Innlent

Bústaða­kirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Af­ríku

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag.
Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. Fossvogsprestakall

Bústaðakirkja hefur ákveðið að opna kirkjuna vegna alvarlegs bílslyss sem Íslendingar lentu í í Suður-Afríku á miðvikudag. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Bústaðakirkju, segir það gert í samráði við fjölskylduna. Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. 

„Við viljum gefa fólki þannig kost á að tendra ljósin í bæn,“ segir Sigríður Kristín.

Fjallað var um það fyrr í dag að íslensk fjölskylda lenti í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudaginn. Fjölskyldan er búsett á Íslandi en á ferðalagi ytra. Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um mjög alvarlegt slys að ræða og er unnið að því að upplýsa aðstandendur fólksins og tengda aðila um það sem gerðist. Í svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis kemur fram að ráðuneytinu sé kunnugt um málið og að það sé á borði borgaraþjónustunnar.

„Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um að íslenskir ríkisborgarar hafi lent í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku. Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið,“ segir í svari ráðuneytisins til fréttastofu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×