Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Agnar Már Másson skrifar 11. desember 2025 17:16 Þrumu og eldingar nærri Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. MYND / HILMAR BRAGI Veðurfræðingar á Veðurstofunni vara við öflugum skúradembum með snörpum vindhviðum sunnan til á landinu í kvöld og á morgun. Líkur séu á að þeim fylgi þrumuveður. „Í kjölfar skilanna sem hafa gengið yfir í hádeginu er loftið ansi óstöðugt og það eru býsna myndarlegir skúraklakkar sem eru nú á leið og að nálgast sunnanvert landið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Eins og oft er með þrumuveður á Íslandi er mjög óljóst hversu mikið verður úr þrumuveðrinu sjálfu en það er mjög líklegt að það verði öflugar skúradembur og þá getur verið leiðinlega hvasst í dembunum sjálfum,“ útskýrir veðurfræðingurinn. Hann segir að í kvöld séu mestar líkur á þrumuveðri vestanlands en í nótt og á morgun verði þær meiri á Austurlandi. Að gefnu tilefni varar Birgir við því að það kunni að vera mjög misvinda í skúraverði. Milli skúra geti vindur alfarið dottið niður og veðurfræðingurinn biðlar til fólks að láta það ekki blekkja sig. „Vindur rýkur aftur upp um leið og skúrabakkinn kemur.“ Hvað hugsanlegt eldingaveður varðar þá bendir veðurfræðingur á að til séu tilmæli um hvernig eigi að haga sér í því. Samkvæmt almannavörnum á að koma sér strax í skjól í þrumuveðri og forðast meðal annars vatn utandyra, hæðir í landslagi og málmhuti svo sem raflínur og girðingar. Ekki hika við að senda okkur fréttaskot ef þú nærð mynd eða myndskeiði af eldingu. Veður Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Sjá meira
„Í kjölfar skilanna sem hafa gengið yfir í hádeginu er loftið ansi óstöðugt og það eru býsna myndarlegir skúraklakkar sem eru nú á leið og að nálgast sunnanvert landið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Eins og oft er með þrumuveður á Íslandi er mjög óljóst hversu mikið verður úr þrumuveðrinu sjálfu en það er mjög líklegt að það verði öflugar skúradembur og þá getur verið leiðinlega hvasst í dembunum sjálfum,“ útskýrir veðurfræðingurinn. Hann segir að í kvöld séu mestar líkur á þrumuveðri vestanlands en í nótt og á morgun verði þær meiri á Austurlandi. Að gefnu tilefni varar Birgir við því að það kunni að vera mjög misvinda í skúraverði. Milli skúra geti vindur alfarið dottið niður og veðurfræðingurinn biðlar til fólks að láta það ekki blekkja sig. „Vindur rýkur aftur upp um leið og skúrabakkinn kemur.“ Hvað hugsanlegt eldingaveður varðar þá bendir veðurfræðingur á að til séu tilmæli um hvernig eigi að haga sér í því. Samkvæmt almannavörnum á að koma sér strax í skjól í þrumuveðri og forðast meðal annars vatn utandyra, hæðir í landslagi og málmhuti svo sem raflínur og girðingar. Ekki hika við að senda okkur fréttaskot ef þú nærð mynd eða myndskeiði af eldingu.
Veður Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Sjá meira