Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2025 15:52 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, stendur fyrir framan fanga í fangelsi í El Salvador þangað sem Bandaríkjastjórn sendi fólk sem hún ætlaði að vísa úr landi. Það gerði hún jafnvel eftir að dómstóll hafði skipað henni að hætti athæfinu. AP/Alex Brandon Fréttaritari fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna telur að pólitík hafi ráðið för þegar ritstjóri CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frestaði sýningu á umfjöllun um umdeildar brottvísanir Trump-stjórnarinnar á fólki til El Salvadors. Umfjöllun 60 mínútna um fólk sem Trump-stjórnin sendi í alræmt risafangelsi í El Salvador hafði þegar verið auglýst opinberlega þegar Bari Weiss, ritstjóri fréttastofu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, ákvað að stöðva hana um helgina. Weiss, sem stýrði íhaldssömu vefriti áður en hún var ráðin ritstjóri hjá CBS í haust, hélt því fram að umfjöllunin hefði ekki verið tilbúin til birtingar. Hún yrði sýnd síðar þegar hún yrði tilbúin. Það væri daglegt brauð að fresta birtingu umfjöllunar af alls kyns ástæðum, meðal annars vegna þess að í þær vantaði aukið samhengi eða gagnrýnar raddir. Að sögn Sharyn Alfonsi, fréttaritarans sem ræddi við fólk sem var sent til El Salvador, höfðu þó bæði lögfræðingar CBS og gæðastjórar gefið henni grænt ljós. Hvíta húsinu, heimavarnarráðuneytinu og fleirum frá stjórnvöldum hefði verið gefinn kostur á að bregðast við en ekki brugðist við. CBS gerði skyndilega sátt við Donald Trump og greiddi honum fúlgur fjár vegna viðtals við Kamölu Harris. Skömmu síðar gekk samruni móðurfélags CBS við Skydance í gegn.AP/Mark Lennihan Í tölvupósti sem Alfonsi sendi samstarfsmönnum sínum eftir að Weiss stöðvaði umfjöllunina sagði hún hana efnislega rétta. Weiss hefði hins vegar viljað að fréttamennirnir ræddu við Stephen Miller, ráðgjafa Trump og hugmyndafræðilegan föður brottvísananna, og fengið þeim símanúmerið hans. „Að mínu mati er það að taka umfjöllunina úr umferð núna eftir ítarlega innri úttekt ekki ritstjórnarleg ákvörðun heldur pólitísk,“ skrifaði Alfonsi í póstinum sem rataði einnig til nokkurra fjölmiðla. Falast eftir að bæta CNN í safnið CBS réði Weiss skömmu eftir að móðurfélag stöðvarinnar gerði sátt við Donald Trump í máli sem hann höfðaði vegna viðtals 60 mínútna við Kamölu Harris, mótframbjóðanda hans, fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Hélt Trump því fram að viðtalið hefði verið klippt á hátt sem hefði bitnað á framboði hans. Sáttin var gerð á tíma sem Paramount, móðurfélag CBS, sóttist eftir að sameinast Skydance, öðrum fjölmiðlarisa. Margir töldu beint orsakasamhengi á milli sáttarinnar og þess að stjórn Trump gaf samrunanum grænt ljós. Paramount Skydance sækist nú eftir óvinveittri yfirtöku á Warner Bros Discovery sem á meðal annars CNN-fréttastöðina. Larry Ellison, stærsti hluthafi Paramount, er sagður hafa rætt við fulltrúa Hvíta hússins um að reka ákveðna þáttastjórnendur CNN sem Trump leggur fæð á nýlega. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Tjáningarfrelsi El Salvador Tengdar fréttir Ræddu samruna Warner og Paramount David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 21. desember 2023 12:03 Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. 8. desember 2025 15:12 Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. 9. desember 2025 11:38 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Umfjöllun 60 mínútna um fólk sem Trump-stjórnin sendi í alræmt risafangelsi í El Salvador hafði þegar verið auglýst opinberlega þegar Bari Weiss, ritstjóri fréttastofu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, ákvað að stöðva hana um helgina. Weiss, sem stýrði íhaldssömu vefriti áður en hún var ráðin ritstjóri hjá CBS í haust, hélt því fram að umfjöllunin hefði ekki verið tilbúin til birtingar. Hún yrði sýnd síðar þegar hún yrði tilbúin. Það væri daglegt brauð að fresta birtingu umfjöllunar af alls kyns ástæðum, meðal annars vegna þess að í þær vantaði aukið samhengi eða gagnrýnar raddir. Að sögn Sharyn Alfonsi, fréttaritarans sem ræddi við fólk sem var sent til El Salvador, höfðu þó bæði lögfræðingar CBS og gæðastjórar gefið henni grænt ljós. Hvíta húsinu, heimavarnarráðuneytinu og fleirum frá stjórnvöldum hefði verið gefinn kostur á að bregðast við en ekki brugðist við. CBS gerði skyndilega sátt við Donald Trump og greiddi honum fúlgur fjár vegna viðtals við Kamölu Harris. Skömmu síðar gekk samruni móðurfélags CBS við Skydance í gegn.AP/Mark Lennihan Í tölvupósti sem Alfonsi sendi samstarfsmönnum sínum eftir að Weiss stöðvaði umfjöllunina sagði hún hana efnislega rétta. Weiss hefði hins vegar viljað að fréttamennirnir ræddu við Stephen Miller, ráðgjafa Trump og hugmyndafræðilegan föður brottvísananna, og fengið þeim símanúmerið hans. „Að mínu mati er það að taka umfjöllunina úr umferð núna eftir ítarlega innri úttekt ekki ritstjórnarleg ákvörðun heldur pólitísk,“ skrifaði Alfonsi í póstinum sem rataði einnig til nokkurra fjölmiðla. Falast eftir að bæta CNN í safnið CBS réði Weiss skömmu eftir að móðurfélag stöðvarinnar gerði sátt við Donald Trump í máli sem hann höfðaði vegna viðtals 60 mínútna við Kamölu Harris, mótframbjóðanda hans, fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Hélt Trump því fram að viðtalið hefði verið klippt á hátt sem hefði bitnað á framboði hans. Sáttin var gerð á tíma sem Paramount, móðurfélag CBS, sóttist eftir að sameinast Skydance, öðrum fjölmiðlarisa. Margir töldu beint orsakasamhengi á milli sáttarinnar og þess að stjórn Trump gaf samrunanum grænt ljós. Paramount Skydance sækist nú eftir óvinveittri yfirtöku á Warner Bros Discovery sem á meðal annars CNN-fréttastöðina. Larry Ellison, stærsti hluthafi Paramount, er sagður hafa rætt við fulltrúa Hvíta hússins um að reka ákveðna þáttastjórnendur CNN sem Trump leggur fæð á nýlega.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Tjáningarfrelsi El Salvador Tengdar fréttir Ræddu samruna Warner og Paramount David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 21. desember 2023 12:03 Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. 8. desember 2025 15:12 Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. 9. desember 2025 11:38 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Ræddu samruna Warner og Paramount David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 21. desember 2023 12:03
Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. 8. desember 2025 15:12
Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. 9. desember 2025 11:38
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila