Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar 17. desember 2025 08:33 Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs. Nú stendur Reykjalundur frammi fyrir nýjum tækifærum sem kalla á að við nýtum þá reynslu sem safnað hefur verið svo endurhæfing á Íslandi verði áfram byggð á heildrænni nálgun, þverfaglegu samstarfi og mannlegri nánd sem hefur reynst svo vel í gegnum tíðina. Samningur við stjórnvöld: Markmið og rekstrarforsendur Meðferðarstarf Reykjalundar byggist alfarið á greiðslum frá stjórnvöldum, þ.e. í gegnum þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru einu tekjur stofnunarinnar og þar með lykilforsenda þess að hægt sé að halda uppi mikilvægri þjónustu sem stenst kröfur samfélagsins. Þess vegna er það réttmætt og í senn hófsöm og eðlileg krafa að samningar okkar tryggi ekki aðeins launagreiðslur þeirra sem sinna þjónustu við sjúklinga á Reykjalundi, heldur einnig að greiðslur nái yfir húsnæði sem uppfyllir kröfur um nútíma endurhæfingu, rekstur og viðhald húsnæðis og búnaðar og starfsaðstöðu fyrir þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga. Fjárfesting sem margborgar sig Fjárfesting í endurhæfingu er ekki einvörðungu kostnaður – hún er mikilvæg forvörn. Hún tryggir að einstaklingar nái fyrr betri heilsu, búi við meira sjálfstæði og minnkar þörf fyrir dýrari meðferðir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Með öðrum orðum: þegar stjórnvöld fjárfesta í traustum grunni Reykjalundar er það fjárfesting í sjálfu samfélaginu. Horft fram á við Reykjalundur er öflug stofnun sem hefur alla burði til að þróa áfram fjölbreytta starfsemi í takt við breyttar þarfir samfélagsins. Þar má nefna: Heilsueflingu og forvarnir þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, næringu, streitustjórnun og geðræna heilsu í samstarfi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila. Endurhæfingu tengda langvinnum verkjum, stoðkerfisvandamálum og þreytuheilkennum. Sérhæfða starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill snúa aftur á vinnumarkað. Samstarf við háskóla, heima og erlendis, um rannsóknir og þróun endurhæfingar sem getur styrkt bæði faglegt starf og nýsköpun. Miðstöð fyrir fjölskyldumeðferð í tengslum við endurhæfingu. Samþættingu þjónustu með annarri heilbrigðis- og félagsþjónustu, t.d. á Grensási. Einnig þarf að bæta sérhæfða sálfræðiþjónustu, fræðslu, handleiðslu og greiningarvinnu. Þetta eru aðeins dæmi um þætti sem myndu styrkja endurhæfingarstarf Reykjalundar – og allt þetta á samleið með hefð Reykjalundar um heildræna nálgun. Framtíð byggð á traustum grunni Reykjalundur stendur á tímamótum sem gefa tilefni til bjartsýni. Með því að halda áfram að vinna í anda þess sem hefur mótað stofnunina frá upphafi – þekking, samkennd og faglegt samstarf – eru allar forsendur til staðar á Reykjalundi til að auka og þróa enn frekar bæði endurhæfingarstarfsemi og tengda heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Á sama tíma þarf fjármögnun stjórnvalda að tryggja raunhæfar rekstrarforsendur, þannig að það starf sem byggt hefur verið upp á liðnum 80 árum á Reykjalundi fái að dafna og þjóna þjóðinni áfram. Spurningin er ekki hvort við höfum efni á að sinna öflugri endurhæfingu, heldur hvort við höfum efni á að gera það ekki. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs. Nú stendur Reykjalundur frammi fyrir nýjum tækifærum sem kalla á að við nýtum þá reynslu sem safnað hefur verið svo endurhæfing á Íslandi verði áfram byggð á heildrænni nálgun, þverfaglegu samstarfi og mannlegri nánd sem hefur reynst svo vel í gegnum tíðina. Samningur við stjórnvöld: Markmið og rekstrarforsendur Meðferðarstarf Reykjalundar byggist alfarið á greiðslum frá stjórnvöldum, þ.e. í gegnum þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru einu tekjur stofnunarinnar og þar með lykilforsenda þess að hægt sé að halda uppi mikilvægri þjónustu sem stenst kröfur samfélagsins. Þess vegna er það réttmætt og í senn hófsöm og eðlileg krafa að samningar okkar tryggi ekki aðeins launagreiðslur þeirra sem sinna þjónustu við sjúklinga á Reykjalundi, heldur einnig að greiðslur nái yfir húsnæði sem uppfyllir kröfur um nútíma endurhæfingu, rekstur og viðhald húsnæðis og búnaðar og starfsaðstöðu fyrir þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga. Fjárfesting sem margborgar sig Fjárfesting í endurhæfingu er ekki einvörðungu kostnaður – hún er mikilvæg forvörn. Hún tryggir að einstaklingar nái fyrr betri heilsu, búi við meira sjálfstæði og minnkar þörf fyrir dýrari meðferðir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Með öðrum orðum: þegar stjórnvöld fjárfesta í traustum grunni Reykjalundar er það fjárfesting í sjálfu samfélaginu. Horft fram á við Reykjalundur er öflug stofnun sem hefur alla burði til að þróa áfram fjölbreytta starfsemi í takt við breyttar þarfir samfélagsins. Þar má nefna: Heilsueflingu og forvarnir þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, næringu, streitustjórnun og geðræna heilsu í samstarfi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila. Endurhæfingu tengda langvinnum verkjum, stoðkerfisvandamálum og þreytuheilkennum. Sérhæfða starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill snúa aftur á vinnumarkað. Samstarf við háskóla, heima og erlendis, um rannsóknir og þróun endurhæfingar sem getur styrkt bæði faglegt starf og nýsköpun. Miðstöð fyrir fjölskyldumeðferð í tengslum við endurhæfingu. Samþættingu þjónustu með annarri heilbrigðis- og félagsþjónustu, t.d. á Grensási. Einnig þarf að bæta sérhæfða sálfræðiþjónustu, fræðslu, handleiðslu og greiningarvinnu. Þetta eru aðeins dæmi um þætti sem myndu styrkja endurhæfingarstarf Reykjalundar – og allt þetta á samleið með hefð Reykjalundar um heildræna nálgun. Framtíð byggð á traustum grunni Reykjalundur stendur á tímamótum sem gefa tilefni til bjartsýni. Með því að halda áfram að vinna í anda þess sem hefur mótað stofnunina frá upphafi – þekking, samkennd og faglegt samstarf – eru allar forsendur til staðar á Reykjalundi til að auka og þróa enn frekar bæði endurhæfingarstarfsemi og tengda heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Á sama tíma þarf fjármögnun stjórnvalda að tryggja raunhæfar rekstrarforsendur, þannig að það starf sem byggt hefur verið upp á liðnum 80 árum á Reykjalundi fái að dafna og þjóna þjóðinni áfram. Spurningin er ekki hvort við höfum efni á að sinna öflugri endurhæfingu, heldur hvort við höfum efni á að gera það ekki. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun