Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 11. desember 2025 16:01 Íslenska er ekki sjálfgefin á Íslandi. Skrýtið!? Enska er sjálfgefna málið í samskiptum Íslendinga og innflytjenda. Aðeins 18% innflytjenda telja sig kunna góða íslensku.En kannski er það ekki skrýtið ef „allir“ tala ensku við innflytjendur, líka þegar þeir, innflytjendur, kunna ekki ensku. Enska er meira að segja oft töluð við börn og þá ekki einu sinni börn sem hafa ensku að móðurmáli. Stóra spurningin er: Viljum við þetta? Viljum við skipta fólki í þá sem málið kunna og þá sem það ekki kunna? Ef svarið við þeirri spurningu er „já“ þá er íslenskt samfélag á hárréttri leið. Sé vilji til að snúa af þeirri braut er margt sem laga þarf, margt sem leysa þarf. Málið verður ekki leyst á einni nóttu. Málið verður heldur ekki leyst með frösum og innantómu gjálfri stjórnmálamanna núverandi og fyrrverandi. Það er margt sem þarf að koma til FRAMKVÆMDA. Einn þáttur sem er mjög vegamikill, kannski sá mikilvægasti og hann er sá að móðurmálshafi þarf að vera meðvitaður um að hann hafi ýmislegt til málanna að leggja, að hann geti haft áhrif. Hér koma því nokkrir punktar sem mætti spyrða saman við hugtakið almannakennari sem komið er frá Peter Weiss. Hann lagði átakinu Íslenskuvænt samfélag – við erum öll almannakennarar téð hugtak á sínum tíma. Punktunum er ekki ætlað að vera heilagur sannleikur heldur eitthvað sem vekur kannski til umhugsunar. Hér er enga töfralausn að finna en kannski hluti lausnar. -Þú þarft ekki að tala ensku þótt töluð sé enska við þig. Þér ber engin skylda til þess. Ef þú vilt ekki tala ensku þá er það í fínu lagi. Enginn ætti að krefjast þess af þér. Og ef fólk skilur ekki þegar þú talar íslensku þá er það örugglega stærra vandamál fyrir það en þig. Þitt hlutverk er að leita allra leiða til að fólk skilji þig og nota til þess „allskonar“ íslensku, einfalda, hægja á þér, endurorða, benda, stytta setningar … Skilji fólk ekki hvað þú segir ætti það að senda þau skilaboð að ef til vill ætti það að leggja harðar að sér við að ná tökum á málinu. Kurteisi og bros er æskilegt undir þessum kringumstæðum. Sé vilji til þess að íslenska verði sjálfgefna málið þarf að hafa fyrir því. Enginn lærir íslenska nema hún sé notuð, fáir telja sig þurfa að nota íslensku sé ekki ætlast til þess af þeim. -Það er besta mál að kvarta undan því þegar íslenska er ekki í boði. Rétt er þó að beina þeim umkvörtunum á réttan stað. Það er nefnilega sjaldnast starfsfólkið sem leggur línurnar. Það er atvinnurekandinn sem hefur meira um það að segja hvort íslenska sé í boði. Jú, og yfirvaldið líka. Samt er auðvitað enginn ástæða til að skipta yfir á ensku frekar en þú vilt. -Viðhorfið smá enska hér, smá enska þar skaðar ekki, hvort sem það er á matseðlum, skiltum eða í samskiptum er skaðlegt viðhorf. Það grefur undan íslenskunni smátt og smátt. Margt smátt gerir eitt stórt. -Enska leiðir saman en sundrar einnig. Hún skapar aðgreiningu: Þeir sem kunna málið og þeir sem kunna það ekki. Hverjir verða fremur ofan á í samfélaginu? Íslenskukunnátta jafnar möguleika fólks og setur það við sama borð. Það er gott að það hafa í huga. Við þessa punkta má svo spinna að vild. Það er vonandi að jólagjöf íslensks samfélags til sjálfs síns verði í formi þess að gera íslensku að sjálfgefna málinu á Íslandi. Höfundur er kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og stofnandi verkefnisins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag innan Háskólaseturs Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Íslensk fræði Innflytjendamál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska er ekki sjálfgefin á Íslandi. Skrýtið!? Enska er sjálfgefna málið í samskiptum Íslendinga og innflytjenda. Aðeins 18% innflytjenda telja sig kunna góða íslensku.En kannski er það ekki skrýtið ef „allir“ tala ensku við innflytjendur, líka þegar þeir, innflytjendur, kunna ekki ensku. Enska er meira að segja oft töluð við börn og þá ekki einu sinni börn sem hafa ensku að móðurmáli. Stóra spurningin er: Viljum við þetta? Viljum við skipta fólki í þá sem málið kunna og þá sem það ekki kunna? Ef svarið við þeirri spurningu er „já“ þá er íslenskt samfélag á hárréttri leið. Sé vilji til að snúa af þeirri braut er margt sem laga þarf, margt sem leysa þarf. Málið verður ekki leyst á einni nóttu. Málið verður heldur ekki leyst með frösum og innantómu gjálfri stjórnmálamanna núverandi og fyrrverandi. Það er margt sem þarf að koma til FRAMKVÆMDA. Einn þáttur sem er mjög vegamikill, kannski sá mikilvægasti og hann er sá að móðurmálshafi þarf að vera meðvitaður um að hann hafi ýmislegt til málanna að leggja, að hann geti haft áhrif. Hér koma því nokkrir punktar sem mætti spyrða saman við hugtakið almannakennari sem komið er frá Peter Weiss. Hann lagði átakinu Íslenskuvænt samfélag – við erum öll almannakennarar téð hugtak á sínum tíma. Punktunum er ekki ætlað að vera heilagur sannleikur heldur eitthvað sem vekur kannski til umhugsunar. Hér er enga töfralausn að finna en kannski hluti lausnar. -Þú þarft ekki að tala ensku þótt töluð sé enska við þig. Þér ber engin skylda til þess. Ef þú vilt ekki tala ensku þá er það í fínu lagi. Enginn ætti að krefjast þess af þér. Og ef fólk skilur ekki þegar þú talar íslensku þá er það örugglega stærra vandamál fyrir það en þig. Þitt hlutverk er að leita allra leiða til að fólk skilji þig og nota til þess „allskonar“ íslensku, einfalda, hægja á þér, endurorða, benda, stytta setningar … Skilji fólk ekki hvað þú segir ætti það að senda þau skilaboð að ef til vill ætti það að leggja harðar að sér við að ná tökum á málinu. Kurteisi og bros er æskilegt undir þessum kringumstæðum. Sé vilji til þess að íslenska verði sjálfgefna málið þarf að hafa fyrir því. Enginn lærir íslenska nema hún sé notuð, fáir telja sig þurfa að nota íslensku sé ekki ætlast til þess af þeim. -Það er besta mál að kvarta undan því þegar íslenska er ekki í boði. Rétt er þó að beina þeim umkvörtunum á réttan stað. Það er nefnilega sjaldnast starfsfólkið sem leggur línurnar. Það er atvinnurekandinn sem hefur meira um það að segja hvort íslenska sé í boði. Jú, og yfirvaldið líka. Samt er auðvitað enginn ástæða til að skipta yfir á ensku frekar en þú vilt. -Viðhorfið smá enska hér, smá enska þar skaðar ekki, hvort sem það er á matseðlum, skiltum eða í samskiptum er skaðlegt viðhorf. Það grefur undan íslenskunni smátt og smátt. Margt smátt gerir eitt stórt. -Enska leiðir saman en sundrar einnig. Hún skapar aðgreiningu: Þeir sem kunna málið og þeir sem kunna það ekki. Hverjir verða fremur ofan á í samfélaginu? Íslenskukunnátta jafnar möguleika fólks og setur það við sama borð. Það er gott að það hafa í huga. Við þessa punkta má svo spinna að vild. Það er vonandi að jólagjöf íslensks samfélags til sjálfs síns verði í formi þess að gera íslensku að sjálfgefna málinu á Íslandi. Höfundur er kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og stofnandi verkefnisins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag innan Háskólaseturs Vestfjarða.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun