Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Þessi misserin flykkist meginþorri landsmanna í búðir til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem krefst oftast meira umfangs en hversdagsmaturinn. Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi. Síðustu helgi, 13.-14. desember, fór Matarmarkaður Íslands fram í Hörpu þar sem Íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi voru með viðburð sem bar nafnið „Einfaldlega íslenskt um jólin.“ Þar var íslenskri matarhefð og íslensku hráefni var gert sérstaklega hátt undir höfði með sýnikennslu og fróðleik. Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar. Það gleymist stundum að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin er miklu meira en einungis kjöt á diski. Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á. Þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn erum við að styðja við sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum. Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur. Höfundur er matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi misserin flykkist meginþorri landsmanna í búðir til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem krefst oftast meira umfangs en hversdagsmaturinn. Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi. Síðustu helgi, 13.-14. desember, fór Matarmarkaður Íslands fram í Hörpu þar sem Íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi voru með viðburð sem bar nafnið „Einfaldlega íslenskt um jólin.“ Þar var íslenskri matarhefð og íslensku hráefni var gert sérstaklega hátt undir höfði með sýnikennslu og fróðleik. Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar. Það gleymist stundum að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin er miklu meira en einungis kjöt á diski. Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á. Þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn erum við að styðja við sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum. Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur. Höfundur er matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun