Lífið

Hreimur og Ólafur Darri perlu­vinir sem horfa á enska boltann saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Darri og Hreimur horfa mikið saman á enska boltann.
Ólafur Darri og Hreimur horfa mikið saman á enska boltann.

Þeir Hreimur Heimisson og Ólafur Darri Ólafsson eru miklir vinir, nágrannar og horfa reglulega saman á Liverpool-leiki, eins og kom fram í síðasta þætti af Gott kvöld á Sýn.

Báðir búa þeir í Norðlingaholtinu og eru nágrannar. Áhugi Darra á enska boltanum byrjaði þegar hann var í New York í þrjá mánuði í leiklistarverkefni. 

Fjölskyldan var hvergi nærri og honum þótti þá sniðugt að finna sér áhugamál. Enski boltinn varð fyrir valinu og mætir hann reglulega yfir til Hreims í dag og horfa þeir saman á boltann. 

Fannar Sveinsson leit við og mátti sjá aðstæðurnar sem þeir félagarnir eru með. Allt veggfóðrað í Liverpool-treyjum og fleira skrauti.

Klippa: Ólafur Darri og Hreimur perluvinir sem horfa saman á boltann





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.