Texans hirði síðustu tvö lausu sætin í AFC-deildinni þar sem minna en tíu prósent líkur eru á að Colts og Baltimore Ravens nái af þeim sætunum. Baráttan er harðari í NFC-deildinni þar sem fjögur lið berjast einnig um síðustu tvö lausu sætin. Carolina Panthers (8-7) leiða NFC-suður riðilinn en sigurlið hvers riðils fer áfram. Panthers unnu Tampa Bay Buccaneers (7-8) um helgina sem eru í sama riðli en þó eru talar 57 prósent líkur á að Tampa Bay hirði toppsætið af Panthers (43 prósent). Green Bay Packers eru þá komnir langleiðina með að tryggja sitt sæti (93 prósent) en Detroit Lions (7 prósent) eygja veika von eftir dýrkeypt tap um helgina fyrir Pittsburgh Steelers. NFL Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira
Þriðja síðasta umferð deildarkeppninnar í NFL-deildinni kláraðist með leik næturinnar. Hinn 44 ára gamli Rivers, sem tók skóna af hillunni til að spila með Colts á dögunum, átti fínasta leik. Kastaði fyrir tveimur snertimörkum og 277 stikum. En það dugði skammt. Philip Rivers was slinging it on primetime at age 44 👏23/35 passing277 yards2 touchdowns pic.twitter.com/FLzkGIywTe— NFL (@NFL) December 23, 2025 Brock Purdy, leikstjórnandi 49ers, óð á súðum og kastaði fyrir fimm snertimörkum í leiknum sem endaði 48-27 fyrir San Francisco. Purdy sýndi enn á ný að hann er á meðal betri leikstjórnanda deildarinnar og gaf fleiri sendingar fyrir snertimörkum í einum og sama leiknum en hann hefur gert á ferlinum hingað til. Eftir sigurinn er San Francisco öruggt í úrslitakeppnina, enda unnið 11 leiki en tapað fjórum í vetur. 49ers eru eitt þriggja liða úr sterkum NFC-vestur riðli sem fer í úrslitakeppnina, ásamt Seattle Seahawks og Los Angeles Rams. Career high five touchdowns for Brock Purdy 🔥SFvsIND on ESPNStream on @NFLPlus and ESPN App pic.twitter.com/xhMae1Jawk— NFL (@NFL) December 23, 2025 Sigurinn gerði hins vegar að verkum að þrjú lið í AFC-deildinni eru örugg í úrslitakeppnina. Jacksonville Jaguars, Los Angeles Chargers og Buffalo Bills eru öll komin áfram eftir tap Colts í nótt. Farið verður betur yfir leikinn, alla umferðina og stöðuna í NFL-deildinni í Lokasókninni á Sýn Sport klukkan 21:05 í kvöld. Línur að skýrast Tvö sæti eru laus í hvorri deild fyrir sig. Talið er líklegast að Pittsburgh Steelers og Houston Texans hirði síðustu tvö lausu sætin í AFC-deildinni þar sem minna en tíu prósent líkur eru á að Colts og Baltimore Ravens nái af þeim sætunum. Baráttan er harðari í NFC-deildinni þar sem fjögur lið berjast einnig um síðustu tvö lausu sætin. Carolina Panthers (8-7) leiða NFC-suður riðilinn en sigurlið hvers riðils fer áfram. Panthers unnu Tampa Bay Buccaneers (7-8) um helgina sem eru í sama riðli en þó eru talar 57 prósent líkur á að Tampa Bay hirði toppsætið af Panthers (43 prósent). Green Bay Packers eru þá komnir langleiðina með að tryggja sitt sæti (93 prósent) en Detroit Lions (7 prósent) eygja veika von eftir dýrkeypt tap um helgina fyrir Pittsburgh Steelers.
NFL Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu