„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Árni Sæberg skrifar 16. desember 2025 15:51 Kristrún og Guðlaugur Þór tókust á í þinginu í dag. Vísir Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. „Það virðist skipta máli hver er við völd, miðað við hvernig umræðan er. Þessi umræða bandorms hefur verið á bilinu ein til þrjár klukkustundir, önnur umræða síðustu tíu ára. Minnihlutinn hefur haldið uppi sautján klukkustunda umræðu. Það er allt í efsta stigi, það er allt hér í efsta stigi,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í ræðu sinnu um atkvæðagreiðslu í annarri umræðu um bandorminn. Gjaldahækkanir síðustu ríkisstjórnar séu nú skattahækkanir á venjulegt fólk Þingmenn minnihlutans töluðu um skatta á venjulegt fólk þegar um væri að ræða gjaldahækkanir, sem væru í takt við margar af þeim gjaldahækkunum sem síðasta ríkisstjórn hefði sjálf verið með. Minnihlutinn virtist ekki einu sinni geta kannast við bifreiðagjaldaáætlanir, sem væru búnar að vera í vinnslu í fjármálaráðuneyti um áraraðir. „Gott og vel, fólk er í minnihluta. Fólk getur hlegið, verið í efsta stigi, verið með alls konar orð, en það liggur alveg fyrir að það virðist skipta máli hverjir sitja hvoru megin, hvort fólk getur kannast við það hvað fylgir því að sýna ábyrgð í ríkisrekstri og nú vitum við það bara. að það er eitt að vera í minnihluta og annað að vera í meirihluta, því fólk getur ekki haldið ábyrgð sinni eftir að það missir völdin,“ sagði Kristrún. „Hæstvirtur yfirlætisráðherra“ Að lokinni ræðu Eyjólfs Ármannsson innviðaráðherra, þar sem hann beindi því til minnihlutans „í guðanna bænum“ að gera betur í stjórnarandstöðu, steig Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól öðru sinni. „Virðulegi forseti. Það kom að því að hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefið, hæstvirtur forsætisráðherra, kom hér og tala aðeins yfir þingheimi,“ sagði hann, að því er virðist við litla hrifningu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis. Þá rifjaði hann upp orð Kristrúnar þegar hún var sjálf í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. „Eigum við að segja hvað hæstvirtur, þá háttvirtur, leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði um krónutöluskattana? Eigum við að rifja það upp? „Árás á tekjulægsta fólkið, árás á tekjulægsta fólkið!“ Hvað er það núna? Bara sjálfsagt og hún skilur ekkert af hverju allir eru að tuða yfir þessu.“ Sleppi aðhaldinu Þá hefði Kristrún sagt þegar hún var í stjórnarandstöðu að Seðlabankinn væri einn í baráttunni við verðbólguna og kallað eftir aðhaldi og ábyrgð í ríkisfjármálum. „Nú kemur hæstvirtur forsætisráðherra og bara sleppir aðhaldinu, bara sleppir því og talar síðan yfir fólki hér með ótrúlegu yfirlæti.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
„Það virðist skipta máli hver er við völd, miðað við hvernig umræðan er. Þessi umræða bandorms hefur verið á bilinu ein til þrjár klukkustundir, önnur umræða síðustu tíu ára. Minnihlutinn hefur haldið uppi sautján klukkustunda umræðu. Það er allt í efsta stigi, það er allt hér í efsta stigi,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í ræðu sinnu um atkvæðagreiðslu í annarri umræðu um bandorminn. Gjaldahækkanir síðustu ríkisstjórnar séu nú skattahækkanir á venjulegt fólk Þingmenn minnihlutans töluðu um skatta á venjulegt fólk þegar um væri að ræða gjaldahækkanir, sem væru í takt við margar af þeim gjaldahækkunum sem síðasta ríkisstjórn hefði sjálf verið með. Minnihlutinn virtist ekki einu sinni geta kannast við bifreiðagjaldaáætlanir, sem væru búnar að vera í vinnslu í fjármálaráðuneyti um áraraðir. „Gott og vel, fólk er í minnihluta. Fólk getur hlegið, verið í efsta stigi, verið með alls konar orð, en það liggur alveg fyrir að það virðist skipta máli hverjir sitja hvoru megin, hvort fólk getur kannast við það hvað fylgir því að sýna ábyrgð í ríkisrekstri og nú vitum við það bara. að það er eitt að vera í minnihluta og annað að vera í meirihluta, því fólk getur ekki haldið ábyrgð sinni eftir að það missir völdin,“ sagði Kristrún. „Hæstvirtur yfirlætisráðherra“ Að lokinni ræðu Eyjólfs Ármannsson innviðaráðherra, þar sem hann beindi því til minnihlutans „í guðanna bænum“ að gera betur í stjórnarandstöðu, steig Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól öðru sinni. „Virðulegi forseti. Það kom að því að hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefið, hæstvirtur forsætisráðherra, kom hér og tala aðeins yfir þingheimi,“ sagði hann, að því er virðist við litla hrifningu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis. Þá rifjaði hann upp orð Kristrúnar þegar hún var sjálf í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. „Eigum við að segja hvað hæstvirtur, þá háttvirtur, leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði um krónutöluskattana? Eigum við að rifja það upp? „Árás á tekjulægsta fólkið, árás á tekjulægsta fólkið!“ Hvað er það núna? Bara sjálfsagt og hún skilur ekkert af hverju allir eru að tuða yfir þessu.“ Sleppi aðhaldinu Þá hefði Kristrún sagt þegar hún var í stjórnarandstöðu að Seðlabankinn væri einn í baráttunni við verðbólguna og kallað eftir aðhaldi og ábyrgð í ríkisfjármálum. „Nú kemur hæstvirtur forsætisráðherra og bara sleppir aðhaldinu, bara sleppir því og talar síðan yfir fólki hér með ótrúlegu yfirlæti.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira