Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar 17. desember 2025 14:31 Árið 2025 er jafnrétti orð sem dúkkar oft upp í umræðu líðandi stundar. Greinahöfundur fór því að hugleiða stöðu jafnréttismál á Íslandi. Þegar gögnin eru skoðuð í kjölinn, þá kemur í ljós að umræðan um jafnréttismál og raunveruleg staða þeirra haldast ekki alveg í hendur. Nær jafnrétti bara í eina átt? Konur skipa helstu stjórnendastöður lýðveldisins. Forsetinn okkar er kona. Formenn allra ríkisstjórnarflokkanna eru konur og bera þær nú ráðherratign í helstu ráðuneytunum. Af þeim 6 flokkum sem eru inni á þingi eru 4 þeirra með kvenkyns formann og þeir 3 flokkar sem voru næstir inn í síðustu alþingiskosningum hafa allir kvenkyns formann. Af þeim 8 flokkum sem sitja í borgarstjórn eru 7 þeirra með kvenkynsoddvita, þar af allir 5 sem nú sitja í borgarstjórn og þar af leiðandi borgarstjórinn líka. En þetta nær ekki bara til stjórnmálanna. Rektorstöður allra 7 háskóla landsins eru skipaðar konum. Fráfarandi ríkislögreglustjóri er kona, bæði landlæknir og sóttvarnarlæknir eru einnig konur og sýslumaður höfuðborgarsvæðisins er líka kona. Síðan er embætti Biskups Íslands einnig gengt af konu. Svona mætti lengi áfram telja. Þrátt fyrir þennan mikla og lofsverða árangur þá heyrum við umræður um jafnréttismál sem helst snúa að því hvað það halli á konur í samfélaginu. Rætt er um til hvaða tækja og tóla skuli grípa til þess að rétta þá stöðu. Fólk fleytir frjálslega fram orðum eins og „kynbundinn launamunur“. En veit einhver hvað það þýðir í raun og veru, er einhver sem hefur hátt í þeim málefnum virkilega búinn að kynna sér málin? Af því að þegar greinahöfundur kynnti sér málin, þá tók hann eftir kynbundnum launamun, en ekki á þann hátt sem er yfirleitt haldið fram. Ef skoðuð eru gögn frá Hagstofu Íslands yfir miðgildi launa hjá háskólamenntuðu fólki á aldrinum 16-24 ára síðustu 4 ár sem til eru má sjá að konur eru með 2.0% hærri laun en karlar á sama aldri og með sama menntunarstig. Þrátt fyrir þessi gögn og staðreynd, þá sjáum við umræðu um að beita eigi aðgerðum á borð við „jákvæða mismunun“, sem á að rétta hlut kvenna á vinnumarkaðnum. En þegar ákvarðanir sem þessar taka mið af launamun, óháð aldri, þá skapast bara nýtt ójafnvægi meðal yngstu aldurshópanna, nema bara í hina áttina í þetta skiptið. Á það virkilega að vera markmiðið með þessari jafnréttisbaráttu? Staðreyndin er sú að konur hafa nú þegar tekið fram úr karlmönnum á nánast öllum sviðum samfélagsins, en samt snýr jafnréttisumræðan enn að því að jafna þeirra hlut gagnvart karlmönnum. Ungir karlmenn eru að týnast í samfélaginu (og það virðist öllum vera sama um það) Á sama tíma og við heyrum fréttir um það hversu vel konum gengur í samfélaginu, sem er afurð áratuga baráttu í þeim efnum, þá heyrum við líka fréttir um það hversu illa það gengur hjá karlmönnum og þá sérstaklega ungum karlmönnum. Við heyrum fréttir af því á hverju ári að um 60-80% af þeim sem sækja nám í háskóla landsins séu konur. Það er kannski ekki skrítið þegar við sjáum síðan fréttir af því að um þriðjungur drengja nái ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi og að annar hver drengur sé nær ólæs eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við sjáum vandamálin síðan hrannast upp hjá ungum karlmönnum. Upp til hópa finnst ungum karlmönnum þeir bara vera týndir í samfélaginu og við tekur einfaldlega tómleiki. En þennan tómleika, sem brýst oft út sem einmanleiki, þarf einhvern vegin að fylla í, hvort sem það er á skynsaman hátt eða ekki. Við sjáum sífellt fleiri fréttir um aukna spilafíkn meðal ungra karlmanna og enn fleiri fréttir um ofbeldi meðal þeirra, mun fleiri en þekktist hér áður fyrr. Við sjáum klamfíkn í mæli sem hefur ekki sést áður og eru klámsíður, markaðssettar að ungum karlmönnum farnar að velta fjármunum á pari við einhverjar stærsu íþróttadeildir í heimi. Við sjáum fréttir um að drykkja meðal ungmenna virðist aftur færast í aukana, þvert á þróun fyrri ára. Gögn sýna jafnframt að karlar stunda mun óhófsamari drykkju en