Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar 16. desember 2025 07:30 Undirritaður spurði forsætisráðherra út í ofbeldis- og fíkniefnafaraldur barna og ungmenna sem nú geysar. Covid-19-faraldurinn herjaði á okkur fyrir skömmu og var engu til sparað. Börn og ungmenni, sem og aðrir, voru sett í sóttkví, einangrun og bólusett. Covid-19-bráðadeild var komið upp á 10–12 dögum. Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Sem betur fer veiktust börn og ungmenni afar lítið og sjúkrahúsinnlagnir voru svo gott sem engar, annað en vegna fíknifaraldursins sem nú grasserar meðal okkar. Sjálfur hefur ég fengið símtöl og skilaboð frá foreldrum nemenda minna í gegnum tíðina vegna barna í neyslu. Hef hjálpað við leit af týndum börnum og fundið fyrir ótta og örvinglan foreldra þegar heimilin er undirlögð fíkn barnanna. Það er ömurleg tilfinning. Nú sýnir tölfræðin okkur að veruleg aukning er hvað ofbeldi og neyslu varðar, öfugt við það sem mennta- og barnamálaráðherra hefur haldið fram. Fréttir hafa borist af því að fleiri börn og ungmenni hafi fallið fyrir fíkniefnadjöflinum síðasta rúma árið en áður. Það er því miður faraldur í gangi sem valdamenn neita að horfast í augu við. Í Covid-19 vissum við nánast hve mörg börn og ungmenni hnerruðu hvern dag og hve mörg þeirra voru í sóttkví eða einangrun. Við skulum öll gera okkur grein fyrir að þessi faraldur er mörgum sinnum banvænni fyrir börn og ungmenni en Covid-19 nokkurn tímann. Því spurði ég forsætisráðherra hvort hann vissi hve mörg börn og ungmenni hefðu fallið í valinn síðasta rúma árið. Ráðherra var afhjúpaður og þekkingarleysið átakanlegt. Það er ótrúlegt hve litla athygli börn og ungmenni fá þegar staða þeirra er vond, stílfærðar glansmyndir á samfélagsmiðlum fá svo gott sem alla athyglina. Undir fyrirspurn minni hljómaði úr þingsal: „Þetta er lágpunktur þingsins“ Það var formaður þingflokks Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson sem lét þessi orð falla. Það er með ólíkindum að umræða um ópólitískt mál eins og fíknifaraldur meðal barna og ungmenna sé „lágpunktur þingsins“. Það er líka með ólíkindum að í Covid-faraldrinum hafi öll skref verið kortlögð en ráðamenn núna hafi ekki hugmynd um stöðuna í fíknivanda barna og ungmenna. Nógu mikið var talað fyrir kosningar af þingmönnum meirihlutans – auðvitað birtar glansmyndir og fyrirsagnir en ekkert gert. Umbúðastjórnmál og lýðskrum á kostnað barna og ungmenna. Málaflokkurinn hefur lengi verið í ólestri, en síðustu mánuði hefur komið neyðarkall frá ungmennum, foreldrum og kerfinu sjálfu. Ekki er brugðist við og börn þurfa að fara erlendis á eigin kostnað til að fá viðeigandi meðferð. Ungt fólk fellur frá alltof snemma, fíkniefni flæða á stofnunum, engin úrræði eru til fyrir aðra og fjöldi fjölskyldna í úlfakreppu vegna fíknivanda barna og ungmenna sinna. Það eru ekki góð stjórnmál að vísa til liðins tíma þegar staðan er stöðugt að versna. Það hefði verið sómi af því að forsætisráðherra hefði viðurkennt vandann í stað þess að dylgja um að undirritaður hefði of hátt og að málið væri of viðkvæmt til að ræða á Alþingi. Eini lágpunkturinn er áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna hvað börn og ungmenni varðar í öllum málaflokkum, því miður. Opnið augun, það er faraldur í gangi. Ps. Hugsum í lausnum, Laugagerðisskóli er nú til sölu á 85.000 kr m2. Þar væri kjörið að koma upp frábæru meðferðarúrræði ef einhver áhugi eða geta væri til staðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Fíkn Fíkniefnabrot Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Undirritaður spurði forsætisráðherra út í ofbeldis- og fíkniefnafaraldur barna og ungmenna sem nú geysar. Covid-19-faraldurinn herjaði á okkur fyrir skömmu og var engu til sparað. Börn og ungmenni, sem og aðrir, voru sett í sóttkví, einangrun og bólusett. Covid-19-bráðadeild var komið upp á 10–12 dögum. Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Sem betur fer veiktust börn og ungmenni afar lítið og sjúkrahúsinnlagnir voru svo gott sem engar, annað en vegna fíknifaraldursins sem nú grasserar meðal okkar. Sjálfur hefur ég fengið símtöl og skilaboð frá foreldrum nemenda minna í gegnum tíðina vegna barna í neyslu. Hef hjálpað við leit af týndum börnum og fundið fyrir ótta og örvinglan foreldra þegar heimilin er undirlögð fíkn barnanna. Það er ömurleg tilfinning. Nú sýnir tölfræðin okkur að veruleg aukning er hvað ofbeldi og neyslu varðar, öfugt við það sem mennta- og barnamálaráðherra hefur haldið fram. Fréttir hafa borist af því að fleiri börn og ungmenni hafi fallið fyrir fíkniefnadjöflinum síðasta rúma árið en áður. Það er því miður faraldur í gangi sem valdamenn neita að horfast í augu við. Í Covid-19 vissum við nánast hve mörg börn og ungmenni hnerruðu hvern dag og hve mörg þeirra voru í sóttkví eða einangrun. Við skulum öll gera okkur grein fyrir að þessi faraldur er mörgum sinnum banvænni fyrir börn og ungmenni en Covid-19 nokkurn tímann. Því spurði ég forsætisráðherra hvort hann vissi hve mörg börn og ungmenni hefðu fallið í valinn síðasta rúma árið. Ráðherra var afhjúpaður og þekkingarleysið átakanlegt. Það er ótrúlegt hve litla athygli börn og ungmenni fá þegar staða þeirra er vond, stílfærðar glansmyndir á samfélagsmiðlum fá svo gott sem alla athyglina. Undir fyrirspurn minni hljómaði úr þingsal: „Þetta er lágpunktur þingsins“ Það var formaður þingflokks Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson sem lét þessi orð falla. Það er með ólíkindum að umræða um ópólitískt mál eins og fíknifaraldur meðal barna og ungmenna sé „lágpunktur þingsins“. Það er líka með ólíkindum að í Covid-faraldrinum hafi öll skref verið kortlögð en ráðamenn núna hafi ekki hugmynd um stöðuna í fíknivanda barna og ungmenna. Nógu mikið var talað fyrir kosningar af þingmönnum meirihlutans – auðvitað birtar glansmyndir og fyrirsagnir en ekkert gert. Umbúðastjórnmál og lýðskrum á kostnað barna og ungmenna. Málaflokkurinn hefur lengi verið í ólestri, en síðustu mánuði hefur komið neyðarkall frá ungmennum, foreldrum og kerfinu sjálfu. Ekki er brugðist við og börn þurfa að fara erlendis á eigin kostnað til að fá viðeigandi meðferð. Ungt fólk fellur frá alltof snemma, fíkniefni flæða á stofnunum, engin úrræði eru til fyrir aðra og fjöldi fjölskyldna í úlfakreppu vegna fíknivanda barna og ungmenna sinna. Það eru ekki góð stjórnmál að vísa til liðins tíma þegar staðan er stöðugt að versna. Það hefði verið sómi af því að forsætisráðherra hefði viðurkennt vandann í stað þess að dylgja um að undirritaður hefði of hátt og að málið væri of viðkvæmt til að ræða á Alþingi. Eini lágpunkturinn er áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna hvað börn og ungmenni varðar í öllum málaflokkum, því miður. Opnið augun, það er faraldur í gangi. Ps. Hugsum í lausnum, Laugagerðisskóli er nú til sölu á 85.000 kr m2. Þar væri kjörið að koma upp frábæru meðferðarúrræði ef einhver áhugi eða geta væri til staðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar