Björn Dagbjartsson er látinn Agnar Már Másson skrifar 11. desember 2025 18:07 Björn Dagbjartsson var meðal annars þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðsend Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. Fjölskylda Björns greinir frá andlátinu en Björn lést á Landspítalanum 11. desember. Björn fæddist 19. janúar 1937 í Álftagerði í Mývatnssveit, elstur sex barna hjónanna Dagbjarts Sigurðssonar og Kristjönu Ásbjörnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og prófi í efnaverkfræði frá Technische Hochschule í Stuttgart 1964 og síðan doktorsprófi í matvælaverkfræði frá Rutgers University í New Jersey 1972. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum 1965–1966. Árin 1966–1969 og 1972–1974 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og var þar forstjóri 1974–1984. Þá var hann aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1979–1980 og ritaði margar greinar um fiskiðnað í innlend og erlend tímarit og bækur. Björn var valinn Penni ársins af ritstjórn Dagblaðsins Vísis árið 1982 fyrir „stuttar, skýrar og skilmerkilegar greinar um þjóðmál“. Björn var alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1984–1987. Hann var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1987–2001 og sinnti brautryðjendastarfi við uppbyggingu þróunarsamstarfs Íslands og landanna sunnan Sahara. Frá 2001 til 2005 var hann sendiherra Íslands í Mósambík, Suður-Afríku og Namibíu. Var hann fyrsti sendiherra Íslands búsettur í Afríku. Björn var virkur í starfi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi um áratugaskeið og kom ásamt Gunnhildi Sigurðardóttur á samstarfi milli Rótarýklúbba á Íslandi og í Kimberley í Suður-Afríku um byggingu og rekstur barnaheimilis í einu af fátækustu hverfum borgarinnar. Eiginkona Björns var Sigrún Valdimarsdóttir, bankastarfsmaður og leiðsögumaður, fædd 9. janúar 1936, en hún lést 6. maí 2001. Sambýliskona Björns var Sigríður Jóhannesdóttir bankastarfsmaður, fædd 8. júní 1939, en hún lést 18. september 2005. Eftirlifandi sambýliskona Björns er Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur en einnig lætur Björn eftir sig dæturnar Sigurveigu Huld Sigurðardóttur og Brynhildi Björnsdóttur, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn. Andlát Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Fjölskylda Björns greinir frá andlátinu en Björn lést á Landspítalanum 11. desember. Björn fæddist 19. janúar 1937 í Álftagerði í Mývatnssveit, elstur sex barna hjónanna Dagbjarts Sigurðssonar og Kristjönu Ásbjörnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og prófi í efnaverkfræði frá Technische Hochschule í Stuttgart 1964 og síðan doktorsprófi í matvælaverkfræði frá Rutgers University í New Jersey 1972. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum 1965–1966. Árin 1966–1969 og 1972–1974 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og var þar forstjóri 1974–1984. Þá var hann aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1979–1980 og ritaði margar greinar um fiskiðnað í innlend og erlend tímarit og bækur. Björn var valinn Penni ársins af ritstjórn Dagblaðsins Vísis árið 1982 fyrir „stuttar, skýrar og skilmerkilegar greinar um þjóðmál“. Björn var alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1984–1987. Hann var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1987–2001 og sinnti brautryðjendastarfi við uppbyggingu þróunarsamstarfs Íslands og landanna sunnan Sahara. Frá 2001 til 2005 var hann sendiherra Íslands í Mósambík, Suður-Afríku og Namibíu. Var hann fyrsti sendiherra Íslands búsettur í Afríku. Björn var virkur í starfi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi um áratugaskeið og kom ásamt Gunnhildi Sigurðardóttur á samstarfi milli Rótarýklúbba á Íslandi og í Kimberley í Suður-Afríku um byggingu og rekstur barnaheimilis í einu af fátækustu hverfum borgarinnar. Eiginkona Björns var Sigrún Valdimarsdóttir, bankastarfsmaður og leiðsögumaður, fædd 9. janúar 1936, en hún lést 6. maí 2001. Sambýliskona Björns var Sigríður Jóhannesdóttir bankastarfsmaður, fædd 8. júní 1939, en hún lést 18. september 2005. Eftirlifandi sambýliskona Björns er Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur en einnig lætur Björn eftir sig dæturnar Sigurveigu Huld Sigurðardóttur og Brynhildi Björnsdóttur, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn.
Andlát Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira