5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 08:30 Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun