Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2025 12:05 Margir liggja heima í kósýfötum þessa dagana og glíma við inflúensuna. Getty Inflúensufaraldurinn er enn á uppleið og segir sóttvarnalæknir erfitt að segja til um hvenær hann nái hámarki. Þá megi búast við að seinni bylgja inflúensunnar taki við eftir áramótin og að hún gangi jafnvel ekki niður fyrr en í mars. Í síðustu viku greindust 116 með inflúensuna. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir nokkuð um alvarleg veikindi, en 27 voru með inflúensuna á Landspítalanum í síðustu viku. „Þetta er ennþá á uppleið, þannig að það er ekki hægt að spá nákvæmlega hvenær toppinum er náð, en það er oftast svona í janúar. Við verðum bara að sjá til. Það er mikil útbreiðsla og það er allur aldur sem er að sýkjast og verða veikur, líka börn, ung börn.“ Hún segir miður að ekki hafi verið nógu mikið um bólusetningar. Þá verði veikindin alvarlegri enda dragi bólusetningar úr alvarleika veikinda. „Þó maður jafnvel smitist þá verður maður ekki eins veikur.“ Guðrún segir fólk vera að veikjast núna við inflúensu af tegund A, en jafnan komi tegund B síðar þá. „Hún kemur oft seinna og svona langdregið, jafnvel fram í mars, apríl og tegund B leggst oft meira á börnin en fullorðna, þannig að þetta er ekki endilega búið enn. Það er ekki hægt að spá alveg fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk fari varlega, noti almennar sóttvarnir og hugi að hreinlæti og umgengni. Fólk sem ekki er búið að láta bólusetja sig er hvatt til þess. „Það er auðvitað minna til af bóluefni eftir því sem lengra líður. Bóluefnið fer hratt út og það fer í ákveðna forgangsröð til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila fyrst og síðan til annarra aðila og svo er það svona gefið frjálst í desember. Þannig að það er kannski ekki mikið eftir,“ segir Guðrún. Þannig hafi hún ekki nákvæma yfirsýn yfir stöðuna á bóluefninu. „En ef að fólk getur fengið bólusetningu, þá hvetjum við til þess.“ Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Í síðustu viku greindust 116 með inflúensuna. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir nokkuð um alvarleg veikindi, en 27 voru með inflúensuna á Landspítalanum í síðustu viku. „Þetta er ennþá á uppleið, þannig að það er ekki hægt að spá nákvæmlega hvenær toppinum er náð, en það er oftast svona í janúar. Við verðum bara að sjá til. Það er mikil útbreiðsla og það er allur aldur sem er að sýkjast og verða veikur, líka börn, ung börn.“ Hún segir miður að ekki hafi verið nógu mikið um bólusetningar. Þá verði veikindin alvarlegri enda dragi bólusetningar úr alvarleika veikinda. „Þó maður jafnvel smitist þá verður maður ekki eins veikur.“ Guðrún segir fólk vera að veikjast núna við inflúensu af tegund A, en jafnan komi tegund B síðar þá. „Hún kemur oft seinna og svona langdregið, jafnvel fram í mars, apríl og tegund B leggst oft meira á börnin en fullorðna, þannig að þetta er ekki endilega búið enn. Það er ekki hægt að spá alveg fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk fari varlega, noti almennar sóttvarnir og hugi að hreinlæti og umgengni. Fólk sem ekki er búið að láta bólusetja sig er hvatt til þess. „Það er auðvitað minna til af bóluefni eftir því sem lengra líður. Bóluefnið fer hratt út og það fer í ákveðna forgangsröð til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila fyrst og síðan til annarra aðila og svo er það svona gefið frjálst í desember. Þannig að það er kannski ekki mikið eftir,“ segir Guðrún. Þannig hafi hún ekki nákvæma yfirsýn yfir stöðuna á bóluefninu. „En ef að fólk getur fengið bólusetningu, þá hvetjum við til þess.“
Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira