Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar 13. desember 2025 14:32 …eða setjum við súrefnisgrímuna fyrst á aðra?Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Með nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (National Security Strategy, NSS), gefinni út 4. desember 2025 eru bandaríska þjóðin og hagsmunir hennar sett í forgang („America First“). Öryggi borgaranna er tryggt með áherslu á fullveldi, öfluga landamæravörslu og eflingu innviða, tækni og innlendrar iðnaðarframleiðslu frekar en með beinum afskiptum af öðrum ríkjum. Bandaríkin eru ekki lengur „alheimslöggan“ Helstu markmið stefnunnar eru vernd landsins og þjóðaröryggi í víðum skilningi (hernaðarlegum, efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum) og að tryggja öryggi borgaranna gegn öllum ytri ógnum, þar á meðal ólöglegum innflutningi og öðrum skaðlegum áhrifum.Hver er óvinur?Athygli vekur, að Rússland er ekki lengur skilgreint sem „óvinur“ Bandaríkjanna og að alþjóðlegar stofnanir, einkum Evrópusambandið (ESB), eru harðlega gagnrýndar fyrir aðgerðir sem beinlínis grafa undan stjórnmálum og löggjöf aðildarríkja og annarra tengdra ríkja (svo sem ríkja innan EES). Innflytjendastefnu ESB er lýst sem útsmoginni tilraun til að „breyta álfunni og skapa átök“. Lýðræðið, málfrelsi og tjáningarfrelsi í Evrópu hafi stórlega dvínað og siðmenningin hrakað: „Evrópa hefur tapað hlutfallslegri hlutdeild sinni í vergri landsframleiðslu, sem fór úr 25% árið 1990 í 14% árið 2025, að hluta til vegna innlendra og alþjóðlegra reglugerða sem hamla allri sköpunargáfu og frumkvæði. Þó efnahagslægðin sé alvarleg, varpa auknar líkur á hnignun siðmenningar enn stærri skugga á hana. Meðal stærstu áskorana sem Evrópa stendur frammi fyrir er starfsemi Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana, sem rýra stjórnmálafrelsi og fullveldi, álfunni og veldur ágreiningi, innflytjendastefna sem umbreytir álfunni og stuðlar að ágreiningi, ritskoðun sem bælir niður stjórnmálaandstöðu auk lækkandi fæðingartíðni, hnignandi þjóðernisvitundar og minnkandi sjálfstrausts.“ (þýðing undirritaðs) Ísland í fyrsta sæti? Endurnýjaðar hótanir ríkistjórnarinnar um aðlögun Íslands að regluverki og lögum ESB hafa vakið upp ýmsa drauga og tilgangurinn virðist vera að „breyta þjóðríkinu og skapa átök“. Umræðan og hótanirnar hafa einnig vakið upp landvættina, sem betur fer, sem áður hafa staðið þétt með þjóðinni gegn landsölu, yfirráðum yfir landhelginni og landráðum. Getum við dregið lærdóm af nýrri stefnu Bandaríkjanna? Spurningin vaknar þá hvort Íslendingar eigi að setja eigið land og þjóð í forgang eða hagsmuni annarra? Hvaða heilvita manni dettur í hug að beygja land og þjóð undir yfirráð erlends ríkis eða ríkjasambands? Er það ekki algerlega fráleitt? ESB-sinnar, með tvo utanríkisráðherra og einn borgarstjóra í fararbroddi, rembast nú eins og rjúpan við staur við að sannfæra Íslendinga um að innganga í ESB tryggi „öryggi Íslands gegn innrás Rússa“. Hvað ef Rússland er ekki lengur skilgreint sem óvinur Bandaríkjanna? Hverjar eru þá líkur á því að Rússar ráðist á einn helsta bandamann Bandaríkjanna og aðildarríki NATO á þeirra eigin yfirráðasvæði? Svarið liggur í augum uppi.Eins og flugfreyjan orðar það gjarnan: „Settu súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú aðstoðar aðra.“ Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf https://vardberg.is/oflokkad/ny-thjodaroryggisstefna-trumps-nyir-timar-nyjar-askoranir-fyrir-bandamenn/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
…eða setjum við súrefnisgrímuna fyrst á aðra?Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Með nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (National Security Strategy, NSS), gefinni út 4. desember 2025 eru bandaríska þjóðin og hagsmunir hennar sett í forgang („America First“). Öryggi borgaranna er tryggt með áherslu á fullveldi, öfluga landamæravörslu og eflingu innviða, tækni og innlendrar iðnaðarframleiðslu frekar en með beinum afskiptum af öðrum ríkjum. Bandaríkin eru ekki lengur „alheimslöggan“ Helstu markmið stefnunnar eru vernd landsins og þjóðaröryggi í víðum skilningi (hernaðarlegum, efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum) og að tryggja öryggi borgaranna gegn öllum ytri ógnum, þar á meðal ólöglegum innflutningi og öðrum skaðlegum áhrifum.Hver er óvinur?Athygli vekur, að Rússland er ekki lengur skilgreint sem „óvinur“ Bandaríkjanna og að alþjóðlegar stofnanir, einkum Evrópusambandið (ESB), eru harðlega gagnrýndar fyrir aðgerðir sem beinlínis grafa undan stjórnmálum og löggjöf aðildarríkja og annarra tengdra ríkja (svo sem ríkja innan EES). Innflytjendastefnu ESB er lýst sem útsmoginni tilraun til að „breyta álfunni og skapa átök“. Lýðræðið, málfrelsi og tjáningarfrelsi í Evrópu hafi stórlega dvínað og siðmenningin hrakað: „Evrópa hefur tapað hlutfallslegri hlutdeild sinni í vergri landsframleiðslu, sem fór úr 25% árið 1990 í 14% árið 2025, að hluta til vegna innlendra og alþjóðlegra reglugerða sem hamla allri sköpunargáfu og frumkvæði. Þó efnahagslægðin sé alvarleg, varpa auknar líkur á hnignun siðmenningar enn stærri skugga á hana. Meðal stærstu áskorana sem Evrópa stendur frammi fyrir er starfsemi Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana, sem rýra stjórnmálafrelsi og fullveldi, álfunni og veldur ágreiningi, innflytjendastefna sem umbreytir álfunni og stuðlar að ágreiningi, ritskoðun sem bælir niður stjórnmálaandstöðu auk lækkandi fæðingartíðni, hnignandi þjóðernisvitundar og minnkandi sjálfstrausts.“ (þýðing undirritaðs) Ísland í fyrsta sæti? Endurnýjaðar hótanir ríkistjórnarinnar um aðlögun Íslands að regluverki og lögum ESB hafa vakið upp ýmsa drauga og tilgangurinn virðist vera að „breyta þjóðríkinu og skapa átök“. Umræðan og hótanirnar hafa einnig vakið upp landvættina, sem betur fer, sem áður hafa staðið þétt með þjóðinni gegn landsölu, yfirráðum yfir landhelginni og landráðum. Getum við dregið lærdóm af nýrri stefnu Bandaríkjanna? Spurningin vaknar þá hvort Íslendingar eigi að setja eigið land og þjóð í forgang eða hagsmuni annarra? Hvaða heilvita manni dettur í hug að beygja land og þjóð undir yfirráð erlends ríkis eða ríkjasambands? Er það ekki algerlega fráleitt? ESB-sinnar, með tvo utanríkisráðherra og einn borgarstjóra í fararbroddi, rembast nú eins og rjúpan við staur við að sannfæra Íslendinga um að innganga í ESB tryggi „öryggi Íslands gegn innrás Rússa“. Hvað ef Rússland er ekki lengur skilgreint sem óvinur Bandaríkjanna? Hverjar eru þá líkur á því að Rússar ráðist á einn helsta bandamann Bandaríkjanna og aðildarríki NATO á þeirra eigin yfirráðasvæði? Svarið liggur í augum uppi.Eins og flugfreyjan orðar það gjarnan: „Settu súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú aðstoðar aðra.“ Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf https://vardberg.is/oflokkad/ny-thjodaroryggisstefna-trumps-nyir-timar-nyjar-askoranir-fyrir-bandamenn/
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun