Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar 13. desember 2025 08:16 Um daginn ritaði ég nokkur orð, undir titlinum „Skamm! (-sýni)“. Fékk í framhaldinu spurningar um skógrækt og ritaði því snöggvast nokkur orð til viðbótar. Fyrir mér er skógrækt lykilþáttur íslenskrar náttúru. Í bland við vötn, læki, jökla og votlendi, hraun- og mosabreiður, sanda og fjöll styður skógurinn við ríkulegt lífríki plantna, dýra og sveppa. Í íslensku skóglendi hef ég tínt mér blá-, hrúta- og hindber til matar. Heilsað upp á rjúpurnar, hlustað á hrossagaukinn, dáðst að flórgoðanum á aðliggjandi vatni. Séð fiðruðu frændurna auðnutittlinga og krossnefi nærast á trjáfræjum á meðan maríuerlur safna skordýrum í gogginn. Ég horfi á þetta sem yndislega heild, en fyrir sumum er þetta stanslaus barátta um landamæri og yfirráð. Hvoru tveggja er rétt. Sumir bara kjósa að horfa á náttúruna og lífið í sinni hráustu mynd, frekar en að njóta fegurðarinnar í samspilinu. Skjólbelti og axlabönd Útivistarskógar, skjólbelti, kolefnisbinding, nytjaskógar til timburframleiðslu og jólatrjáa. Allt er þetta af hinu góða. Skógrækt er þó auðvitað ekki heilög, frekar en neitt annað. Nauðsynlegt er að standa vel að verki ásamt því að velja trjátegundir og staðsetningar eftir því sem best hentar. Við búum sem betur fer að sérfræðiþekkingu Skógræktarinnar (nú hluti af Land og Skógur) sem stundað hefur rannsóknir á þessu sviði frá 1908 og aðlagar sig sífellt að nýjustu þekkingu. Einnig er passað upp á skógrækt með lögum, reglugerðum og ýmsum skipulagsreglum sveitarfélaga, þ.m.t. um minja- og náttúruvernd. Forðast skal þó óraunhæfar eða óþarflega íþyngjandi hindranir, sem jafnvel gætu verið til þess eins gerðar að hreinlega stöðva skógrækt. Skógarþjóðin Íslendingar versla í vaxandi mæli jólatré úr innlendri ræktun og er stafafura þar langvinsælust. Þetta eru mjög góðar fréttir, því samanburð við kolefnisspor innfluttra jólatrjáa þarf vart að nefna. Það kom því ekki á óvart að sjá könnun fyrir nokkrum árum sýna 93% þjóðarinnar jákvæða gagnvart skógrækt. Einungis 1,6% voru neikvæðir og virðist sem hluta þeirra hafi sviðið sú staðreynd gríðarlega. Sjálfsagt er þar að finna fólkið sem hvað mest hefur lagt á sig undanfarið til að hafa áhrif á skoðanir okkar hinna. Húsið logar „Æ, við skulum ekki hringja á slökkviliðið, þá lenda allar bækurnar mínar bara í vatnsskemmdum. Húsið hlýtur að hætta að loga bráðum.“ En valið er einfaldlega ekki á milli þess hvort bækurnar séu blautar eða ekki. Valið stendur á milli þess hvort bækurnar séu blautur pappír, eða aska. Ásamt húsinu sjálfu og öllu öðru sem í því er. Jafnt opinbert, sem bakvið tjöldin, virðist hópur fólks hafa reynt að leita í allar áttir. Hvað sem er, í von um að grípa einhver eyru, eða leggja a.m.k. einhvern stein í götu skógræktar á Íslandi. Að því er virðist gegn vilja þjóðarinnar, gegn því sem best er fyrir framtíðar kynslóðir, jafnvel gegn hagsmunum Íslands. Sýnist mér þar hópur sem vill vernda núverandi ástand. Óháð því hvort núverandi ástand er í alla staði gott eða slæmt, æskilegt eða óæskilegt til frambúðar. Óháð því hvort það er yfir höfuð raunhæft að stöðva tímann á nokkrum tímapunkti. Íhaldssemi er jú í grunninn andstæð breytingum, hvað þá nýjungum og ekki skrýtið að hún krefjist þess að engu sé breytt til að viðhalda núverandi ástandi. Jafnvel að sjálfsblekkingum sé beitt til sannfæringar á því að aðgerðarleysi skili árangri og aðgerðir geri bara allt verra. Erfiður er því sá biti fyrir þá að kyngja, að grípa þurfi til allra varna til þess að hægja á breytingum. Að nýjunga og stórvirkra aðgerða sé þörf til þess vernda núverandi ástand. Dregið úr hraðanum? Ef því fólki væri raunverulega annt um náttúruna, Ísland og loftslagsmál hlyti markmið þeirra vera að beita öllum ráðum samtímis, sem sýnt hafa raunverulegan árangur í loftslagsmálum. Hvort sem það væri skógrækt, endurheimt votlendis, niðurdælingar í berggrunn eða annað. Það væri gert af krafti, óháð því hvort það kallaði á utanaðkomandi aðstoð í formi fjármagns eða plantna. Ekki síst þegar raunverulegar efndir stórra yfirlýsinga virðast varla hafa náð broti af því sem vera þyrfti. Jafnvel mætti reikna með að eitthvað af þessu myndi vera atvinnuskapandi, svo ekki sé minnst á að hjálpa okkur að verða sjálfbærari á ýmsan hátt. Fyrir flesta skiptir það máli, þó ekki alla. Falskur finnst mér tónninn sem dásamar náttúruna, en bara á eigin forsendum. Sem segist vilja allt fyrir hana gera, en bara eftir fjölmörgum ströngum skilyrðum, sem útiloka flestar raunhæfar aðgerðir og finna þeim allt til foráttu. Fagran samhljóm finnum við seint með fölskum tónum. Höfundur er plöntunörd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Um daginn ritaði ég nokkur orð, undir titlinum „Skamm! (-sýni)“. Fékk í framhaldinu spurningar um skógrækt og ritaði því snöggvast nokkur orð til viðbótar. Fyrir mér er skógrækt lykilþáttur íslenskrar náttúru. Í bland við vötn, læki, jökla og votlendi, hraun- og mosabreiður, sanda og fjöll styður skógurinn við ríkulegt lífríki plantna, dýra og sveppa. Í íslensku skóglendi hef ég tínt mér blá-, hrúta- og hindber til matar. Heilsað upp á rjúpurnar, hlustað á hrossagaukinn, dáðst að flórgoðanum á aðliggjandi vatni. Séð fiðruðu frændurna auðnutittlinga og krossnefi nærast á trjáfræjum á meðan maríuerlur safna skordýrum í gogginn. Ég horfi á þetta sem yndislega heild, en fyrir sumum er þetta stanslaus barátta um landamæri og yfirráð. Hvoru tveggja er rétt. Sumir bara kjósa að horfa á náttúruna og lífið í sinni hráustu mynd, frekar en að njóta fegurðarinnar í samspilinu. Skjólbelti og axlabönd Útivistarskógar, skjólbelti, kolefnisbinding, nytjaskógar til timburframleiðslu og jólatrjáa. Allt er þetta af hinu góða. Skógrækt er þó auðvitað ekki heilög, frekar en neitt annað. Nauðsynlegt er að standa vel að verki ásamt því að velja trjátegundir og staðsetningar eftir því sem best hentar. Við búum sem betur fer að sérfræðiþekkingu Skógræktarinnar (nú hluti af Land og Skógur) sem stundað hefur rannsóknir á þessu sviði frá 1908 og aðlagar sig sífellt að nýjustu þekkingu. Einnig er passað upp á skógrækt með lögum, reglugerðum og ýmsum skipulagsreglum sveitarfélaga, þ.m.t. um minja- og náttúruvernd. Forðast skal þó óraunhæfar eða óþarflega íþyngjandi hindranir, sem jafnvel gætu verið til þess eins gerðar að hreinlega stöðva skógrækt. Skógarþjóðin Íslendingar versla í vaxandi mæli jólatré úr innlendri ræktun og er stafafura þar langvinsælust. Þetta eru mjög góðar fréttir, því samanburð við kolefnisspor innfluttra jólatrjáa þarf vart að nefna. Það kom því ekki á óvart að sjá könnun fyrir nokkrum árum sýna 93% þjóðarinnar jákvæða gagnvart skógrækt. Einungis 1,6% voru neikvæðir og virðist sem hluta þeirra hafi sviðið sú staðreynd gríðarlega. Sjálfsagt er þar að finna fólkið sem hvað mest hefur lagt á sig undanfarið til að hafa áhrif á skoðanir okkar hinna. Húsið logar „Æ, við skulum ekki hringja á slökkviliðið, þá lenda allar bækurnar mínar bara í vatnsskemmdum. Húsið hlýtur að hætta að loga bráðum.“ En valið er einfaldlega ekki á milli þess hvort bækurnar séu blautar eða ekki. Valið stendur á milli þess hvort bækurnar séu blautur pappír, eða aska. Ásamt húsinu sjálfu og öllu öðru sem í því er. Jafnt opinbert, sem bakvið tjöldin, virðist hópur fólks hafa reynt að leita í allar áttir. Hvað sem er, í von um að grípa einhver eyru, eða leggja a.m.k. einhvern stein í götu skógræktar á Íslandi. Að því er virðist gegn vilja þjóðarinnar, gegn því sem best er fyrir framtíðar kynslóðir, jafnvel gegn hagsmunum Íslands. Sýnist mér þar hópur sem vill vernda núverandi ástand. Óháð því hvort núverandi ástand er í alla staði gott eða slæmt, æskilegt eða óæskilegt til frambúðar. Óháð því hvort það er yfir höfuð raunhæft að stöðva tímann á nokkrum tímapunkti. Íhaldssemi er jú í grunninn andstæð breytingum, hvað þá nýjungum og ekki skrýtið að hún krefjist þess að engu sé breytt til að viðhalda núverandi ástandi. Jafnvel að sjálfsblekkingum sé beitt til sannfæringar á því að aðgerðarleysi skili árangri og aðgerðir geri bara allt verra. Erfiður er því sá biti fyrir þá að kyngja, að grípa þurfi til allra varna til þess að hægja á breytingum. Að nýjunga og stórvirkra aðgerða sé þörf til þess vernda núverandi ástand. Dregið úr hraðanum? Ef því fólki væri raunverulega annt um náttúruna, Ísland og loftslagsmál hlyti markmið þeirra vera að beita öllum ráðum samtímis, sem sýnt hafa raunverulegan árangur í loftslagsmálum. Hvort sem það væri skógrækt, endurheimt votlendis, niðurdælingar í berggrunn eða annað. Það væri gert af krafti, óháð því hvort það kallaði á utanaðkomandi aðstoð í formi fjármagns eða plantna. Ekki síst þegar raunverulegar efndir stórra yfirlýsinga virðast varla hafa náð broti af því sem vera þyrfti. Jafnvel mætti reikna með að eitthvað af þessu myndi vera atvinnuskapandi, svo ekki sé minnst á að hjálpa okkur að verða sjálfbærari á ýmsan hátt. Fyrir flesta skiptir það máli, þó ekki alla. Falskur finnst mér tónninn sem dásamar náttúruna, en bara á eigin forsendum. Sem segist vilja allt fyrir hana gera, en bara eftir fjölmörgum ströngum skilyrðum, sem útiloka flestar raunhæfar aðgerðir og finna þeim allt til foráttu. Fagran samhljóm finnum við seint með fölskum tónum. Höfundur er plöntunörd.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun