Sport

Dag­skráin í dag: Á­huga­verðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Íslandsmeistara Hauka á síðasta tímabili
Frá leik Íslandsmeistara Hauka á síðasta tímabili Vísir/Hulda Margrét

Bónus deild kvenna í körfubolta á heimsmeistaramótið í pílukasti eiga sviðið á sportrásum Sýnar í dag.

Þrír leikir eru á dagskrá Bónus deildarinnar í kvöld og segja má að mesta spennan ríki fyrir slag Íslandsmeistara Hauka við lið Grindavíkur. 

Eftir erfiða byrjun hafa Íslandsmeistararnir aðeins verið að slá frá sér, jú þær töpuðu fyrir KR í síðustu umferð en í aðdraganda leiks kvöldsins slógu þær topplið Bónus deildarinnar um þessar mundir, Njarðvík, út úr bikarnum í framlengdum leik. 

Haukar eru í 6.sæti fyrir leik kvöldsins og er lið Grindavíkur, sem situr í 2.sæti, verðugur andstæðingur. Leikur liðanna í Ólafssal í Hafnarfirði verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland og hefst klukkan korter yfir sjö. 

Á sama tíma tekur KR á móti Stjörnunni. KR, nýliði í deildinni, hefur verið að spila glimrandi körfubolta og er liðið í 3.sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppnum fyrir leik kvöldsins. Stjarnan er í 7.sæti. Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 3.

Þá tekur Tindastóll á móti toppliði Njarðvíkur í Síkinu, einnig klukkan korter yfir sjö og er leikur liðanna sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 2. 

Eftir leiki kvöldsins tekur Bónus körfuboltakvöld við á Sýn Sport Ísland. Þar verður farið yfir alla leiki og úrslit tólftu umferðar deildarinnar. 

HM í pílukasti

Þá er heimsmeistaramótið í pílukasti í fullum gangi í Alexandra Palace. Aðeins verður spilað í kvöld en ekki í hádeginu sem og að kvöldi til eins og tíðkast vel flesta daga mótsins. Meðal keppenda í kvöld er fyrrverandi heimsmeistarinn Raymond van Barneveld. Útsending frá mótinu hefst á Sýn Sport Viaplay klukkan sjö. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×