Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar 18. desember 2025 20:01 Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Ríkisstjórnin, sem kallar sig gjarnan verkstjórn, leggur nú til umfangsmiklar skatt- og gjaldahækkanir sem bitna af fullum þunga á heimilum og atvinnulífi. Dæmin tala sínu máli. Hækkun vörugjalda á ökutæki um milljarða hefur þegar ýtt undir kapphlaup fólks og fyrirtækja til að flytja inn bíla fyrir áramót. Afleiðingin er augljós. Fjölskyldur munu síður hafa efni á nýrri og öruggari bifreiðum í framtíðinni og bílaleiguflotinn mun eldast og fjárfestingageta fyrirtækjanna mun skerðast. Þá á að innleiða kílómetragjald þar sem yfir 300 þúsund bíleigendur fá senda reikninga í stað þess að greiða gjöld á dælunni. Til viðbótar við flókna framkvæmd og mikinn umsýslukostnað fyrir bæði ríki og fyrirtæki, mun gjaldið hækka kostnað bílaleiga um tugi prósenta og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Að ofan bætist sektarheimild sem getur numið allt að 100 milljónum króna, sem segir sitt um hugarfarið. Ríkisstjórnin hyggst einnig afnema samsköttun hjóna, þ.e. samnýtingu skattþrepa. Þar með er verið að slíta í sundur úrræði sem að minnsta kosti 15 þúsund heimili nýta sér í dag. Fyrir mörg þeirra þýðir þetta umtalsverð tekjuskerðing sem er bein atlaga að vinnandi fólki og fjölskyldum landsins. Á sama tíma er dregið úr möguleikum fólks til að nýta séreignarsparnað til íbúðakaupa með því að setja tímamörk sem útiloka þorra fólks frá úrræðinu á næsta ári. Þannig er enn þrengt að leiðum ungs fólks og tekjulægri hópa til að eignast eigið húsnæði. Þessu fylgir svo krónutöluhækkun á nánast öll opinber gjöld, langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útvarpsgjald, áfengisgjöld, bifreiðagjöld hækka og listinn er langur og sameiginlegt með honum öllum er að kostnaður almennings hækkar án þess að þjónustan batni. Ekki er þar með allt upptalið. Skattar á leigutekjur eiga að hækka um helming, sem mun óhjákvæmilega skila sér í hærri leiguverði. Áhrifin á vísitölu neysluverðs geta numið allt að 0,7% af þessari einu aðgerð með keðjuverkandi áhrifum á verðtryggð lán heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur um aðhald í ríkisrekstri, lækkun vaxtabyrðar ríkissjóðs, leiðir til að loka fjárlagagatinu og um leið tillögur til að lækka skatta og gjöld á almenning og atvinnulífið. Þeim tillögum hefur öllum verið hafnað. Verra er þó að þessar aðgerðir munu hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um allt að 20 milljarða króna. Fyrir fjölskyldur landsins þýðir það minna svigrúm, meiri óvissu og lakari lífskjör, einmitt á sama tíma og ríkisstjórnin teygir enn lengra í vasa þeirra. Þetta er ekki ábyrg fjármálastjórn. Þetta er stefna sem refsar fólki fyrir að vinna, spara og reyna að bæta hag sinn. Það væri nær fyrir verkstjórnina að taka sér til fyrirmyndar þegar að Sjálfstæðisflokkurinn felldi niður vörugjöld á yfir þúsund vöruflokkum árið 2015 og sparaði þar með heimilunum yfir 20 milljarða á ári. Misjafnt hafast menn að. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Ríkisstjórnin, sem kallar sig gjarnan verkstjórn, leggur nú til umfangsmiklar skatt- og gjaldahækkanir sem bitna af fullum þunga á heimilum og atvinnulífi. Dæmin tala sínu máli. Hækkun vörugjalda á ökutæki um milljarða hefur þegar ýtt undir kapphlaup fólks og fyrirtækja til að flytja inn bíla fyrir áramót. Afleiðingin er augljós. Fjölskyldur munu síður hafa efni á nýrri og öruggari bifreiðum í framtíðinni og bílaleiguflotinn mun eldast og fjárfestingageta fyrirtækjanna mun skerðast. Þá á að innleiða kílómetragjald þar sem yfir 300 þúsund bíleigendur fá senda reikninga í stað þess að greiða gjöld á dælunni. Til viðbótar við flókna framkvæmd og mikinn umsýslukostnað fyrir bæði ríki og fyrirtæki, mun gjaldið hækka kostnað bílaleiga um tugi prósenta og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Að ofan bætist sektarheimild sem getur numið allt að 100 milljónum króna, sem segir sitt um hugarfarið. Ríkisstjórnin hyggst einnig afnema samsköttun hjóna, þ.e. samnýtingu skattþrepa. Þar með er verið að slíta í sundur úrræði sem að minnsta kosti 15 þúsund heimili nýta sér í dag. Fyrir mörg þeirra þýðir þetta umtalsverð tekjuskerðing sem er bein atlaga að vinnandi fólki og fjölskyldum landsins. Á sama tíma er dregið úr möguleikum fólks til að nýta séreignarsparnað til íbúðakaupa með því að setja tímamörk sem útiloka þorra fólks frá úrræðinu á næsta ári. Þannig er enn þrengt að leiðum ungs fólks og tekjulægri hópa til að eignast eigið húsnæði. Þessu fylgir svo krónutöluhækkun á nánast öll opinber gjöld, langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útvarpsgjald, áfengisgjöld, bifreiðagjöld hækka og listinn er langur og sameiginlegt með honum öllum er að kostnaður almennings hækkar án þess að þjónustan batni. Ekki er þar með allt upptalið. Skattar á leigutekjur eiga að hækka um helming, sem mun óhjákvæmilega skila sér í hærri leiguverði. Áhrifin á vísitölu neysluverðs geta numið allt að 0,7% af þessari einu aðgerð með keðjuverkandi áhrifum á verðtryggð lán heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur um aðhald í ríkisrekstri, lækkun vaxtabyrðar ríkissjóðs, leiðir til að loka fjárlagagatinu og um leið tillögur til að lækka skatta og gjöld á almenning og atvinnulífið. Þeim tillögum hefur öllum verið hafnað. Verra er þó að þessar aðgerðir munu hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um allt að 20 milljarða króna. Fyrir fjölskyldur landsins þýðir það minna svigrúm, meiri óvissu og lakari lífskjör, einmitt á sama tíma og ríkisstjórnin teygir enn lengra í vasa þeirra. Þetta er ekki ábyrg fjármálastjórn. Þetta er stefna sem refsar fólki fyrir að vinna, spara og reyna að bæta hag sinn. Það væri nær fyrir verkstjórnina að taka sér til fyrirmyndar þegar að Sjálfstæðisflokkurinn felldi niður vörugjöld á yfir þúsund vöruflokkum árið 2015 og sparaði þar með heimilunum yfir 20 milljarða á ári. Misjafnt hafast menn að. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun