Innlent

Kílómetragjaldið verður að veru­leika og hvass­viðri um jólin

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
D79AF6FC15FB7CC67E76C340BA6DC08A6F488A30E7798674B086B0ADCD1CD4BF_713x0

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um alvarlegt umferðarslys í Suður Afríku. Íslensk fjölskylda lenti í slysinu og var á ferðalagi ytra. 

Einnig verður fjallað um nýsamþykkt kílómetragjald á ökutæki sem tekur gildi um áramótin. Við ræðum við forsvarsmenn olíufélaganna. Viðbúið er að bensínlítrinn muni lækka töluvert við þessa breytingu. 

Að auki segjum við frá breyttum opnunartíma hjá Sorpu. Þar verður framvegis opnað fyrr og lokað seinna. 

Að endingu fer veðurfræðingur hjá Vegagerðinn yfir mikinn sjógang við Vík í Mýrdal og við tökum stöðuna á jólaspánni. 

Og í sportpakka dagsins verður farið yfir úrslitin í körfunni frá því í gærkvöld. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 19. desember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×