5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 08:30 Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar