„Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar 21. desember 2025 09:32 Einar Ólafsson, fyrrverandi bókavörður og sagnfræðingur að mennt, skrifaði nýlega skoðanagrein á Vísi þar sem hann gagnrýnir yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands varðandi ógn sem stafar af Rússlandi gagnvart NATO. Grein Einars er vel skrifuð, fróðleg og sagnfræðilega samkvæm sjálfri sér. Hún er líka hæfilega afvopnandi á þann hátt að hún afvopnar fyrst og fremst lesandann, ekki ógnina sem hún fjallar um. Aðferðin er kunnugleg: Draga fram langt sögusamhengi, útskýra innrásir með „aðstæðum“, „áhrifasvæðum“ og „ótta stórvelda“, og enda svo á þeirri fullyrðingu að þetta segi okkur ekkert um ógnina núna. Það hljómar yfirvegað. Það er líka röng niðurstaða byggð á röngum forsendum. Stærsta vandamálið er það sem vantar í söguna Einar nefnir ekki einu orði leynilega stríðið sem Rússland háir í Evrópu í dag:netárásir á innviði, skemmdarverk á orku- og fjarskiptakerfum, áróðurshernaður, pólitískar íhlutanir, drónaflug yfir flugvöllum, skemmdarverk á neðansjávarinnviðum. Þetta er ekki sagnfræðilegt aukaatriði. Þetta er kjarninn í nútímaógninni. Úkraína er svo sett á stall með Tsjetsjeníu, Georgíu og Afganistan sem enn eitt dæmið í langri sögu útþenslu Rússlands. Stríðið í Úkraínu er hins vegar ekki einungis innrás. Það er tilraun til að endurskilgreina landamæri Evrópu með valdi, brjóta alþjóðalög kerfisbundið og sýna að vestræn varnarkerfi standi höllum fæti. Það er ástæðan fyrir því að NATO talar um Rússland sem mestu ógnina, ekki vegna innrása fyrri alda, heldur vegna kerfisbundinnar valdbeitingar frá 2014 til dagsins í dag. Fullyrðingin „það hefur ekkert ríki ráðist inn í Rússland“ er sett fram af utanríkisráðherra til að undirstrika sögulegt mynstur rússneskrar valdbeitingar. Í meðförum Einars verður hún hins vegar hálfsannleikur notaður sem skjöldur, ekki til að greina ógnina, heldur til að afvopna hana. Jú, innrás nasista í Sovétríkin 1941 gleymdist í Silfrinu, en að nota þá reynslu til að réttlæta innrásir, áhrifasvæði og stöðuga sókn er ekki hlutlaus sagnfræði heldur sama röksemd og Kreml beitir í dag, röksemdafærsla síðustu aldar, ekki þessarar. Einar er sagnfræðingur. Það sést Greinin er skrifuð eins og stríð sé eitthvað sem gerist í bókum, ekki á flugvöllum, spítölum, barnaskólum og höfnum okkar þar sem borgaralegt samfélag verður skotmark. Hún er örugg úr fjarlægð, eins konar svefnlestur fyrir þá sem vilja trúa því að ógn hverfi ef hún er sett í nógu langt samhengi. Ógnarmat snýst ekki um fortíðina eina Það snýst um ásetning, getu og mynstur í dag.Sagan er - því miður - alls ekki búin. Höfundur er varaformaður Varðmanna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Einar Ólafsson, fyrrverandi bókavörður og sagnfræðingur að mennt, skrifaði nýlega skoðanagrein á Vísi þar sem hann gagnrýnir yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands varðandi ógn sem stafar af Rússlandi gagnvart NATO. Grein Einars er vel skrifuð, fróðleg og sagnfræðilega samkvæm sjálfri sér. Hún er líka hæfilega afvopnandi á þann hátt að hún afvopnar fyrst og fremst lesandann, ekki ógnina sem hún fjallar um. Aðferðin er kunnugleg: Draga fram langt sögusamhengi, útskýra innrásir með „aðstæðum“, „áhrifasvæðum“ og „ótta stórvelda“, og enda svo á þeirri fullyrðingu að þetta segi okkur ekkert um ógnina núna. Það hljómar yfirvegað. Það er líka röng niðurstaða byggð á röngum forsendum. Stærsta vandamálið er það sem vantar í söguna Einar nefnir ekki einu orði leynilega stríðið sem Rússland háir í Evrópu í dag:netárásir á innviði, skemmdarverk á orku- og fjarskiptakerfum, áróðurshernaður, pólitískar íhlutanir, drónaflug yfir flugvöllum, skemmdarverk á neðansjávarinnviðum. Þetta er ekki sagnfræðilegt aukaatriði. Þetta er kjarninn í nútímaógninni. Úkraína er svo sett á stall með Tsjetsjeníu, Georgíu og Afganistan sem enn eitt dæmið í langri sögu útþenslu Rússlands. Stríðið í Úkraínu er hins vegar ekki einungis innrás. Það er tilraun til að endurskilgreina landamæri Evrópu með valdi, brjóta alþjóðalög kerfisbundið og sýna að vestræn varnarkerfi standi höllum fæti. Það er ástæðan fyrir því að NATO talar um Rússland sem mestu ógnina, ekki vegna innrása fyrri alda, heldur vegna kerfisbundinnar valdbeitingar frá 2014 til dagsins í dag. Fullyrðingin „það hefur ekkert ríki ráðist inn í Rússland“ er sett fram af utanríkisráðherra til að undirstrika sögulegt mynstur rússneskrar valdbeitingar. Í meðförum Einars verður hún hins vegar hálfsannleikur notaður sem skjöldur, ekki til að greina ógnina, heldur til að afvopna hana. Jú, innrás nasista í Sovétríkin 1941 gleymdist í Silfrinu, en að nota þá reynslu til að réttlæta innrásir, áhrifasvæði og stöðuga sókn er ekki hlutlaus sagnfræði heldur sama röksemd og Kreml beitir í dag, röksemdafærsla síðustu aldar, ekki þessarar. Einar er sagnfræðingur. Það sést Greinin er skrifuð eins og stríð sé eitthvað sem gerist í bókum, ekki á flugvöllum, spítölum, barnaskólum og höfnum okkar þar sem borgaralegt samfélag verður skotmark. Hún er örugg úr fjarlægð, eins konar svefnlestur fyrir þá sem vilja trúa því að ógn hverfi ef hún er sett í nógu langt samhengi. Ógnarmat snýst ekki um fortíðina eina Það snýst um ásetning, getu og mynstur í dag.Sagan er - því miður - alls ekki búin. Höfundur er varaformaður Varðmanna Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun