Lífið samstarf

Setningar sem eiga skilið inn­römmun

Lestrarklefinn
Skáldsagan Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson er tekin til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn.
Skáldsagan Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson er tekin til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn.

Nýjasta bók Dags Hjartarsonar er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Díana Sjöfn hefur þetta að segja um bókina.

Mér var gefin bók með þeim formerkjum að mér myndi örugglega þykja hún góð þar sem hún væri svolítið í anda Aðventu hans Gunnars Gunnarssonar, sem mér einmitt líkar mjög vel og les reglulega. Þessi tiltekna bók sem um ræðir er skáldsagan Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson. Það eru vissulega ýmis líkindi, eða kannski ekki líkindi en svona ákveðin hughrif.

Díana Sjöfn fjallar um bækur í Lestrarklefanum.

Sagan gerist um jól, nánar tiltekið þá á meginframvindan sér stað á aðfangadagskvöld. Dagur og Gunnar eiga það einnig sameiginlegt að ná að púsla saman ljóðrænum texta með mjög áreynslulausum hætti. Það er eitthvað fleira þarna sem að gefur þessa samanburðar-tilfinningu, jú kannski þessi einfaldleiki sögunnar sem á sama tíma segir svo margt í fáum orðum.

Óþægilegt og þungt en samt létt og fallegt

Lesandinn skynjar frá upphafi að eitthvað óþægilegt muni eiga sér stað. Það eru mörg ósögð orð þarna á milli aðalpersónanna tveggja og orðin hanga í loftinu, þung en á sama tíma svo létt. Léttleikatilfinningin kemur frá orðasmíði Dags sem að er ákaflega lipur og falleg. Það er greinilegt að Dagur hefur nostrað við hvert orð. Ég gæti týnt ótal margar setningar úr þessari bók og rammað þær sérstaklega inn vegna fegurðar þeirra. Dagur hefur í raun sérstakt lag á því að segja frá á mjög lýsandi hátt sem nær einhvern veginn inn að vissri kviku. Sagan er fábrotin en samt svo stór og mikil. Dagur lætur hughrifin vera í aðahlutverki og hin ósögðu orð og lífið á milli orðanna vaxa innra með lesandanum. Það er í raun aðdáunarvert að textinn sé svona, mig langar að segja að hann nánast svífi um, þegar hann er á sama tíma augljóslega mjög nákvæmt unninn.

Barn og kálfur

Við höfum tvær meginpersónur og saga þeirra er mjög stór. En við sem lesendur fáum einungis að gægjast inn í örlítinn glugga í lífi þeirra. Á sama tíma fáum við frekar heildstæða mynd af þeim, vonandi er þetta ekki ruglandi lýsing hjá mér en svona er þetta og það er ákveðin kúnst að ná því. Það er aðfangadagskvöld og kýrin á bænum er að bera. Hún er loksins að fæða kálfinn sinn. Húsfrúin Magga er einnig ólétt, en hún og kýrin hafa gengið í gegnum meðgönguna saman. Þetta mun verða fyrsta barn hjónanna, þeirra Möggu og Guðmundar. Sagan fjallar því um merkisáfanga í lífi þeirra. Guðmundur er maður fárra orða en hann og Magga skynja samt hvort annað mjög sterkt.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.