Fótbolti

Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Noni Madueke fagnar seinna marki sínu fyrir Arsenal í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Noni Madueke fagnar seinna marki sínu fyrir Arsenal í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/Stuart MacFarlane

Arsenal er áfram með fullt hús á toppi Meistaradeildarinnar eftir að sjöttu umferðinni lauk í gær. Nú má sjá mörk úr leikjum gærkvöldsins hér inni á Vísi.

Noni Madueke sló í gegn hjá Arsenal í gær með tveimur mörkum en þau gætu ekki verið ólíkari. Arsenal vann 3-0 útisigur á belgíska félaginu Club Brugge. Madueke skoraði fyrst með stórbrotnu skoti í slá og inn af löngu færi en seinna markið skoraði hann af mjög stuttu færi. Gabriel Martinelli innsiglaði svo sigurinn, fullt hús og markatöluna 17-1.

Klippa: Mörkin úr leikjum Arsenal og Newcastle í Meistaradeildinni

Erling Haaland tryggði Manchester City 2-1 útisigur á Real Madrid með marki úr vítaspyrnu. Rodrygo kom Real í 1-0 en Nico O'Reilly jafnaði í 1-1. Öll þrjú mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Manchester City

Viktor Bjarki Daðason og félagar í FC Kaupmannahöfn unnu 3-2 útisigur á spænska liðinu Villarreal. Viktor var í byrjunarliðinu en skoraði ekki. Varamaður hans, Andreas Cornelius, skoraði sigurmarkið.

Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og FC Kaupmannahöfn

Það voru tvö markajafntefli því Bayer Leverkusen og Newcastle gerðu 2-2 jafntefli og Dortmund og norska félagið Bodö/Glimt gerðu einnig 2-2 jafntefli. Anthony Gordon og Lewis Miley skoruðu mörk enska liðsins.

Weston McKennie og Jonathan David skoruðu í 2-0 sigri Juventus á Pafos og þeir Richard Rios og Leandro Barreiro skoruðu mörk Benfica í 2-0 sigri á Napoli.

Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og Bodö/Glimt
Klippa: Mörkin úr leik Juventus og Pafos
Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Napoli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×