Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 11. desember 2025 10:03 Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Byggðamál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun