Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Forlagið 11. desember 2025 13:09 „Mér finnst til dæmis húmor afskaplega mikilvægur þegar ég skrifa, já eða reyndar bara almennt og yfirleitt í lífinu,“ segir Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir „Kannski má segja að uppruna þessa verks sé að finna alveg aftur á mín yngri ár. Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ þegar ég var enn einhleyp um þrítugt. Það var alveg hætt að spyrja þegar ég loks „gekk út“ fimm árum síðar og þá gat fólk trúlega dregið andann léttar!“ segir Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir spurð út í nýjustu bók sína Piparmeyjar. Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi. Bókin er sagnfræðilegt verk en þó ekki „hátimbrað“ eins og Sigríður orðar það heldur eigi að höfða til sem flestra lesenda. „Mér finnst til dæmis húmor afskaplega mikilvægur þegar ég skrifa, já eða reyndar bara almennt og yfirleitt í lífinu,“ segir hún. Áhyggjur skyldmennanna á hjúskaparstöðu hennar hafi þó orðið til þess að hún fór að velta fyrir sér viðhorfum almennt til einhleypra kvenna og hvaðan þau væru upprunnin. „Síðar meir valdi ég mér hlutskipti þessa hóps kvenna sem rannsóknarefni í sagnfræði þegar ég skrifaði meistararitgerð um ógiftar konur fæddar á nítjándu öld. Sú ritgerð er þó ekki uppistaðan í bókinni, en konurnar 210 sem ég skoðaði í rannsókninni minni, fæddar á árunum 1827-1898 voru samt grundvöllur í bókarskrifunum. Úr þeim hópi koma allar persónurnar, nema auðvitað þær giftu konur sem ég fjalla um, og líka aðalpersónan, Thora Friðriksson, fædd 1866. Hálf bókin er ævisaga hennar, byggð á bréfum sem hún skrifaði systur sinni sem var prestsfrú vestur á fjörðum.“ Hver var Thora Friðriksson? „Thora var af borgarastétt í Reykjavík, fædd og uppalin í húsi við Austurvöll. Halldór Kr. Friðriksson faðir hennar var embættismaður, eða sem sagt yfirkennari við Lærða skólann, sat á alþingi og í bæjarstjórn og var í fjölmörgum nefndum og ráðum. Hann var „hægri hönd“ Jón Sigurðssonar hér heima og Jón kom oft á heimilið þegar hann var á landinu. Eins hafði Halldór verið Fjölnismaður á Hafnarárum sínum. Hann var kvæntur danskri konu sem hét Leopoldine og danska var málið sem fjölskyldan talaði á heimilinu. Ég er með fleiri áberandi konur í bókinni, en saga Thoru er sem sagt fyrirferðarmest. Hún var mjög merkileg kona – hún átti þann æskudraum að læra frönsku og komast til Frakklands. Í bókinni segi ég meðal annars um það hvernig henni gekk að láta drauma sína rætast. Hún var talsvert bundin heima fyrir, yngst sex systkina og hin öll gift og farin burt, svo það kom í hennar hlut að sjá um aldraða foreldra sína og um heimilið. Slíkt var gjarnan hlutskipti yngstu dætra fyrr á tíð og ekki séríslenskt fyrirbæri. Það var ekkert tryggingakerfi til, fjölskyldan var tryggingin þín. Meðal annars þess vegna var slæmt að giftast ekki – því hver átti þá að sjá um þig í ellinni? Thora var meðfram öllum skyldunum heima fyrir að kenna í barnaskólanum í Reykjavík og stundum í Kvennaskólanum hennar Þóru Melsteð og kenndi líka frönsku í einkakennslu. Svo hafði hún mikinn áhuga á tísku og saumaði mikið. Þegar foreldrar hennar voru látnir og hún var að leita logandi ljósi að því hvernig hún ætti að sjá sér farborða varð það úr að til viðbótar við kennsluna opnaði hún tískuverslun með vinkonu sinni. Þær opnuðu hana árið 1916 en hún var þá aðeins opin í eitt ár vegna heimstyrjaldarinnar, en opnuðu svo aftur árið 1925 og Thora vann í búðinni sinni langt fram yfir áttrætt. Hún lést árið 1958 rúmlega níræð. Hrútskýringar sýndu nauðsyn þess að segja sögur kvenna Bækur Sigríðar fjalla jafnan um konur og þeirra sögur. Hún var ung á tímum Rauðsokkanna og segist alla tíð hafa verið femínisti og hrútskýringar um málefni kvenna hafa espað hana til andsvara. Mikilvægt sé að segja sögur kvenna og ekki út frá upplifun karla af þeim. „Ég er alin upp í róttækum anda og það að hugleiða réttindi kvenna og sögu þeirra tengdist þessari hugsun. Síðasta bók á undan þessari fjallaði um móður mína, Jakobínu Sigurðardóttur rithöfund (1918-1994). Ég var með allt bréfasafnið hennar og fannst ég þurfa að gera henni skil, bæði sem skáldi og konu. Í vinnslu þeirrar bókar komu óneitanlega margar aðrar konur við sögu, konur úr báðum ættum mínum. Mér fannst þær hafa horfið í djúp gleymskunnar og að það þyrfti að rétta þeirra hlut. Til dæmis sögðu karlar í kringum mig ákveðna útgáfu af því hvernig föðuramma mín hefði verið og langamma mín en ég sagði söguna með öðrum hætti með konurnar sjálfar sem þungamiðju, ekki upplifun karla á þeim. Ég er uppalin í sveit og hef búið talsvert utan Reykjavíkur. Mér fannst stundum að samfélagshugsunin í sveitinni væri svo karl-læg og nokkrum áratugum á eftir höfuðborginni í svo mörgu. Til dæmis voru alltaf sömu karlarnir að skemmta á samkomum og segja sögur af öðrum körlum, lífs og liðnum. Sem betur fer er hugsunarhátturinn að breytast. Um svipað leyti og farið var að rannsaka sögu kvenna var farið að pæla í öðrum hópum en þeim körlum sem stjórnuðu landinu og voru í fararbroddi í atvinnulífinu, skoða kjör alþýðu og fátæklinga til dæmis. Áður var sagan fyrst og fremst svokölluð „stórsaga“, um helstu viðburði og þvíumlíkt, enda stundum sagt að sagan sé saga sigurvegaranna. En einmitt þessi karl-læga hugsun alltumlykjandi sem ég ólst upp við þar sem hrútskýringar voru á öllu og líka á konum ef menn nenntu að eyða á þær orðum, espaði mig upp til andsvara. Það var löngu tímabært að skoða söguna af öðrum sjónarhóli. Íslendingasögurnar og Jón Trausti hluti af uppeldinu Sigríður fékk bókmenntalegt uppeldi í Mývatnssveitinni og þó hún segist hafa verið löt að læra að lesa las hún ung Íslendingasögurnar. Í barnaskóla voru bækur Jóns Trausta lesnar fyrir nemendur og leikþættir úr Gullna hliðinu settir upp á skólaskemmtunum. „Mamma var skáld og rithöfundur og pabbi fór um sveitir og skemmti því hann var hagyrðingur góður og líka snjall ræðumaður og pistlahöfundur. Eldri systur mínar tvær nutu þess um sumt umfram mig og yngri bróður minn, mamma hafði minni tíma til að sinna okkur þeim yngri. En hún lét okkur nú samt lesa Íslendingasögurnar og svo var lesið líka fyrir mig, sérstaklega þjóðsögurnar. Ég varð seint læs, eða sex ára, það þótti sko seint í minni fjölskyldu, þar voru miklar kröfur gerðar um lestur bóka og að vera með á nótunum í pólitík og menningarmálum. En það hvað ég var löt að læra lestur var vegna þess að ég vildi helst alltaf vera úti að leika mér og leiddist að sitja inni að læra. Síðan varð ég algjör lestrarhestur og alæta á bækur, las sem krakki og unglingur bæði bókmenntir ætlaðar mínum aldri og líka fullorðinsbækur. Ég var í heimavistarskóla og skólastjórinn var mjög menningarsinnaður og í raun aðal menningarviti sveitarinnar á þeim tíma. Hann las upphátt fyrir okkur krakkana og þá engar smákrakkabækur, heldur Jón Trausta og fleiri klassíska íslenska höfunda. Við lærðum ljóð og settum upp leikrit og þá gjarnan þætti úr Gullna hliðinu og Skugga-Sveini, svo þetta var alveg alvöru, ekkert smábarnastöff. „Ég les mjög mikið af öllu mögulegu og er frekar hraðlæs. Hef gaman af ævisögum og sagnfræði, skáldsögum líka, en ef mér leiðast þær skila ég þeim hálflesnum, því ég er orðin svo spör á tíma minn á efri árum! Svo les ég stundum heil fjöll af krimmum þegar ég er í þannig stuði. Er ekkert farin að líta á jólabækurnar nema Ósmann eftir hann Joachim B. Schmidt sem mér finnst alveg frábær. Já og nýju bókina hennar Nönnu Rögnvaldardóttur, mér finnst hún mjög góður penni. Af erlendum höfundum sem ég hef lesið nýverið vil ég nefna Claire Keegan sem hafði mikil áhrif á mig. Ég er samt ekkert endilega að eltast við það sem allir lesa og síst af öllu eitthvað sem er auglýst sem metsölubækur. Ég man að ein jólin var verið að ræða á kaffistofunni hvað fólk var að lesa og það var einmitt metsölulistinn en þá var ég að lesa Rökkurbýsnir eftir Sjón og átti vart orð að lýsa hrifningu minni en mætti bara þögn. Núna er ég að lesa Íslandsklukku Laxness í þriðja sinn og mér finnst bara ekkert hægt að bæta neinu við! Svo mikil snilld. En ekki halda að ég lesi bara heimsbókmenntir, áður en varir er ég sokkin ofan í B-krimma af mikilli áfergju.“ Glæpir nauðsynlegir á jólum „Það eru nú fastir krimmaliðir á jólagjafalista, sem er Arnaldur Indriðason. Svo einhver annar krimmi, gjarnan Lilja Sigurðardóttir en svo langar mig svolítið að lesa bók Ragnars Jónassonar og Katrínar Jakobsdóttur. Um jólin þarf ég sem sagt glæpi og konfekt og að láta fara vel um mig. Veit ekki alveg hvar ég vil byrja í fagurbókmenntunum og varðandi fræðibækurnar finnst mér ég absólútt verða að lesa Fröken Dúllu eftir hana Kristínu Svövu Tómasdóttur, sem er frábær fræðikona. Hef ekki haft tíma til að kynna mér almennilega hvað er í boði. Ertu farinn að huga að næstu bók? „Skriftirnar eru lífæðin mín, ég held bara að ég þornaði alveg upp ef ég hefði þær ekki. Ég hef árum saman verið að skrifa bækur meðfram fullri vinnu sem er ansi krefjandi. En um síðustu áramót hætti ég í launavinnu og hef rýmri tíma. Ég er með hugmyndir og aðeins farin að máta þær svona með sjálfri mér. Ég segi ekki meira um það, því ég hef það fyrir sið að tala ekki um það um hvað ég er að skrifa hverju sinni, ekki fyrr en það er nánast komið á útgáfustig. Nema við manninn minn, hann neyðist til að hlusta á allar mínar pælingar. Ég segi honum samt ekkert endilega frá fyrstu hugarfóstrum. Mér finnst ég taka of mikla áhættu með að ræða það, nánast eins og sápukúlan geti sprungið. En mig skortir aldrei hugmyndir og það eru mýmargar skáldsögur, jafnvel glæpasögur, sem hafa hringsólað í höfðinu á mér gegnum árin en ekki náð niður á blað. En hver veit?“ Bókmenntir Menning Jól Jafnréttismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira
Bókin er sagnfræðilegt verk en þó ekki „hátimbrað“ eins og Sigríður orðar það heldur eigi að höfða til sem flestra lesenda. „Mér finnst til dæmis húmor afskaplega mikilvægur þegar ég skrifa, já eða reyndar bara almennt og yfirleitt í lífinu,“ segir hún. Áhyggjur skyldmennanna á hjúskaparstöðu hennar hafi þó orðið til þess að hún fór að velta fyrir sér viðhorfum almennt til einhleypra kvenna og hvaðan þau væru upprunnin. „Síðar meir valdi ég mér hlutskipti þessa hóps kvenna sem rannsóknarefni í sagnfræði þegar ég skrifaði meistararitgerð um ógiftar konur fæddar á nítjándu öld. Sú ritgerð er þó ekki uppistaðan í bókinni, en konurnar 210 sem ég skoðaði í rannsókninni minni, fæddar á árunum 1827-1898 voru samt grundvöllur í bókarskrifunum. Úr þeim hópi koma allar persónurnar, nema auðvitað þær giftu konur sem ég fjalla um, og líka aðalpersónan, Thora Friðriksson, fædd 1866. Hálf bókin er ævisaga hennar, byggð á bréfum sem hún skrifaði systur sinni sem var prestsfrú vestur á fjörðum.“ Hver var Thora Friðriksson? „Thora var af borgarastétt í Reykjavík, fædd og uppalin í húsi við Austurvöll. Halldór Kr. Friðriksson faðir hennar var embættismaður, eða sem sagt yfirkennari við Lærða skólann, sat á alþingi og í bæjarstjórn og var í fjölmörgum nefndum og ráðum. Hann var „hægri hönd“ Jón Sigurðssonar hér heima og Jón kom oft á heimilið þegar hann var á landinu. Eins hafði Halldór verið Fjölnismaður á Hafnarárum sínum. Hann var kvæntur danskri konu sem hét Leopoldine og danska var málið sem fjölskyldan talaði á heimilinu. Ég er með fleiri áberandi konur í bókinni, en saga Thoru er sem sagt fyrirferðarmest. Hún var mjög merkileg kona – hún átti þann æskudraum að læra frönsku og komast til Frakklands. Í bókinni segi ég meðal annars um það hvernig henni gekk að láta drauma sína rætast. Hún var talsvert bundin heima fyrir, yngst sex systkina og hin öll gift og farin burt, svo það kom í hennar hlut að sjá um aldraða foreldra sína og um heimilið. Slíkt var gjarnan hlutskipti yngstu dætra fyrr á tíð og ekki séríslenskt fyrirbæri. Það var ekkert tryggingakerfi til, fjölskyldan var tryggingin þín. Meðal annars þess vegna var slæmt að giftast ekki – því hver átti þá að sjá um þig í ellinni? Thora var meðfram öllum skyldunum heima fyrir að kenna í barnaskólanum í Reykjavík og stundum í Kvennaskólanum hennar Þóru Melsteð og kenndi líka frönsku í einkakennslu. Svo hafði hún mikinn áhuga á tísku og saumaði mikið. Þegar foreldrar hennar voru látnir og hún var að leita logandi ljósi að því hvernig hún ætti að sjá sér farborða varð það úr að til viðbótar við kennsluna opnaði hún tískuverslun með vinkonu sinni. Þær opnuðu hana árið 1916 en hún var þá aðeins opin í eitt ár vegna heimstyrjaldarinnar, en opnuðu svo aftur árið 1925 og Thora vann í búðinni sinni langt fram yfir áttrætt. Hún lést árið 1958 rúmlega níræð. Hrútskýringar sýndu nauðsyn þess að segja sögur kvenna Bækur Sigríðar fjalla jafnan um konur og þeirra sögur. Hún var ung á tímum Rauðsokkanna og segist alla tíð hafa verið femínisti og hrútskýringar um málefni kvenna hafa espað hana til andsvara. Mikilvægt sé að segja sögur kvenna og ekki út frá upplifun karla af þeim. „Ég er alin upp í róttækum anda og það að hugleiða réttindi kvenna og sögu þeirra tengdist þessari hugsun. Síðasta bók á undan þessari fjallaði um móður mína, Jakobínu Sigurðardóttur rithöfund (1918-1994). Ég var með allt bréfasafnið hennar og fannst ég þurfa að gera henni skil, bæði sem skáldi og konu. Í vinnslu þeirrar bókar komu óneitanlega margar aðrar konur við sögu, konur úr báðum ættum mínum. Mér fannst þær hafa horfið í djúp gleymskunnar og að það þyrfti að rétta þeirra hlut. Til dæmis sögðu karlar í kringum mig ákveðna útgáfu af því hvernig föðuramma mín hefði verið og langamma mín en ég sagði söguna með öðrum hætti með konurnar sjálfar sem þungamiðju, ekki upplifun karla á þeim. Ég er uppalin í sveit og hef búið talsvert utan Reykjavíkur. Mér fannst stundum að samfélagshugsunin í sveitinni væri svo karl-læg og nokkrum áratugum á eftir höfuðborginni í svo mörgu. Til dæmis voru alltaf sömu karlarnir að skemmta á samkomum og segja sögur af öðrum körlum, lífs og liðnum. Sem betur fer er hugsunarhátturinn að breytast. Um svipað leyti og farið var að rannsaka sögu kvenna var farið að pæla í öðrum hópum en þeim körlum sem stjórnuðu landinu og voru í fararbroddi í atvinnulífinu, skoða kjör alþýðu og fátæklinga til dæmis. Áður var sagan fyrst og fremst svokölluð „stórsaga“, um helstu viðburði og þvíumlíkt, enda stundum sagt að sagan sé saga sigurvegaranna. En einmitt þessi karl-læga hugsun alltumlykjandi sem ég ólst upp við þar sem hrútskýringar voru á öllu og líka á konum ef menn nenntu að eyða á þær orðum, espaði mig upp til andsvara. Það var löngu tímabært að skoða söguna af öðrum sjónarhóli. Íslendingasögurnar og Jón Trausti hluti af uppeldinu Sigríður fékk bókmenntalegt uppeldi í Mývatnssveitinni og þó hún segist hafa verið löt að læra að lesa las hún ung Íslendingasögurnar. Í barnaskóla voru bækur Jóns Trausta lesnar fyrir nemendur og leikþættir úr Gullna hliðinu settir upp á skólaskemmtunum. „Mamma var skáld og rithöfundur og pabbi fór um sveitir og skemmti því hann var hagyrðingur góður og líka snjall ræðumaður og pistlahöfundur. Eldri systur mínar tvær nutu þess um sumt umfram mig og yngri bróður minn, mamma hafði minni tíma til að sinna okkur þeim yngri. En hún lét okkur nú samt lesa Íslendingasögurnar og svo var lesið líka fyrir mig, sérstaklega þjóðsögurnar. Ég varð seint læs, eða sex ára, það þótti sko seint í minni fjölskyldu, þar voru miklar kröfur gerðar um lestur bóka og að vera með á nótunum í pólitík og menningarmálum. En það hvað ég var löt að læra lestur var vegna þess að ég vildi helst alltaf vera úti að leika mér og leiddist að sitja inni að læra. Síðan varð ég algjör lestrarhestur og alæta á bækur, las sem krakki og unglingur bæði bókmenntir ætlaðar mínum aldri og líka fullorðinsbækur. Ég var í heimavistarskóla og skólastjórinn var mjög menningarsinnaður og í raun aðal menningarviti sveitarinnar á þeim tíma. Hann las upphátt fyrir okkur krakkana og þá engar smákrakkabækur, heldur Jón Trausta og fleiri klassíska íslenska höfunda. Við lærðum ljóð og settum upp leikrit og þá gjarnan þætti úr Gullna hliðinu og Skugga-Sveini, svo þetta var alveg alvöru, ekkert smábarnastöff. „Ég les mjög mikið af öllu mögulegu og er frekar hraðlæs. Hef gaman af ævisögum og sagnfræði, skáldsögum líka, en ef mér leiðast þær skila ég þeim hálflesnum, því ég er orðin svo spör á tíma minn á efri árum! Svo les ég stundum heil fjöll af krimmum þegar ég er í þannig stuði. Er ekkert farin að líta á jólabækurnar nema Ósmann eftir hann Joachim B. Schmidt sem mér finnst alveg frábær. Já og nýju bókina hennar Nönnu Rögnvaldardóttur, mér finnst hún mjög góður penni. Af erlendum höfundum sem ég hef lesið nýverið vil ég nefna Claire Keegan sem hafði mikil áhrif á mig. Ég er samt ekkert endilega að eltast við það sem allir lesa og síst af öllu eitthvað sem er auglýst sem metsölubækur. Ég man að ein jólin var verið að ræða á kaffistofunni hvað fólk var að lesa og það var einmitt metsölulistinn en þá var ég að lesa Rökkurbýsnir eftir Sjón og átti vart orð að lýsa hrifningu minni en mætti bara þögn. Núna er ég að lesa Íslandsklukku Laxness í þriðja sinn og mér finnst bara ekkert hægt að bæta neinu við! Svo mikil snilld. En ekki halda að ég lesi bara heimsbókmenntir, áður en varir er ég sokkin ofan í B-krimma af mikilli áfergju.“ Glæpir nauðsynlegir á jólum „Það eru nú fastir krimmaliðir á jólagjafalista, sem er Arnaldur Indriðason. Svo einhver annar krimmi, gjarnan Lilja Sigurðardóttir en svo langar mig svolítið að lesa bók Ragnars Jónassonar og Katrínar Jakobsdóttur. Um jólin þarf ég sem sagt glæpi og konfekt og að láta fara vel um mig. Veit ekki alveg hvar ég vil byrja í fagurbókmenntunum og varðandi fræðibækurnar finnst mér ég absólútt verða að lesa Fröken Dúllu eftir hana Kristínu Svövu Tómasdóttur, sem er frábær fræðikona. Hef ekki haft tíma til að kynna mér almennilega hvað er í boði. Ertu farinn að huga að næstu bók? „Skriftirnar eru lífæðin mín, ég held bara að ég þornaði alveg upp ef ég hefði þær ekki. Ég hef árum saman verið að skrifa bækur meðfram fullri vinnu sem er ansi krefjandi. En um síðustu áramót hætti ég í launavinnu og hef rýmri tíma. Ég er með hugmyndir og aðeins farin að máta þær svona með sjálfri mér. Ég segi ekki meira um það, því ég hef það fyrir sið að tala ekki um það um hvað ég er að skrifa hverju sinni, ekki fyrr en það er nánast komið á útgáfustig. Nema við manninn minn, hann neyðist til að hlusta á allar mínar pælingar. Ég segi honum samt ekkert endilega frá fyrstu hugarfóstrum. Mér finnst ég taka of mikla áhættu með að ræða það, nánast eins og sápukúlan geti sprungið. En mig skortir aldrei hugmyndir og það eru mýmargar skáldsögur, jafnvel glæpasögur, sem hafa hringsólað í höfðinu á mér gegnum árin en ekki náð niður á blað. En hver veit?“
Bókmenntir Menning Jól Jafnréttismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira