Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2025 12:02 Arna Lára segir öllum spurningum Sigmundar Ernis hafa verið svarað í gær. Málið verði áfram bara til umfjöllunar í þinginu. Vísir Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir eðlilegt að upp vakni spurningar um innleiðingu kílómetragjalds. Innleiðingin sé klár og kerfið tilbúið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í gærkvöldi að frumvarp um kílómetragjald yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst, sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu sem hafði lýst áhyggjum af innleiðingu gjaldsins hjá Skattinum. Í póstinum sagði Sigmundur Ernir að hann myndi krefjast þess að útfærslur gjaldsins yrðu endurmetnar. Hann segir sjálfur að ekkert í póstinum þoli ekki dagsljósið. Nefndin kom saman í morgun en aðeins eitt mál var á dagskrá, bandormurinn svokallaði sem er fyrstur á dagskrá þingsins í dag. „Tæknilega er ekki hægt að taka upp mál á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þegar það er til umræðu í þingsal. Málið er enn til umræðu í þingsal en við ræddum þetta auðvitað undir önnur mál og fórum yfir áhyggjur fólks af innleiðingunni. Við höfum fengið gögn um að innleiðingin sé klár og kerfið sé tilbúið að taka við þessum lagabreytingum,“ segir Arna Lára Jónsdóttir formaður nefndarinnar. Hún segir eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stöðunni þegar verið sé að innleiða svona stórar kerfisbreytingar og upp vakni spurningar. Eðlilega hafi Sigmundur Ernir viljað spyrja spurninga. „Hann spurði spurninga og hefur fengið svar við þeim. Hann svaraði okkur öllum í gær og sagðist vera orðinn sáttur. Þannig að þetta mál er úr sögunni.“ Eins og áður segir er málið til meðferðar í þinginu og er framhald þriðju umræðu á dagskrá síðar í dag. Engar frekari breytingar verða gerðar. „Nei, ekki af hálfu nefndarinnar,“ segir Arna Lára. Alþingi Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. 17. desember 2025 22:11 Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44 Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. 12. desember 2025 00:06 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í gærkvöldi að frumvarp um kílómetragjald yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst, sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu sem hafði lýst áhyggjum af innleiðingu gjaldsins hjá Skattinum. Í póstinum sagði Sigmundur Ernir að hann myndi krefjast þess að útfærslur gjaldsins yrðu endurmetnar. Hann segir sjálfur að ekkert í póstinum þoli ekki dagsljósið. Nefndin kom saman í morgun en aðeins eitt mál var á dagskrá, bandormurinn svokallaði sem er fyrstur á dagskrá þingsins í dag. „Tæknilega er ekki hægt að taka upp mál á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þegar það er til umræðu í þingsal. Málið er enn til umræðu í þingsal en við ræddum þetta auðvitað undir önnur mál og fórum yfir áhyggjur fólks af innleiðingunni. Við höfum fengið gögn um að innleiðingin sé klár og kerfið sé tilbúið að taka við þessum lagabreytingum,“ segir Arna Lára Jónsdóttir formaður nefndarinnar. Hún segir eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stöðunni þegar verið sé að innleiða svona stórar kerfisbreytingar og upp vakni spurningar. Eðlilega hafi Sigmundur Ernir viljað spyrja spurninga. „Hann spurði spurninga og hefur fengið svar við þeim. Hann svaraði okkur öllum í gær og sagðist vera orðinn sáttur. Þannig að þetta mál er úr sögunni.“ Eins og áður segir er málið til meðferðar í þinginu og er framhald þriðju umræðu á dagskrá síðar í dag. Engar frekari breytingar verða gerðar. „Nei, ekki af hálfu nefndarinnar,“ segir Arna Lára.
Alþingi Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. 17. desember 2025 22:11 Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44 Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. 12. desember 2025 00:06 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. 17. desember 2025 22:11
Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44
Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. 12. desember 2025 00:06