Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2025 16:58 Donald Trump og Susie Wiles. AP/Evan Vucci Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. Wiles spilaði stóra rullu í vel heppnuðu forsetaframboði Trumps í fyrra. Er vinur fjölskyldu forsetans og er talin nokkuð áhrifamikil innan Hvíta hússins. Trump kallaði hana nýverið Susie Trump. Í heildina tók rithöfundurinn Chris Whipple, sem hefur skrifað þekkta bók um starfsmannastjóra Hvíta hússins gegnum árin, ellefu viðtöl við Wiles og var í morgun birt grein í tveimur hlutum, sem unnin var upp úr þeim viðtölum. Í greininni er haft eftir Wiles að Trump sé að nota réttarkerfið til að hefna sín á pólitískum andstæðingum sínum, eins og James Comey og Letitia James. Hún segir Trump einnig hafa það markmið að koma Nicolas Maduro, forseta Venesúela, frá völdum og líkir honum og vinnuaðferðum hans við alkóhólista. Hann hafi persónuleika alkóhólista og hún kunni að eiga í samskiptum við slíka menn, þar sem faðir hennar hafi verið alkóhólisti. Fór ófögrum orðum um ráðherra og bandamenn Hún sagði JD Vance, varaforseta, hafa verið samsæring í áratug og að hann hefði ekki snúist frá því andstæðingur Trumps og orðið bandamaður hans vegna hugsjóna hans. Þess í stað hefði hann gert það af pólitískum ástæðum því hann ætlaði sér að verða öldungadeildarþingmaður. Um Elon Musk sagði hún að auðjöfurinn væri mikill notandi ketamíns. Hann væri undarlegur og snillingur en hann hegðaði sér reglulega ekki á skynsaman hátt. Þá sagði hún að Russell Vought, sem stýrir fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins, væri mikill hægri-öfgamaður og að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefði klúðrað Epstein-málinu. Segir greinina óheiðarlega setta fram Wiles virðist ekki sátt við greinina sem birt var í morgun. Í færslu sem hún birti á X í dag segir hún að með greininni hafi markmiðið verið að koma höggi á hana og á besta forseta, bestu ráðherra og bestu ríkisstjórn í sögu Bandaríkjanna. Hún segir enn fremur að mörg ummæli hennar hafi verið tekin úr samhengi og að virðist til að láta líta út fyrir að óreiða ríkti innan Hvíta hússins. Wiles segir að hið rétta sé að engin önnur ríkisstjórn hafi áorkað eins miklu á átta árum og ríkisstjórn Trumps hafi gert á undanförnum ellefu mánuðum. The article published early this morning is a disingenuously framed hit piece on me and the finest President, White House staff, and Cabinet in history. Significant context was disregarded and much of what I, and others, said about the team and the President was left out of the…— Susie Wiles (@SusieWiles) December 16, 2025 Vilji koma Maduro frá völdum Eins og fram kemur í grein New York Times segir í grein VF að Wiles hafi beðið Trump um að náða ekki alla þá sem ákærðir voru og dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021, sem hann gerði þó samt. Hún bað hann einnig um að bíða aðeins með að beita umfangsmiklum tollum á önnur ríki og að skipuleggja þyrfti betur brottflutning fólks sem dvalið hefur ólöglega í Bandaríkjunum, svo ekki yrðu gerð mistök. Engin af þessum beiðnum bar árangur. Einnig var rætt við hana um árásir Bandaríkjamanna á báta sem eiga að vera notaðir af smyglurum til að flytja fíkniefni og þrýsting á yfirvöld í Venesúela. Wiles sagði Trump vilja halda þessum árásum áfram og viðurkenndi að Trump, sem hefur talað um að gera árásir á landi, þurfi líklega þingið með sér í lið til þess. Wiles sagði að Trump vildi halda árásum áfram þar til Maduro gæfist upp og færi frá völdum. Forsetanum væri sagt, af gáfuðu fólki, að það myndi Maduro gera á endanum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Wiles spilaði stóra rullu í vel heppnuðu forsetaframboði Trumps í fyrra. Er vinur fjölskyldu forsetans og er talin nokkuð áhrifamikil innan Hvíta hússins. Trump kallaði hana nýverið Susie Trump. Í heildina tók rithöfundurinn Chris Whipple, sem hefur skrifað þekkta bók um starfsmannastjóra Hvíta hússins gegnum árin, ellefu viðtöl við Wiles og var í morgun birt grein í tveimur hlutum, sem unnin var upp úr þeim viðtölum. Í greininni er haft eftir Wiles að Trump sé að nota réttarkerfið til að hefna sín á pólitískum andstæðingum sínum, eins og James Comey og Letitia James. Hún segir Trump einnig hafa það markmið að koma Nicolas Maduro, forseta Venesúela, frá völdum og líkir honum og vinnuaðferðum hans við alkóhólista. Hann hafi persónuleika alkóhólista og hún kunni að eiga í samskiptum við slíka menn, þar sem faðir hennar hafi verið alkóhólisti. Fór ófögrum orðum um ráðherra og bandamenn Hún sagði JD Vance, varaforseta, hafa verið samsæring í áratug og að hann hefði ekki snúist frá því andstæðingur Trumps og orðið bandamaður hans vegna hugsjóna hans. Þess í stað hefði hann gert það af pólitískum ástæðum því hann ætlaði sér að verða öldungadeildarþingmaður. Um Elon Musk sagði hún að auðjöfurinn væri mikill notandi ketamíns. Hann væri undarlegur og snillingur en hann hegðaði sér reglulega ekki á skynsaman hátt. Þá sagði hún að Russell Vought, sem stýrir fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins, væri mikill hægri-öfgamaður og að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefði klúðrað Epstein-málinu. Segir greinina óheiðarlega setta fram Wiles virðist ekki sátt við greinina sem birt var í morgun. Í færslu sem hún birti á X í dag segir hún að með greininni hafi markmiðið verið að koma höggi á hana og á besta forseta, bestu ráðherra og bestu ríkisstjórn í sögu Bandaríkjanna. Hún segir enn fremur að mörg ummæli hennar hafi verið tekin úr samhengi og að virðist til að láta líta út fyrir að óreiða ríkti innan Hvíta hússins. Wiles segir að hið rétta sé að engin önnur ríkisstjórn hafi áorkað eins miklu á átta árum og ríkisstjórn Trumps hafi gert á undanförnum ellefu mánuðum. The article published early this morning is a disingenuously framed hit piece on me and the finest President, White House staff, and Cabinet in history. Significant context was disregarded and much of what I, and others, said about the team and the President was left out of the…— Susie Wiles (@SusieWiles) December 16, 2025 Vilji koma Maduro frá völdum Eins og fram kemur í grein New York Times segir í grein VF að Wiles hafi beðið Trump um að náða ekki alla þá sem ákærðir voru og dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021, sem hann gerði þó samt. Hún bað hann einnig um að bíða aðeins með að beita umfangsmiklum tollum á önnur ríki og að skipuleggja þyrfti betur brottflutning fólks sem dvalið hefur ólöglega í Bandaríkjunum, svo ekki yrðu gerð mistök. Engin af þessum beiðnum bar árangur. Einnig var rætt við hana um árásir Bandaríkjamanna á báta sem eiga að vera notaðir af smyglurum til að flytja fíkniefni og þrýsting á yfirvöld í Venesúela. Wiles sagði Trump vilja halda þessum árásum áfram og viðurkenndi að Trump, sem hefur talað um að gera árásir á landi, þurfi líklega þingið með sér í lið til þess. Wiles sagði að Trump vildi halda árásum áfram þar til Maduro gæfist upp og færi frá völdum. Forsetanum væri sagt, af gáfuðu fólki, að það myndi Maduro gera á endanum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila