Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 11. desember 2025 10:03 Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Byggðamál Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun