Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 08:01 Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun