Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Árni Sæberg skrifar 16. desember 2025 11:29 Guðlaugi Þór líst ekkert á nýjan samning um makrílveiðar. Vísir/Anton Brink Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Ísland fær 12,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt samkomulaginu, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Íslensk makrílskip geta veitt sextíu prósent af kvóta sínum í norskri lögsögu og þrjátíu prósent í færeyskri. Skiljum Grænlendinga eftir á köldum klaka Þetta gerði Guðlaugur Þór að umræðuefni sínu undir liðnum störf þingsins á fundi Alþingis í morgun. 3213213 „Hvað er í þessu samkomulagi? Við ætlum ekki að fara eftir vísindaleg ráðgjöf. Við erum hér að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir alltaf, alltaf! Þangað til núna. Við skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka, við höfum alltaf, alltaf mótmælt þeim vinnubrögðum,“ sagði hann. Fáum minna en áður Þá sagði hann að samkomulagið fæli í sér að Íslendingar fái minni bita af makrílkökunni en áður, minni en Færeyingar, þrátt fyrir að engin rök væru fyrir því. Þar tekur hann undir með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem finna samkomulaginu flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. „Til hvers var barist? Þetta er búið að vera barátta í áratugi fyrir því að við séum að standa fyrir því sem við Íslendingar höfum staðið fyrir, fyrir sjálfbærum veiðum og að við fáum réttlátan hlut þegar samið er um flökkustofna. Ég spyr, virðulegi forseti, ég vil fá að vita hvernig fór samráðið fram við háttvirta utanríkismálanefnd? Er það svo að það sé búið að taka öll þingsköpin úr sambandi? Því að ekki, virðulegi forseti, fáum við upplýsingar sem við eigum rétt á í háttvirtri fjárlaganefnd. Virðulegur forseti, þetta er stórt mál, það liggur fyrir að þetta mun veikja Ísland, þetta mun veikja íslenskan sjávarútveg og hér erum við að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Grænland Makrílveiðar Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Ísland fær 12,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt samkomulaginu, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Íslensk makrílskip geta veitt sextíu prósent af kvóta sínum í norskri lögsögu og þrjátíu prósent í færeyskri. Skiljum Grænlendinga eftir á köldum klaka Þetta gerði Guðlaugur Þór að umræðuefni sínu undir liðnum störf þingsins á fundi Alþingis í morgun. 3213213 „Hvað er í þessu samkomulagi? Við ætlum ekki að fara eftir vísindaleg ráðgjöf. Við erum hér að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir alltaf, alltaf! Þangað til núna. Við skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka, við höfum alltaf, alltaf mótmælt þeim vinnubrögðum,“ sagði hann. Fáum minna en áður Þá sagði hann að samkomulagið fæli í sér að Íslendingar fái minni bita af makrílkökunni en áður, minni en Færeyingar, þrátt fyrir að engin rök væru fyrir því. Þar tekur hann undir með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem finna samkomulaginu flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. „Til hvers var barist? Þetta er búið að vera barátta í áratugi fyrir því að við séum að standa fyrir því sem við Íslendingar höfum staðið fyrir, fyrir sjálfbærum veiðum og að við fáum réttlátan hlut þegar samið er um flökkustofna. Ég spyr, virðulegi forseti, ég vil fá að vita hvernig fór samráðið fram við háttvirta utanríkismálanefnd? Er það svo að það sé búið að taka öll þingsköpin úr sambandi? Því að ekki, virðulegi forseti, fáum við upplýsingar sem við eigum rétt á í háttvirtri fjárlaganefnd. Virðulegur forseti, þetta er stórt mál, það liggur fyrir að þetta mun veikja Ísland, þetta mun veikja íslenskan sjávarútveg og hér erum við að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir,“ sagði Guðlaugur Þór.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Grænland Makrílveiðar Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira