Sport

Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjón­varpið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trevon Diggs var mættur aftur eftir tveggja mánaða fjarveru í leik Dallas Cowboys í gær.
Trevon Diggs var mættur aftur eftir tveggja mánaða fjarveru í leik Dallas Cowboys í gær. Getty/Cooper Neill

Dallas Cowboys var án eins síns besta varnarmanns í tvo mánuði. Hann meiddist þó ekki í leik eða á æfingu heldur heima í stofunni hjá sér.

Trevor Diggs lék loksins aftur með Cowboys í NFL-deildinni gær þegar liðið tapaði á móti Los Angeles Charges. Þetta var hans fyrsti leikur eftir að hafa verið að jafna sig eftir slæmt höfuðhögg.

Sjónvarpskonan Jane Slater hjá NFL Network fékk það loksins upp úr Diggs hvað gerðist eiginlega í þessu óhappi heima hjá honum.

„Sum ykkar vildu vita hvernig Trevon Diggs fékk heilahristinginn. Það var aldrei neitt alvarlegt en þar sem engin svör fengust hljómaði það eins og það hefði verið það,“ skrifaði Jane Slater og bætti við:

„Hann segir að sjónvarp sem hann var að reyna að festa í loftið með stangarfestingu hafi dottið á höfuðið á honum. ‚Ég var að reyna að vera handlaginn,' sagði hann við mig. Honum fannst þetta ekki mikið mál og taldi ekki þörf á að ræða það en vangaveltur á netinu gengu allt of langt,“ skrifaði Slater.

„Hann sagðist hafa átt nokkrar góðar varnir í dag en væri enn að aðlagast hraða leiksins,“ skrifaði Slater.

Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að einhverjar spurningar vakni þegar einn þinn besti leikmaður meiðist heima hjá sér og svo alvarlega að hann er frá í tvo mánuði. Núna vita menn loksins ástæðuna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×