Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar 15. desember 2025 13:46 Ég hef hitt marga borgarbúa undanfarnar vikur til að heyra hvaða væntingar þau hafa til Reykjavíkurborgar. Þær væntingar eru ekki svo flóknar. Að þjónustan virki og innviðir haldi utan um daglegt líf. Að fólk fái það sem það hefur borgað fyrir með sköttunum. Að sorp sé tekið, snjór ruddur, götulýsing kveikt og umferðin örugg. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgar sem er nútímaleg og vel rekin. Þegar þrjú umferðarslys verða á sama stað í Laugardalnum, á gatnamótum sem „eiga“ að vera rétt hönnuð samkvæmt bókinni, ætti það að vera merki um að eitthvað gangi ekki upp í raunheimum. Samt hafa svör borgarinnar verið á þá leið að ef staðlarnir segja að allt sé í lagi, sé engin þörf á breytingum. Slysatölurnar segja annað. Reynslan og raunveruleikinn á að ráða ferðinni, ekki ,,computer says no“. Staðlar og leiðbeiningar hjálpa til við að hanna örugg mannvirki og skipuleggja ferla. Þeir byggja á rannsóknum og reynslu og eru mikilvæg verkfæri í skipulagi og framkvæmd. Þeir eiga að styðja við góða ákvarðanatöku, ekki koma í stað hyggjuvits og reynslunnar. Hyggjuvitið kom með þrýstingi foreldra í hverfinu sem virðist hafa áhrif samkvæmt nýjustu fréttum. Annað dæmi eru gatnamótin við Höfðabakka. Þau voru ekki talin nægilega vel hönnuð samkvæmt leiðbeiningum, en reyndust virka vel í raun. Samt var ráðist í kostnaðarsamar breytingar sem fáir töldu þörf á. Árangurinn er hægari umferð og sóun á peningum. Íbúar hafa ekki þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Staðlar eru góðir þrælar en slæmir herrar. Þegar kerfið festist í „computer says no“ hugsun tapast sveigjanleikinn, og hið praktíska hyggjuvit sem þarf til að reka góða þjónustu og nýta peninga vel. Það er hlutverk stjórnmálafólks að finna góðar lausnir fyrir borgarbúa í samstarfi við sérfræðinga. Ég vil leiða öflugan hóp Viðreisnarfólks sem er tilbúinn í að gera nákvæmlega það. Að hlusta, aðlaga og taka bestu ákvörðunina fyrir hagsmuni borgarbúa. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc.og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Róbert Ragnarsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ég hef hitt marga borgarbúa undanfarnar vikur til að heyra hvaða væntingar þau hafa til Reykjavíkurborgar. Þær væntingar eru ekki svo flóknar. Að þjónustan virki og innviðir haldi utan um daglegt líf. Að fólk fái það sem það hefur borgað fyrir með sköttunum. Að sorp sé tekið, snjór ruddur, götulýsing kveikt og umferðin örugg. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgar sem er nútímaleg og vel rekin. Þegar þrjú umferðarslys verða á sama stað í Laugardalnum, á gatnamótum sem „eiga“ að vera rétt hönnuð samkvæmt bókinni, ætti það að vera merki um að eitthvað gangi ekki upp í raunheimum. Samt hafa svör borgarinnar verið á þá leið að ef staðlarnir segja að allt sé í lagi, sé engin þörf á breytingum. Slysatölurnar segja annað. Reynslan og raunveruleikinn á að ráða ferðinni, ekki ,,computer says no“. Staðlar og leiðbeiningar hjálpa til við að hanna örugg mannvirki og skipuleggja ferla. Þeir byggja á rannsóknum og reynslu og eru mikilvæg verkfæri í skipulagi og framkvæmd. Þeir eiga að styðja við góða ákvarðanatöku, ekki koma í stað hyggjuvits og reynslunnar. Hyggjuvitið kom með þrýstingi foreldra í hverfinu sem virðist hafa áhrif samkvæmt nýjustu fréttum. Annað dæmi eru gatnamótin við Höfðabakka. Þau voru ekki talin nægilega vel hönnuð samkvæmt leiðbeiningum, en reyndust virka vel í raun. Samt var ráðist í kostnaðarsamar breytingar sem fáir töldu þörf á. Árangurinn er hægari umferð og sóun á peningum. Íbúar hafa ekki þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Staðlar eru góðir þrælar en slæmir herrar. Þegar kerfið festist í „computer says no“ hugsun tapast sveigjanleikinn, og hið praktíska hyggjuvit sem þarf til að reka góða þjónustu og nýta peninga vel. Það er hlutverk stjórnmálafólks að finna góðar lausnir fyrir borgarbúa í samstarfi við sérfræðinga. Ég vil leiða öflugan hóp Viðreisnarfólks sem er tilbúinn í að gera nákvæmlega það. Að hlusta, aðlaga og taka bestu ákvörðunina fyrir hagsmuni borgarbúa. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc.og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar