Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar 22. desember 2025 08:17 Grjónagrautur sem stakri möndlu er bætt út í á síðustu stundu, svokallaður möndlugrautur, er vinsæll um jólin. “Morðtilraun!“ hugsa kannski vænisjúkir, því möndlur innihalda jú smávegis blásýru. En það yrði þá að flokkast sem hómópatísk morðtilraun, því magnið er allt of lítið til að hafa nokkur áhrif. Nýlega innkallaði Matvælastofnun grjónagraut vegna aðskotahlutar, en ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að þar var ekki um að ræða möndlu. Þær eru frekar skaðlausar. Sumsé, í grautnum er mandlan er falin, en finnanleg. Hverfi einhver með öllu er hann ekki finnanlegur. Hverfi einnig allt sem hann hefur gert og allar hans tengingar við aðra, er eins og hann hafi aldrei verið til. Var möndlugrauturinn bara sérvalin, léleg samlíking í tilefni jóla? Já. En samt ekki eins skrýtin og að yngjast skyndilega um 30 ár, hverfa svo í beinu framhaldi! Byrjum á byrjuninni. Í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook (Fb) hef ég átt samskipti við fólk víða um heim. Fólk sem ég þekkti fyrir, í bland við ókunnuga sem urðu jafnvel með tímanum kunningjar. Yfir árin fækkar í hópnum. Fólk hættir að nota Fb, eða lendir í því að aðgangurinn þeirra er yfirtekinn af svindlurum. Eins lifir auðvitað enginn að eilífu. Þó eru dæmi um að eitthvað annað liggi að baki þegar einhver hverfur af samfélagsmiðlum. 16 ára í sambúð Loki Fb aðgangi telja þau oftast að maður hafi rofið "samfélagssáttmála" kerfisins (reglurnar sem Fb setur). Augljósustu dæmin eru kannski að villa sér á heimildir í sviksamlegum tilgangi, setja inn sérlega óviðeigandi efni eða fara óvarlega í öryggismálum. Nýleg löggjöf í Ástralíu krefst 16 ára lágmarksaldurs á samfélagsmiðlum, sem bætti fjölmörgum lokunum í hópinn. Verandi sjálfur eldri en 16 ára og nokkuð viss um að ég sé ekki Ástrali reiknaði ég með takmörkuðum áhrifum á mig sjálfan. Skyndilega lokaðist þó aðgangurinn. Voru kremin að virka? Hafði ég virkilega yngst um 30 ár ?? Ég stökk beint að næsta spegli, en vonbrigðin komu samstundis. Traust Í dag borgar sig ekki að treysta of glatt því sem gerist á netinu, né í manns eigin tækjum. Greip því símann og kannaði málið, en sömu skilaboð komu einnig upp þar, jafnt í appi sem á vef. Þar með minnkuðu líkurnar á mistökum, eða einhverri svikatilraun. Einnig barst tölvupóstur sem virtist nokkuð örugglega frá Fb með upplýsingum um málið. Maður treystir þó aldrei slíkum póstum einum og sér, skoðar vel netfangið, og smellir alls ekki á hlekki þar. Ég ákvað því að biðja nærliggjandi maka – sem reyndist vera minn eigin – að fletta mér upp og senda mér skilaboð. Horfinn! Ekki einu sinni auglýst eftir mér! Upplýsingarnar í tölvupóstinum höfðu einmitt spáð þessari niðurstöðu. Við nánari athugun kom í ljós að allt sem ég hafði nokkurn tíman gert á samfélagsmiðlinum – spurningar, svör, pistlar, myndir og meira að segja afmæliskveðjur – var horfið. Sama hve mikið var leitað, ekki einu sinni möndlukeim að finna. (Vísun tilbaka í lélegu samlíkinguna.) Sporlaust Fljótlega bárust mér fjölmörg skilaboð með öðrum leiðum frá fólki sem kvartaði yfir svarleysi mínu, eða hélt jafnvel að ég hefði „blokkað“ þau. Fólk sem hafði áður verið í samskiptum gegnum spjallhluta Fb (Messenger) gat þó enn fundið mig þar, en fékk villuskilaboð ef það reyndi að senda mér skilaboð. Hvað gæti orsakað slíka hreinsun? Engar nánari upplýsingar var að fá. Lokað til frambúðar. Mér stóð til boða að ýta á takka sem óskaði eftir endurskoðun, en þar voru ekki einu sinni upplýsingar um hvort endurskoðandinn sem yrði þá fyrir valinu væri löggiltur! Freistingin var sterk að gera ekkert, en forvitnin varð þó yfirsterkari. Hvað hafði gerst og af hverju? Bjó eitthvað alvarlegra að baki? Samantekin ráð leyniþjónustu og diplómata? Jafnvel hluti af alþjóðlegri hómopatískri morðtilraun? Ég þori ekki að segja meira í bili, en skal segja ykkur framhaldið á næstu dögum, verði ég enn á lífi. Höfundur er tölvunarfræðingur, eldri en 16, menntaður í - en ekki af - gervigreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Grjónagrautur sem stakri möndlu er bætt út í á síðustu stundu, svokallaður möndlugrautur, er vinsæll um jólin. “Morðtilraun!“ hugsa kannski vænisjúkir, því möndlur innihalda jú smávegis blásýru. En það yrði þá að flokkast sem hómópatísk morðtilraun, því magnið er allt of lítið til að hafa nokkur áhrif. Nýlega innkallaði Matvælastofnun grjónagraut vegna aðskotahlutar, en ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að þar var ekki um að ræða möndlu. Þær eru frekar skaðlausar. Sumsé, í grautnum er mandlan er falin, en finnanleg. Hverfi einhver með öllu er hann ekki finnanlegur. Hverfi einnig allt sem hann hefur gert og allar hans tengingar við aðra, er eins og hann hafi aldrei verið til. Var möndlugrauturinn bara sérvalin, léleg samlíking í tilefni jóla? Já. En samt ekki eins skrýtin og að yngjast skyndilega um 30 ár, hverfa svo í beinu framhaldi! Byrjum á byrjuninni. Í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook (Fb) hef ég átt samskipti við fólk víða um heim. Fólk sem ég þekkti fyrir, í bland við ókunnuga sem urðu jafnvel með tímanum kunningjar. Yfir árin fækkar í hópnum. Fólk hættir að nota Fb, eða lendir í því að aðgangurinn þeirra er yfirtekinn af svindlurum. Eins lifir auðvitað enginn að eilífu. Þó eru dæmi um að eitthvað annað liggi að baki þegar einhver hverfur af samfélagsmiðlum. 16 ára í sambúð Loki Fb aðgangi telja þau oftast að maður hafi rofið "samfélagssáttmála" kerfisins (reglurnar sem Fb setur). Augljósustu dæmin eru kannski að villa sér á heimildir í sviksamlegum tilgangi, setja inn sérlega óviðeigandi efni eða fara óvarlega í öryggismálum. Nýleg löggjöf í Ástralíu krefst 16 ára lágmarksaldurs á samfélagsmiðlum, sem bætti fjölmörgum lokunum í hópinn. Verandi sjálfur eldri en 16 ára og nokkuð viss um að ég sé ekki Ástrali reiknaði ég með takmörkuðum áhrifum á mig sjálfan. Skyndilega lokaðist þó aðgangurinn. Voru kremin að virka? Hafði ég virkilega yngst um 30 ár ?? Ég stökk beint að næsta spegli, en vonbrigðin komu samstundis. Traust Í dag borgar sig ekki að treysta of glatt því sem gerist á netinu, né í manns eigin tækjum. Greip því símann og kannaði málið, en sömu skilaboð komu einnig upp þar, jafnt í appi sem á vef. Þar með minnkuðu líkurnar á mistökum, eða einhverri svikatilraun. Einnig barst tölvupóstur sem virtist nokkuð örugglega frá Fb með upplýsingum um málið. Maður treystir þó aldrei slíkum póstum einum og sér, skoðar vel netfangið, og smellir alls ekki á hlekki þar. Ég ákvað því að biðja nærliggjandi maka – sem reyndist vera minn eigin – að fletta mér upp og senda mér skilaboð. Horfinn! Ekki einu sinni auglýst eftir mér! Upplýsingarnar í tölvupóstinum höfðu einmitt spáð þessari niðurstöðu. Við nánari athugun kom í ljós að allt sem ég hafði nokkurn tíman gert á samfélagsmiðlinum – spurningar, svör, pistlar, myndir og meira að segja afmæliskveðjur – var horfið. Sama hve mikið var leitað, ekki einu sinni möndlukeim að finna. (Vísun tilbaka í lélegu samlíkinguna.) Sporlaust Fljótlega bárust mér fjölmörg skilaboð með öðrum leiðum frá fólki sem kvartaði yfir svarleysi mínu, eða hélt jafnvel að ég hefði „blokkað“ þau. Fólk sem hafði áður verið í samskiptum gegnum spjallhluta Fb (Messenger) gat þó enn fundið mig þar, en fékk villuskilaboð ef það reyndi að senda mér skilaboð. Hvað gæti orsakað slíka hreinsun? Engar nánari upplýsingar var að fá. Lokað til frambúðar. Mér stóð til boða að ýta á takka sem óskaði eftir endurskoðun, en þar voru ekki einu sinni upplýsingar um hvort endurskoðandinn sem yrði þá fyrir valinu væri löggiltur! Freistingin var sterk að gera ekkert, en forvitnin varð þó yfirsterkari. Hvað hafði gerst og af hverju? Bjó eitthvað alvarlegra að baki? Samantekin ráð leyniþjónustu og diplómata? Jafnvel hluti af alþjóðlegri hómopatískri morðtilraun? Ég þori ekki að segja meira í bili, en skal segja ykkur framhaldið á næstu dögum, verði ég enn á lífi. Höfundur er tölvunarfræðingur, eldri en 16, menntaður í - en ekki af - gervigreind.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun