Lífið samstarf

Fjöl­breyttir jóla­smáréttir frá Kjarnafæði

Kjarnafæði
Sævar Lárusson, matreiðslumeistari á Kol Restaurant, setti saman í samvinnu við Kjarnafæði nokkrar gómsætar uppskriftir að jólasmáréttum sem fylla heimilið af kunnuglegum ilmi.
Sævar Lárusson, matreiðslumeistari á Kol Restaurant, setti saman í samvinnu við Kjarnafæði nokkrar gómsætar uppskriftir að jólasmáréttum sem fylla heimilið af kunnuglegum ilmi.

Eitt af því sem við öll elskum við jólin er lokkandi ilmur úr eldhúsinu af hefðbundnum réttum sem vekja upp ljúfar minningar. En það er alltaf pláss fyrir spennandi nýjungar á jólaborðum landsmanna, bæði í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar.

Kjarnafæði fékk því Sævar Lárusson, matreiðslumeistara á Kol Restaurant, í lið með sér til að setja saman nokkrar gómsætar uppskriftir að jólasmáréttum sem fylla heimilið af kunnuglegum ilmi.

Jólasmáréttir Sævars eru í senn aðgengilegir og ljúffengir og sameina hefð og ferskar hugmyndir á nýstárlegan hátt, gefa jólaborðinu hátíðlegan blæ og bera með sér hlýju og ljúfa stemningu.

Uppskriftirnar má nálgast á vefsíðu Kjarnafæðis og byggja þær allar á klassísku fyrsta flokks hráefni frá Kjarnafæði sem óhætt er að treysta.

Hér má sjá myndband með skemmtilegri tartar-útfærslu af tvíreyktu Húskarla-hangikjöti frá Kjarnafæði.

Klippa: Kjarnafæði jólasmáréttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.