Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 12. desember 2025 08:31 EES-samningurinn er eitt mikilvægasta verkfæri íslenskrar efnahagsstjórnar. Hann tryggir Íslandi aðgang að stærsta innri markaði í heimi, samræmir reglur sem auðvelda viðskipti og gerir fyrirtækjum okkar kleift að starfa á jafnréttisgrundvelli við evrópska samkeppnisaðila. Fyrir smáríki eins og Ísland hefur þessi samningur skapað stöðugleika og tækifæri sem við hefðum annars átt erfitt með að byggja upp sjálf. EES-samningurinn og innflytjendamál tengjast verulega vegna þess að samningurinn tryggir frjálsa för fólks á vinnumarkaði milli ríkja innan EES, öll aðildaríki ESB ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þetta þýðir að fólk frá Evrópu getur flutt til Íslands til starfa á sama hátt og Íslendingar geta unnið víðs vegar um Evrópu. Fyrirtæki á Íslandi hafa þannig getað mannað störf sem annars hefðu staðið opin, og innflytjendur sem koma til starfa starfa eru bein afleiðing af því samstarfi sem Ísland kaus að vera hluti af. Þeir eru hluti af því hagkerfi sem EES hefur hjálpað til við að byggja á Íslandi. Umræðan um EES hefur hins vegar breyst á síðustu misserum. Í stað þess að snúast um efnahagslegar staðreyndir hefur hún í auknum mæli orðið vettvangur tilfinninga og tortryggni. Þá heyrast raddir sem halda því fram að fjölgun útlendinga sé „ógn“ við samfélagið eða jafnvel fullveldið. Þessi frásögn endurspeglar fremur tilfinningar frekar en gagnreynda greiningu á stöðunni. Þegar ótti fær að ráða orðræðunni verða gögnin undir, þótt þau segi allt aðra sögu. Til að nálgast umræðuna af heiðarleika er mikilvægt að greina skýrt á milli ólíkra hópa. Flóttafólk kemur hingað vegna neyðar og þörf fyrir vernd. Innflytjendur sem koma til starfa, náms eða fjölskyldulífs standa hins vegar frammi fyrir allt öðrum hvötum. Meirihluti þeirra sem flytja til Íslands á síðustu árum er í leit að tækifærum, ekki vernd, og taka virkan þátt í íslensku samfélagi frá fyrsta degi. Innflytjendur eru nú stór og vaxandi hluti samfélagsins. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru þeir 18,2 prósent íbúa landsins 1. janúar 2024, og hlutfallið hefur nær tvöfaldast á síðasta áratug. Þessi þróun getur vakið spurningar og jafnvel óöryggi, en það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Gögnin sýna skýrt að þessi hópur er ekki byrði; hann er virkur þátttakandi. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú hæsta meðal OECD-ríkja, um 83 prósent. Flestir þeirra koma til að starfa, afla tekna og greiða skatta. Þeir fylla störf sem íslenskt vinnuafl ræður ekki við í nægjanlegu magni og stuðla að því að atvinnugreinar vaxi hraðar og þróist betur. Þeir eru því ekki aðeins hluti af efnahagslífinu, þeir eru hluti af því að gera okkur samkeppnishæfari og sveigjanlegri sem samfélag. Það skiptir þó máli að við séum skýr í orðræðunni. Flóttafólk þarf stuðning á meðan það aðlagast. Innflytjendur sem koma til starfa standa í allt öðrum sporum. Þegar þessir hópar eru settir undir sama hatt verður umræðan villandi og gefur ranga mynd af því hverjir leggja hvað til samfélagsins. Málflutningur sem byggir á ótta, hér við erlenda ríkisborgara, einfaldar flókin mál niður í tilfinningalegar skýringar sem standast ekki endilega samanburð við gögn. Slík nálgun getur hljómað sannfærandi í fyrstu, en hún gerir umræðuna þrengri og dregur athyglina frá raunverulegum áskorunum: hvernig við búum til innviði, húsnæði, þjónustu og tækifæri í síbreytilegu samfélagi. Það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga um framtíðina. Það er eðlilegt að ræða áhrif fjölbreytni. En til að sú umræða verði farsæl þarf hún að byggja á staðreyndum, ekki á tilfinningum og ógn. Við getum verið sanngjörn og raunhæf í einu og sama andartaki: styðja fólk sem þarf vernd, en líka tryggja að atvinnulíf og samfélag geti tekið á móti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum. Auðvitað koma fyrir einstaklingar sem reyna að nýta kerfið sér til ágóða. Slíkt gerist í öllum samfélögum og kallar á skýrar reglur og skilvirkar stofnanir. En það er ekki ástæða til að loka dyrunum fyrir heiðarlegt fólk sem vill starfa, skapa verðmæti og byggja framtíð sína á Íslandi. Ástæður fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í EES-samstarfinu liggja því fyrir: þetta samstarf gerir samfélaginu kleift að þróast hraðar, nýta betur þau tækifæri sem bjóðast og byggja upp fjölbreytt og sterkt atvinnulíf sem heldur áfram að skapa verðmæti fyrir allt landið. Það sem vantar í málflutning þeirra sem mála fjölgun innflytjenda sem ógn er heildarmyndin. Raddir sem tala eingöngu út frá eigin skoðunum en ekki gögnum gefa frá sér aðeins hálfan sannleikann. Hinn helmingurinn, sá sem byggir á staðreyndum, sýnir að innflytjendur eru ekki ógn heldur þátttakendur í framtíð Íslands. Við eigum að treysta okkur sjálfum til að ræða þetta af yfirvegun. Við eigum að skoða tölurnar, meta heildarmyndina og halda áfram samtalinu á málefnalegum og uppbyggilegum grunni. Íslendingar hafa alltaf verið þjóð sem byggir á skynsemi og réttlætiskennd. Það eigum við að halda í. Höfundur er háskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
EES-samningurinn er eitt mikilvægasta verkfæri íslenskrar efnahagsstjórnar. Hann tryggir Íslandi aðgang að stærsta innri markaði í heimi, samræmir reglur sem auðvelda viðskipti og gerir fyrirtækjum okkar kleift að starfa á jafnréttisgrundvelli við evrópska samkeppnisaðila. Fyrir smáríki eins og Ísland hefur þessi samningur skapað stöðugleika og tækifæri sem við hefðum annars átt erfitt með að byggja upp sjálf. EES-samningurinn og innflytjendamál tengjast verulega vegna þess að samningurinn tryggir frjálsa för fólks á vinnumarkaði milli ríkja innan EES, öll aðildaríki ESB ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þetta þýðir að fólk frá Evrópu getur flutt til Íslands til starfa á sama hátt og Íslendingar geta unnið víðs vegar um Evrópu. Fyrirtæki á Íslandi hafa þannig getað mannað störf sem annars hefðu staðið opin, og innflytjendur sem koma til starfa starfa eru bein afleiðing af því samstarfi sem Ísland kaus að vera hluti af. Þeir eru hluti af því hagkerfi sem EES hefur hjálpað til við að byggja á Íslandi. Umræðan um EES hefur hins vegar breyst á síðustu misserum. Í stað þess að snúast um efnahagslegar staðreyndir hefur hún í auknum mæli orðið vettvangur tilfinninga og tortryggni. Þá heyrast raddir sem halda því fram að fjölgun útlendinga sé „ógn“ við samfélagið eða jafnvel fullveldið. Þessi frásögn endurspeglar fremur tilfinningar frekar en gagnreynda greiningu á stöðunni. Þegar ótti fær að ráða orðræðunni verða gögnin undir, þótt þau segi allt aðra sögu. Til að nálgast umræðuna af heiðarleika er mikilvægt að greina skýrt á milli ólíkra hópa. Flóttafólk kemur hingað vegna neyðar og þörf fyrir vernd. Innflytjendur sem koma til starfa, náms eða fjölskyldulífs standa hins vegar frammi fyrir allt öðrum hvötum. Meirihluti þeirra sem flytja til Íslands á síðustu árum er í leit að tækifærum, ekki vernd, og taka virkan þátt í íslensku samfélagi frá fyrsta degi. Innflytjendur eru nú stór og vaxandi hluti samfélagsins. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru þeir 18,2 prósent íbúa landsins 1. janúar 2024, og hlutfallið hefur nær tvöfaldast á síðasta áratug. Þessi þróun getur vakið spurningar og jafnvel óöryggi, en það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Gögnin sýna skýrt að þessi hópur er ekki byrði; hann er virkur þátttakandi. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú hæsta meðal OECD-ríkja, um 83 prósent. Flestir þeirra koma til að starfa, afla tekna og greiða skatta. Þeir fylla störf sem íslenskt vinnuafl ræður ekki við í nægjanlegu magni og stuðla að því að atvinnugreinar vaxi hraðar og þróist betur. Þeir eru því ekki aðeins hluti af efnahagslífinu, þeir eru hluti af því að gera okkur samkeppnishæfari og sveigjanlegri sem samfélag. Það skiptir þó máli að við séum skýr í orðræðunni. Flóttafólk þarf stuðning á meðan það aðlagast. Innflytjendur sem koma til starfa standa í allt öðrum sporum. Þegar þessir hópar eru settir undir sama hatt verður umræðan villandi og gefur ranga mynd af því hverjir leggja hvað til samfélagsins. Málflutningur sem byggir á ótta, hér við erlenda ríkisborgara, einfaldar flókin mál niður í tilfinningalegar skýringar sem standast ekki endilega samanburð við gögn. Slík nálgun getur hljómað sannfærandi í fyrstu, en hún gerir umræðuna þrengri og dregur athyglina frá raunverulegum áskorunum: hvernig við búum til innviði, húsnæði, þjónustu og tækifæri í síbreytilegu samfélagi. Það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga um framtíðina. Það er eðlilegt að ræða áhrif fjölbreytni. En til að sú umræða verði farsæl þarf hún að byggja á staðreyndum, ekki á tilfinningum og ógn. Við getum verið sanngjörn og raunhæf í einu og sama andartaki: styðja fólk sem þarf vernd, en líka tryggja að atvinnulíf og samfélag geti tekið á móti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum. Auðvitað koma fyrir einstaklingar sem reyna að nýta kerfið sér til ágóða. Slíkt gerist í öllum samfélögum og kallar á skýrar reglur og skilvirkar stofnanir. En það er ekki ástæða til að loka dyrunum fyrir heiðarlegt fólk sem vill starfa, skapa verðmæti og byggja framtíð sína á Íslandi. Ástæður fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í EES-samstarfinu liggja því fyrir: þetta samstarf gerir samfélaginu kleift að þróast hraðar, nýta betur þau tækifæri sem bjóðast og byggja upp fjölbreytt og sterkt atvinnulíf sem heldur áfram að skapa verðmæti fyrir allt landið. Það sem vantar í málflutning þeirra sem mála fjölgun innflytjenda sem ógn er heildarmyndin. Raddir sem tala eingöngu út frá eigin skoðunum en ekki gögnum gefa frá sér aðeins hálfan sannleikann. Hinn helmingurinn, sá sem byggir á staðreyndum, sýnir að innflytjendur eru ekki ógn heldur þátttakendur í framtíð Íslands. Við eigum að treysta okkur sjálfum til að ræða þetta af yfirvegun. Við eigum að skoða tölurnar, meta heildarmyndina og halda áfram samtalinu á málefnalegum og uppbyggilegum grunni. Íslendingar hafa alltaf verið þjóð sem byggir á skynsemi og réttlætiskennd. Það eigum við að halda í. Höfundur er háskólanemi
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun