Innlent

Líkams­á­rásir, heimilis­of­beldi og vopnaður öku­maður

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna manns sem var með hávaða.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna manns sem var með hávaða. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu í tengslum við rannsókn á líkamsárás. Þá virðast afskipti verið höfð af annarri konu sem grunuð er um líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll.

Lögregla handtók einnig mann í tengslum við rannsókn á heimilisofbeldi og þá var maður handtekinn eftir að tilkynning barst um mann með hníf í fjölbýlishúsi.

Einn var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en við athugun kom í ljós að viðkomandi var með exi og hafnaboltakylfu í bílnum. Lagt var hald á hlutina.

Annar sem var stöðvaður, einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, reyndist sviptur ökuréttindunum og eftirlýstur í tengslum við annað mál.

Lögregla aðstoðaði einnig sjúkraflutningamenn í útkalli, vísaði óviðkomandi úr bílakjallara þar sem hann hafði komið sér fyrir og hafði afskipti af manni vegna þjófnaðar í verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×