Handbolti

Einar Bragi fór mikinn í mikil­vægum sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Leikmenn Kristianstad fögnuðu sigrinum vel og innilega.
Leikmenn Kristianstad fögnuðu sigrinum vel og innilega.

Einar Bragi Aðalsteinsson átti góðan leik í gríðarmikilvægum 35-27 sigri Kristianstad gegn Hammarby í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Kristianstad er eftir þennan sigur aðeins einu stigi frá Hammarby, sem situr í öðru sæti deildarinnar og er stigi á eftir toppliði Malmö.

Flestir hefðu búist við jöfnum og spennandi leik þegar tvö af þremur toppliðum deildarinnar mætast en það raungerðist ekki.

Kristianstad sýndi mikla yfirburði og sigurinn var aldrei í hættu. Einar Bragi endaði leikinn næstmarkahæstur, með 7 mörk skoruð. Axel Mansson skoraði einu marki meira og var markahæstur.

Helstu atvik leiksins má sjá hér fyrir neðan.

Titilbaráttan í Svíþjóð er æsispennandi en 15 af 26 umferðum hafa verið spilaðar og aðeins tveimur stigum munar milli toppliðsins og Kristianstad í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×