konur. En síðan eru það þeir sem finna enga undankomuleið út úr tómleikanum aðra en þá að taka sitt eigið líf og má þá benda á þá grafalvarlegu stöðu að fjöldi ungra karlmanna sem tekið hafa eigið líf hefur ekki verið meiri í 24 ár (island.is). Af þeim 48 sem sviptu sig lífi árið 2024 voru 73% karlmenn og 69% þeirra höfðu ekki náð 45 ára aldri og af þeim sem sviptu sig lífi fyrir 30 ára aldur voru 100% karlmenn. En á sama tíma og við horfum á öll þessi vandamál hrjá unga karlmenn, þá þurfa ungir karlmenn að sitja og hlusta þegar „jafnréttissinnar“ segja þeim hversu gott þeir hafi það og að þeir þurfi að leggja meira af mörkum til þess að jafna bága stöðu kvenmanna í samfélaginu. Það að jafnréttisumræðan sé ekki búin að ná að aðlaga sig að nýjum raunveruleika leiðir að sér pirring, gremju og jafnvel reiði í garð jafnréttismála af hálfu þeirra ungu karlmanna sem verið er að reyna að gaslýsa um það að raunveruleikinn sé einhvern veginn öðruvísi en þeir upplifa hann. Er þverpólitísk samstaða ungra karlmanna ekki löngu orðin tímabær? Í dag er hér um bil enginn vettvangur innan samfélagsins, sem er einungis fyrir karlmenn, en við sjáum svo hreyfingar og viðburði sem eru einungis fyrir konur út um allt í samfélaginu. Af hverju er það samfélagslega samþykkt að konur hafi ótal tækifæri til þess að koma saman, ræða mál sem snerta konur og upphefja hverja aðra, en svo þegar haldnir eru viðburðir einungis fyrir karla þá er talað um að það sé karlrembu samkoma og að „typpafýla“ sé af viðburðinum? Þetta er löngu orðin úreltur hugsunarháttur og er það löngu orðið tímabært að mynda þverpólitíska samstöðu karmanna. En greinahöfundur vonast til þess að grein þessi muni opna á þessa umræðu og að gerð sé grein fyrir mikilvægi þess að mynduð sé þverpólitísk samstaða ungra karlmanna. Ef greinin hlýtur góðar viðtökur, þá væri fullt tilefni til að standa fyrir slíkum viðburði, sem gæti í framhaldinu leitt til stofnunar samtaka um þverpólitíska samstöðu ungra karlmanna. Höfundur er fjármálaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2025 er jafnrétti orð sem dúkkar oft upp í umræðu líðandi stundar. Greinahöfundur fór því að hugleiða stöðu jafnréttismál á Íslandi. Þegar gögnin eru skoðuð í kjölinn, þá kemur í ljós að umræðan um jafnréttismál og raunveruleg staða þeirra haldast ekki alveg í hendur. Nær jafnrétti bara í eina átt? Konur skipa helstu stjórnendastöður lýðveldisins. Forsetinn okkar er kona. Formenn allra ríkisstjórnarflokkanna eru konur og bera þær nú ráðherratign í helstu ráðuneytunum. Af þeim 6 flokkum sem eru inni á þingi eru 4 þeirra með kvenkyns formann og þeir 3 flokkar sem voru næstir inn í síðustu alþingiskosningum hafa allir kvenkyns formann. Af þeim 8 flokkum sem sitja í borgarstjórn eru 7 þeirra með kvenkynsoddvita, þar af allir 5 sem nú sitja í borgarstjórn og þar af leiðandi borgarstjórinn líka. En þetta nær ekki bara til stjórnmálanna. Rektorstöður allra 7 háskóla landsins eru skipaðar konum. Fráfarandi ríkislögreglustjóri er kona, bæði landlæknir og sóttvarnarlæknir eru einnig konur og sýslumaður höfuðborgarsvæðisins er líka kona. Síðan er embætti Biskups Íslands einnig gengt af konu. Svona mætti lengi áfram telja. Þrátt fyrir þennan mikla og lofsverða árangur þá heyrum við umræður um jafnréttismál sem helst snúa að því hvað það halli á konur í samfélaginu. Rætt er um til hvaða tækja og tóla skuli grípa til þess að rétta þá stöðu. Fólk fleytir frjálslega fram orðum eins og „kynbundinn launamunur“. En veit einhver hvað það þýðir í raun og veru, er einhver sem hefur hátt í þeim málefnum virkilega búinn að kynna sér málin? Af því að þegar greinahöfundur kynnti sér málin, þá tók hann eftir kynbundnum launamun, en ekki á þann hátt sem er yfirleitt haldið fram. Ef skoðuð eru gögn frá Hagstofu Íslands yfir miðgildi launa hjá háskólamenntuðu fólki á aldrinum 16-24 ára síðustu 4 ár sem til eru má sjá að konur eru með 2.0% hærri laun en karlar á sama aldri og með sama menntunarstig. Þrátt fyrir þessi gögn og staðreynd, þá sjáum við umræðu um að beita eigi aðgerðum á borð við „jákvæða mismunun“, sem á að rétta hlut kvenna á vinnumarkaðnum. En þegar ákvarðanir sem þessar taka mið af launamun, óháð aldri, þá skapast bara nýtt ójafnvægi meðal yngstu aldurshópanna, nema bara í hina áttina í þetta skiptið. Á það virkilega að vera markmiðið með þessari jafnréttisbaráttu? Staðreyndin er sú að konur hafa nú þegar tekið fram úr karlmönnum á nánast öllum sviðum samfélagsins, en samt snýr jafnréttisumræðan enn að því að jafna þeirra hlut gagnvart karlmönnum. Ungir karlmenn eru að týnast í samfélaginu (og það virðist öllum vera sama um það) Á sama tíma og við heyrum fréttir um það hversu vel konum gengur í samfélaginu, sem er afurð áratuga baráttu í þeim efnum, þá heyrum við líka fréttir um það hversu illa það gengur hjá karlmönnum og þá sérstaklega ungum karlmönnum. Við heyrum fréttir af því á hverju ári að um 60-80% af þeim sem sækja nám í háskóla landsins séu konur. Það er kannski ekki skrítið þegar við sjáum síðan fréttir af því að um þriðjungur drengja nái ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi og að annar hver drengur sé nær ólæs eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við sjáum vandamálin síðan hrannast upp hjá ungum karlmönnum. Upp til hópa finnst ungum karlmönnum þeir bara vera týndir í samfélaginu og við tekur einfaldlega tómleiki. En þennan tómleika, sem brýst oft út sem einmanleiki, þarf einhvern vegin að fylla í, hvort sem það er á skynsaman hátt eða ekki. Við sjáum sífellt fleiri fréttir um aukna spilafíkn meðal ungra karlmanna og enn fleiri fréttir um ofbeldi meðal þeirra, mun fleiri en þekktist hér áður fyrr. Við sjáum klamfíkn í mæli sem hefur ekki sést áður og eru klámsíður, markaðssettar að ungum karlmönnum farnar að velta fjármunum á pari við einhverjar stærsu íþróttadeildir í heimi. Við sjáum fréttir um að drykkja meðal ungmenna virðist aftur færast í aukana, þvert á þróun fyrri ára. Gögn sýna jafnframt að karlar stunda mun óhófsamari drykkju en konur. En síðan eru það þeir sem finna enga undankomuleið út úr tómleikanum aðra en þá að taka sitt eigið líf og má þá benda á þá grafalvarlegu stöðu að fjöldi ungra karlmanna sem tekið hafa eigið líf hefur ekki verið meiri í 24 ár (island.is). Af þeim 48 sem sviptu sig lífi árið 2024 voru 73% karlmenn og 69% þeirra höfðu ekki náð 45 ára aldri og af þeim sem sviptu sig lífi fyrir 30 ára aldur voru 100% karlmenn. En á sama tíma og við horfum á öll þessi vandamál hrjá unga karlmenn, þá þurfa ungir karlmenn að sitja og hlusta þegar „jafnréttissinnar“ segja þeim hversu gott þeir hafi það og að þeir þurfi að leggja meira af mörkum til þess að jafna bága stöðu kvenmanna í samfélaginu. Það að jafnréttisumræðan sé ekki búin að ná að aðlaga sig að nýjum raunveruleika leiðir að sér pirring, gremju og jafnvel reiði í garð jafnréttismála af hálfu þeirra ungu karlmanna sem verið er að reyna að gaslýsa um það að raunveruleikinn sé einhvern veginn öðruvísi en þeir upplifa hann. Er þverpólitísk samstaða ungra karlmanna ekki löngu orðin tímabær? Í dag er hér um bil enginn vettvangur innan samfélagsins, sem er einungis fyrir karlmenn, en við sjáum svo hreyfingar og viðburði sem eru einungis fyrir konur út um allt í samfélaginu. Af hverju er það samfélagslega samþykkt að konur hafi ótal tækifæri til þess að koma saman, ræða mál sem snerta konur og upphefja hverja aðra, en svo þegar haldnir eru viðburðir einungis fyrir karla þá er talað um að það sé karlrembu samkoma og að „typpafýla“ sé af viðburðinum? Þetta er löngu orðin úreltur hugsunarháttur og er það löngu orðið tímabært að mynda þverpólitíska samstöðu karmanna. En greinahöfundur vonast til þess að grein þessi muni opna á þessa umræðu og að gerð sé grein fyrir mikilvægi þess að mynduð sé þverpólitísk samstaða ungra karlmanna. Ef greinin hlýtur góðar viðtökur, þá væri fullt tilefni til að standa fyrir slíkum viðburði, sem gæti í framhaldinu leitt til stofnunar samtaka um þverpólitíska samstöðu ungra karlmanna. Höfundur er fjármálaverkfræðingur.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun