Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2025 13:50 Þorsteinn Leó Gunnarsson og Bjarki Már Elísson fá vonandi að fagna saman á EM í janúar eins og þeir gera hér á HM í Króatíu. vísir/Vilhelm „Mínir draumar eru að hann geti orðið klár í milliriðla,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari þegar hann fór yfir stöðu hæsta leikmanns Íslands, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Meiðsli hans hafa einnig áhrif á valið á Donna, eða Kristjáni Erni Kristjánssyni, í hægri skyttustöðuna. „Þorsteinn er í dag meiddur,“ sagði Snorri á blaðamannafundinum í dag þegar hann kynnti átján manna EM-hópinn sinn. Þorsteinn, sem meiddist í nára í leik með Porto í nóvember, er skráður aukamaður og verður með á æfingum þegar hann getur. Ef allt gengur að óskum fer hann með sem „nítjándi maður“ til Svíþjóðar 14. janúar, áður en Ísland mætir Ítalíu í fyrsta leik 16. janúar. Klippa: Snorri um Donna og Þorstein Leó Þorsteinn sagði frá því við Vísi að hann hefði viljað sinna endurhæfingu sinni á Íslandi en forráðamenn Porto ekki tekið vel í það. Vildu vissulega fá Þorstein fyrr heim „Það er mjög mikilvægt að halda því til haga að öll samskipti okkar við Porto hafa verið mjög góð. Þetta er ekki þannig að við séum í einhverju stríði við þá og verið vesen að fá hann heim. Þorsteinn meiðist í leik með sínu liði og við tók mjög flott og góð greining, og meðhöndlun á hans meiðslum. Vissulega vildum við fá hann fyrr heim en það voru góðar og gildar ástæður fyrir því hjá Porto að halda honum,“ sagði Snorri í dag. „Auðvitað setur þetta töluvert strik í reikninginn gagnvart allar mínar pælingar. Ef að þróunin verður eins og hún hefur verið er planið að fara með nítján menn út. Steini er á leiðinni til landsins og fer í læknisskoðun strax á morgun hjá okkar sjúkraþjálfurum og Örnólfi [lækni],“ sagði Snorri. Snorri benti á að eitt lítið bakslag gæti þýtt að Þorsteinn ætti enga von um að spila á EM og að allir sem þekktu til tognunarmeiðsla væru meðvitaðir um hættuna á því. „Þorsteinn er með eitthvað sem enginn annar hefur. Hann er rúmlega tveir metrar, getur skotið fyrir utan og hefur komið vel inn í þetta á undanförnum árum. Það er klárlega missir að hann sé ekki með,“ sagði Snorri. Donni þriðji kostur en með eitthvað öðruvísi Staðan á Þorsteini spilaði inn í ákvörðun Snorra um að taka Donna með á mótið. Þorsteinn er vissulega rétthentur og Donni örvhentur en báðir búa yfir hæfileikanum til að skapa mikla skotógn utan af velli. Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, verður til taks í Svíþjóð en er hugsaður sem þriðji kostur í hægri skyttustöðuna.VÍSIR/VILHELM „Donni hefur eitthvað öðruvísi sem hinir hafa ekki. Skot fyrir utan og annað slíkt, sem mér fannst fínt að hafa með í þessum 18 manna hópi. Þess vegna ákvað ég að kippa honum með,“ sagði Snorri sem er hins vegar með Ómar Inga Magnússon sem sinn aðalsóknarmann og einnig Viggó Kristjánsson á undan Donna í goggunarröðinni. Þá er Teitur Örn Einarsson hornamaður en þekkir að spila skyttustöðuna. „Þetta er langt og strangt mót. Viggó hefur verið í smávandræðum með skrokkinn á sér og verið mjög heiðarlegur með það. Það er ekkert leyndarmál að ég nálgast þetta verkefni með Ómar Inga og Viggó númer 1 og 2, Donni veit það og ég fór vel yfir það með honum. Þetta er ekkert grafið í stein og þetta getur breyst.“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. 18. desember 2025 13:46 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
„Þorsteinn er í dag meiddur,“ sagði Snorri á blaðamannafundinum í dag þegar hann kynnti átján manna EM-hópinn sinn. Þorsteinn, sem meiddist í nára í leik með Porto í nóvember, er skráður aukamaður og verður með á æfingum þegar hann getur. Ef allt gengur að óskum fer hann með sem „nítjándi maður“ til Svíþjóðar 14. janúar, áður en Ísland mætir Ítalíu í fyrsta leik 16. janúar. Klippa: Snorri um Donna og Þorstein Leó Þorsteinn sagði frá því við Vísi að hann hefði viljað sinna endurhæfingu sinni á Íslandi en forráðamenn Porto ekki tekið vel í það. Vildu vissulega fá Þorstein fyrr heim „Það er mjög mikilvægt að halda því til haga að öll samskipti okkar við Porto hafa verið mjög góð. Þetta er ekki þannig að við séum í einhverju stríði við þá og verið vesen að fá hann heim. Þorsteinn meiðist í leik með sínu liði og við tók mjög flott og góð greining, og meðhöndlun á hans meiðslum. Vissulega vildum við fá hann fyrr heim en það voru góðar og gildar ástæður fyrir því hjá Porto að halda honum,“ sagði Snorri í dag. „Auðvitað setur þetta töluvert strik í reikninginn gagnvart allar mínar pælingar. Ef að þróunin verður eins og hún hefur verið er planið að fara með nítján menn út. Steini er á leiðinni til landsins og fer í læknisskoðun strax á morgun hjá okkar sjúkraþjálfurum og Örnólfi [lækni],“ sagði Snorri. Snorri benti á að eitt lítið bakslag gæti þýtt að Þorsteinn ætti enga von um að spila á EM og að allir sem þekktu til tognunarmeiðsla væru meðvitaðir um hættuna á því. „Þorsteinn er með eitthvað sem enginn annar hefur. Hann er rúmlega tveir metrar, getur skotið fyrir utan og hefur komið vel inn í þetta á undanförnum árum. Það er klárlega missir að hann sé ekki með,“ sagði Snorri. Donni þriðji kostur en með eitthvað öðruvísi Staðan á Þorsteini spilaði inn í ákvörðun Snorra um að taka Donna með á mótið. Þorsteinn er vissulega rétthentur og Donni örvhentur en báðir búa yfir hæfileikanum til að skapa mikla skotógn utan af velli. Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, verður til taks í Svíþjóð en er hugsaður sem þriðji kostur í hægri skyttustöðuna.VÍSIR/VILHELM „Donni hefur eitthvað öðruvísi sem hinir hafa ekki. Skot fyrir utan og annað slíkt, sem mér fannst fínt að hafa með í þessum 18 manna hópi. Þess vegna ákvað ég að kippa honum með,“ sagði Snorri sem er hins vegar með Ómar Inga Magnússon sem sinn aðalsóknarmann og einnig Viggó Kristjánsson á undan Donna í goggunarröðinni. Þá er Teitur Örn Einarsson hornamaður en þekkir að spila skyttustöðuna. „Þetta er langt og strangt mót. Viggó hefur verið í smávandræðum með skrokkinn á sér og verið mjög heiðarlegur með það. Það er ekkert leyndarmál að ég nálgast þetta verkefni með Ómar Inga og Viggó númer 1 og 2, Donni veit það og ég fór vel yfir það með honum. Þetta er ekkert grafið í stein og þetta getur breyst.“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. 18. desember 2025 13:46 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. 18. desember 2025 13:46