„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2025 20:01 Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir sorglegt að faðir sinn, Þorsteinn Már Baldvinsson, hafi verið með stöðu sakbornings í samfleytt 15 ár. Vísir Héraðssaksóknari segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvenær niðurstöðu sé að vænta í Samherjamálinu svokallaða. Forstjóri Samherja segir fólk sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu hér heima langþreytt á að bíða eftir niðurstöðu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sem hefur farið fyrir rannsókn í Samherjamálinu svokallaða, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa tök á því að setja niður núna hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort það verði ákært í málinu eður ei. Embættið lauk fimm ára rannsókn sinni á málinu í júlí á þessu ári. Vonast eftir niðurstöðu sem allra fyrst Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir eðlilegt að rannsóknin hafi sinn gang en vonast eftir því að niðurstaða í málinu komi fram sem allra fyrst. „Þetta eru þungar ásakanir og það er eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu úr rannsókninni,“ segir Baldvin. Níu fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. „Þetta er búið að taka mjög langan tíma. Þeir sem liggja undir ámæli í þessu máli eru langþreyttir á því að bíða eftir niðurstöðu. Ég vonast til að það komi niðurstaða í þessu máli sem allra, allra fyrst,“ segir Þorsteinn. Ótrúlega sorglegt Baldvini hefur fundist þungt að fylgjast með málaferlum gagnvart föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni sínum síðustu fimmtán ár. „Hann er nú 73 ára gamall en hefur verið með stöðu sakbornings síðustu fimmtán ár. Allt því hann var stjórnarformaður Íslandsbanka í um tíu mánuði árið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Hann var í kjölfar þess með stöðu grunaðs manns í málum sem tengdust bankanum í mörg ár þar á eftir en var aldrei ákærður. Það sama á við um Seðlabankamálið svokallaða. Strax eftir það komu upp þessar ásakanir í Namibíu og hafa varað í á sjötta ár,“ segir Baldvin. Baldvin segir þessa stöðu föður síns hafa tekið á. „Þannig að manni finnst ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu. Þetta er búið að vera erfitt. Fyrst og fremst honum og auðvitað snortið alla í kringum hann,“ segir Baldvin. Hundrað og fjörutíu milljarða krafa Baldvin sagði frá því í fréttum í dag að breskt fyrirtæki hefði gert bótakröfu á Samherja vegna starfa fyrirtækisins í Namibíu upp á hundrað og fjörutíu milljarða króna. Í sumar kom fram í breskum fjölmiðli að skosk félagasamtök hefðu ákveðið að höfða mál á hendur Samherja fyrir dómstólum í Bretlandi og sjö starfsmönnum þess. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sem hefur farið fyrir rannsókn í Samherjamálinu svokallaða, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa tök á því að setja niður núna hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort það verði ákært í málinu eður ei. Embættið lauk fimm ára rannsókn sinni á málinu í júlí á þessu ári. Vonast eftir niðurstöðu sem allra fyrst Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir eðlilegt að rannsóknin hafi sinn gang en vonast eftir því að niðurstaða í málinu komi fram sem allra fyrst. „Þetta eru þungar ásakanir og það er eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu úr rannsókninni,“ segir Baldvin. Níu fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. „Þetta er búið að taka mjög langan tíma. Þeir sem liggja undir ámæli í þessu máli eru langþreyttir á því að bíða eftir niðurstöðu. Ég vonast til að það komi niðurstaða í þessu máli sem allra, allra fyrst,“ segir Þorsteinn. Ótrúlega sorglegt Baldvini hefur fundist þungt að fylgjast með málaferlum gagnvart föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni sínum síðustu fimmtán ár. „Hann er nú 73 ára gamall en hefur verið með stöðu sakbornings síðustu fimmtán ár. Allt því hann var stjórnarformaður Íslandsbanka í um tíu mánuði árið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Hann var í kjölfar þess með stöðu grunaðs manns í málum sem tengdust bankanum í mörg ár þar á eftir en var aldrei ákærður. Það sama á við um Seðlabankamálið svokallaða. Strax eftir það komu upp þessar ásakanir í Namibíu og hafa varað í á sjötta ár,“ segir Baldvin. Baldvin segir þessa stöðu föður síns hafa tekið á. „Þannig að manni finnst ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu. Þetta er búið að vera erfitt. Fyrst og fremst honum og auðvitað snortið alla í kringum hann,“ segir Baldvin. Hundrað og fjörutíu milljarða krafa Baldvin sagði frá því í fréttum í dag að breskt fyrirtæki hefði gert bótakröfu á Samherja vegna starfa fyrirtækisins í Namibíu upp á hundrað og fjörutíu milljarða króna. Í sumar kom fram í breskum fjölmiðli að skosk félagasamtök hefðu ákveðið að höfða mál á hendur Samherja fyrir dómstólum í Bretlandi og sjö starfsmönnum þess.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira