Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar 16. desember 2025 08:01 Hugmyndin um sameiningu vinstri flokkanna er í sjálfu sér góð. Sameinuð vinstri blokk í Frakklandi hefur náð mjög góðum árangri að undanförnu undir forystu Jean-Luc Mélenchon og gæti náð tökunum á frönskum stjórnmálum á næstu árum. Ég yrði manna fegnastur að sjá slíkt gerast á Íslandi einnig. Skiptir þó öllu máli hvernig að slíkri sameiningu er staðið og að viðhalda grunngildum vinstri mennskunnar, manngæsku og samstarfs samfélaga. Ég hef efasemdir gagnvart þeim flokkum sem hafa lýst fyir áhuga fyrir því að skoða samstarf eða sameiningu með framboði Sönnu Magdalenu, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem lýst hefur yfir áhuga á framboði með Vinstri grænum og Pírötum í næstu borgarstjórnarkosningum. Ekki er hægt að komast hjá því að ræða pólitíska stöðu Sönnu einnig í ljósi þess að hún tók þátt í að reka Sósíalistaflokkinn úr húsnæði sínu nýverið þegar framkvæmdastjórn flokksins, sem hún var þátttakandi í, tapaði kosningum í flokknum til annars framboðs sem skipar nú framkvæmdastjórn flokksins. Fólk verður að spyrja sig hvort að trúverðugleiki fólks rýrist við slíkar aðgerðir og við að virða ekki niðurstöðu kosninga. Forystufólk vinstrisins á Íslandi þarf að vera með sterkara bein í nefinu en það að gleyma reglum lýðræðisins. Efasemdir mínar um Vinstri græna eru flestum augljósar, flokkurinn náði ekki 2.5% markinu í síðustu þingkosningum eftir að hafa svikið loforð sín og kjósendur um öll meginatriði vinstri mennskunnar hvort sem rætt er um að flokkurinn neitaði öryrkjum og lágtekju eldri borgurum landsins um sómasamlega tekjuhækkun í öllum atkvæðagreiðslum innan þingsins í 8 ár samfellt eða hvort rætt sé um hvernig flokkurinn hefur hent feminískri hugmyndafræði í ruslið, m.a. með því að henda 3 flóttakonum, fórnarlömbum mansals, út á götu um árið. Efasemdir um Pírata eru kannski ekki eins alvarlegar og í garð tækifærissinnanna í VG en ég virðist vera eini einstaklingurinn á landinu sem hef mótmælt framboði Magnúsar Davíðs Norðdahl á grundvelli fyrrum starfa hans sem innheimtulögfræðingur en hann starfaði á stofunni Norðdahl & Valdimarsson með Ómari R. Valdimarssyni, lögfræðingi sem komist hefur í fréttir ítrekað fyrir svik og pretti í garð varnarlausra einstaklinga. Saman auglýstu þeir kumpánar "harðfylgna innheimtuþjónustu" og hvöttu til harðari aðgerða innheimtufyrirtækja á Íslandi. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vakti ég athygli á þessu á Facebook-spjallsíðu Pírata og uppskar brottrekstur minn af síðunni fyrir vikið en engin mótrök frá Pírötum. Þöggun varð fyrir valinu og ég get ekki séð að þjóðin hafi grætt á því. Vitleysan var svo toppuð þegar Magnús var í kjölfar kosninganna gerður að formanni mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar, maðurinn sem hafði haft sitt lifibrauð áður af því að níða fátækt fólk landsins sem lent hafði í einhvers konar skuldagildru kapítalismans. Að þessum orðum sögðum er ég ekki að taka fyrir pólitíska framtíð Sönnu Magdalenu eða hugmyndina um samstarf sósíalista við flokkana tvo en sé ekki hvernig slíkt framboð getur verið heiðarlegt eða ætlast til að ná árangri án þess að taka fyrst ákvörðun um að innheimtuníðingar og tækifærissinnaðir þingmenn Vinstri grænna fái ekki inni í slíku framboði. Þetta snýst allt um hugmyndafræði vinstrisins. Kjósendur eiga skilið betra en þeir hafa fengið undanfarna áratugi. Eða hvernig ætlaru að sannfæra vinstri menn landsins um að framtíð okkar sé best komið með því að bjóða fram fólk sem neitað hefur alfarið okkar fátækustu bræðrum og systrum, öryrkjum og lágtekju eldri borgurum landsins um líf með reisn? Það er ekki hægt. Slíkt yrði ekki fallið til þess að skapa trúverðugleika og það er einmitt skortur á trúverðugleika þjóðarinnar í garð Katrínar Jakobsdóttur og félögum í síðustu ríkisstjórn sem valdið hefur hruni Vinstri grænna. Þetta eru því að mínu mati augljóslega atriði sem verður að huga að þegar kemur að einhvers konar sameiningu vinstris á Íslandi, að halda fast í hugmyndafræðilegu ræturnar. Og tilefnið hefur líklega aldrei verið meira til að skoða mál sem þessi en ríkisstjórn jafnaðarmanna og krata á Íslandi hefur boðað niðurskurð á Landspítalanum á næstu árum, sýnt fullkomið geð- og framtaksleysi gagnvart þjóðarmorðinu í Gaza og hættunni sem stafar af síonisma, stutt stríðsglæpi opinberlega og haldið fast í harða útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Ísraelska fyrirtækið Rapyd leikur enn lausum hala á Íslandi þrátt fyrir stuðning fyrirtækisins við þjóðarmorðið í Gaza. Fyrir liggur að íslenskir vinstri menn geti því ekki samþykkt yfirvöld Samfylkingar og Viðreisnar né starfað með þeim án þess að taka fyrir þau alvarlegu atriði sem standa beinlínis gegn grunngildum vinstri mennskunnar. Það er kreppa í íslenskum stjórnmálum og sósíalisminn í anda Mamdani þarf að taka við taumunum. Kratana út og lifi frjáls Palestína. Höfundur skipaði 3. sæti sósíalista í borginni á árunum 2018-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um sameiningu vinstri flokkanna er í sjálfu sér góð. Sameinuð vinstri blokk í Frakklandi hefur náð mjög góðum árangri að undanförnu undir forystu Jean-Luc Mélenchon og gæti náð tökunum á frönskum stjórnmálum á næstu árum. Ég yrði manna fegnastur að sjá slíkt gerast á Íslandi einnig. Skiptir þó öllu máli hvernig að slíkri sameiningu er staðið og að viðhalda grunngildum vinstri mennskunnar, manngæsku og samstarfs samfélaga. Ég hef efasemdir gagnvart þeim flokkum sem hafa lýst fyir áhuga fyrir því að skoða samstarf eða sameiningu með framboði Sönnu Magdalenu, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem lýst hefur yfir áhuga á framboði með Vinstri grænum og Pírötum í næstu borgarstjórnarkosningum. Ekki er hægt að komast hjá því að ræða pólitíska stöðu Sönnu einnig í ljósi þess að hún tók þátt í að reka Sósíalistaflokkinn úr húsnæði sínu nýverið þegar framkvæmdastjórn flokksins, sem hún var þátttakandi í, tapaði kosningum í flokknum til annars framboðs sem skipar nú framkvæmdastjórn flokksins. Fólk verður að spyrja sig hvort að trúverðugleiki fólks rýrist við slíkar aðgerðir og við að virða ekki niðurstöðu kosninga. Forystufólk vinstrisins á Íslandi þarf að vera með sterkara bein í nefinu en það að gleyma reglum lýðræðisins. Efasemdir mínar um Vinstri græna eru flestum augljósar, flokkurinn náði ekki 2.5% markinu í síðustu þingkosningum eftir að hafa svikið loforð sín og kjósendur um öll meginatriði vinstri mennskunnar hvort sem rætt er um að flokkurinn neitaði öryrkjum og lágtekju eldri borgurum landsins um sómasamlega tekjuhækkun í öllum atkvæðagreiðslum innan þingsins í 8 ár samfellt eða hvort rætt sé um hvernig flokkurinn hefur hent feminískri hugmyndafræði í ruslið, m.a. með því að henda 3 flóttakonum, fórnarlömbum mansals, út á götu um árið. Efasemdir um Pírata eru kannski ekki eins alvarlegar og í garð tækifærissinnanna í VG en ég virðist vera eini einstaklingurinn á landinu sem hef mótmælt framboði Magnúsar Davíðs Norðdahl á grundvelli fyrrum starfa hans sem innheimtulögfræðingur en hann starfaði á stofunni Norðdahl & Valdimarsson með Ómari R. Valdimarssyni, lögfræðingi sem komist hefur í fréttir ítrekað fyrir svik og pretti í garð varnarlausra einstaklinga. Saman auglýstu þeir kumpánar "harðfylgna innheimtuþjónustu" og hvöttu til harðari aðgerða innheimtufyrirtækja á Íslandi. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vakti ég athygli á þessu á Facebook-spjallsíðu Pírata og uppskar brottrekstur minn af síðunni fyrir vikið en engin mótrök frá Pírötum. Þöggun varð fyrir valinu og ég get ekki séð að þjóðin hafi grætt á því. Vitleysan var svo toppuð þegar Magnús var í kjölfar kosninganna gerður að formanni mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar, maðurinn sem hafði haft sitt lifibrauð áður af því að níða fátækt fólk landsins sem lent hafði í einhvers konar skuldagildru kapítalismans. Að þessum orðum sögðum er ég ekki að taka fyrir pólitíska framtíð Sönnu Magdalenu eða hugmyndina um samstarf sósíalista við flokkana tvo en sé ekki hvernig slíkt framboð getur verið heiðarlegt eða ætlast til að ná árangri án þess að taka fyrst ákvörðun um að innheimtuníðingar og tækifærissinnaðir þingmenn Vinstri grænna fái ekki inni í slíku framboði. Þetta snýst allt um hugmyndafræði vinstrisins. Kjósendur eiga skilið betra en þeir hafa fengið undanfarna áratugi. Eða hvernig ætlaru að sannfæra vinstri menn landsins um að framtíð okkar sé best komið með því að bjóða fram fólk sem neitað hefur alfarið okkar fátækustu bræðrum og systrum, öryrkjum og lágtekju eldri borgurum landsins um líf með reisn? Það er ekki hægt. Slíkt yrði ekki fallið til þess að skapa trúverðugleika og það er einmitt skortur á trúverðugleika þjóðarinnar í garð Katrínar Jakobsdóttur og félögum í síðustu ríkisstjórn sem valdið hefur hruni Vinstri grænna. Þetta eru því að mínu mati augljóslega atriði sem verður að huga að þegar kemur að einhvers konar sameiningu vinstris á Íslandi, að halda fast í hugmyndafræðilegu ræturnar. Og tilefnið hefur líklega aldrei verið meira til að skoða mál sem þessi en ríkisstjórn jafnaðarmanna og krata á Íslandi hefur boðað niðurskurð á Landspítalanum á næstu árum, sýnt fullkomið geð- og framtaksleysi gagnvart þjóðarmorðinu í Gaza og hættunni sem stafar af síonisma, stutt stríðsglæpi opinberlega og haldið fast í harða útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Ísraelska fyrirtækið Rapyd leikur enn lausum hala á Íslandi þrátt fyrir stuðning fyrirtækisins við þjóðarmorðið í Gaza. Fyrir liggur að íslenskir vinstri menn geti því ekki samþykkt yfirvöld Samfylkingar og Viðreisnar né starfað með þeim án þess að taka fyrir þau alvarlegu atriði sem standa beinlínis gegn grunngildum vinstri mennskunnar. Það er kreppa í íslenskum stjórnmálum og sósíalisminn í anda Mamdani þarf að taka við taumunum. Kratana út og lifi frjáls Palestína. Höfundur skipaði 3. sæti sósíalista í borginni á árunum 2018-2020.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun