Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2025 18:36 Samtökin FairSquare eru allt annað en sátt við það hvernig Gianni Infantino hagað störfum sínum upp á síðkastið Vísir/Getty Formleg kvörtun hefur verið send til siðanefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) og þar fullyrt að forseti sambandsins, Gianni Infantino, hafi ítrekað brotið á hlutleysisskyldu sinni þegar kemur að stjórnmálum. Er þess enn fremur krafist að rannsókn fari fram á ferlinu sem leiddi til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hlaut fyrstu friðarverðlaun FIFA. Kvörtunin barst frá hagsmunasamtökunum FairSquare sem einblína jafnan á alþjóðleg réttindi flóttafólks, aðgerðir gegn pólitískri kúgun sem og íþróttum. The Athletic hefur undir höndunum átta blaðsíðna kvörtun sem FairSquare sendi inn á borð siðanefndar FIFA en aðalhlutverk hennar er að kanna möguleg brot á þeim siðareglum sem sambandið starfar eftir. Í kvörtun FairSquare varpa samtökin ljósi á fjögur meint brot Infantino á hlutleysisskyldu sem hvílir á hans herðum sem forseti FIFA. Öll snúa þau að opinberum stuðningsyfirlýsingum Infantino við Donald Trump, Bandaríkjaforseta í mismunandi málum en í siðareglum FIFA segir að sambandið eigi að gæta hlutleysis þegar kemur að stjórnmálum og trúmálum. Þess er krafist af öllum þeim sem gegna störfum fyrir sambandið að þeir gæti hlutleysis þegar við kemur samskiptum við fulltrúa og stofnanir ríkja. Heimsmeistaramót karla í fótbotla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári og undanfarið ár hefur Infantino ítrekað heimsótt Trump í Hvíta Húsið. Trump og Infantino á dögunum þegar dregið var í riðla fyrir komandi heimsmeistaramót og Trump fékk fyrstu friðarverðlaun FIFAVísir/Getty Áður en að dregið var í riðla mótsins í síðustu viku var það kunngjört að sérstök friðarverðlaun FIFA yrðu veitt í fyrsta skipti þegar dregið yrði í riðla. Vissu flestir á þeim tímapunkti að Donald Trump myndi hljóta friðarverðlaunin en hann hafði sjálfur kallað eftir því að fá friðarverðlaun Nóbels fyrr á árinu en fékk ekki. Ferlið sem leiddi að þeirri niðurstöðu að hann varð fyrir valinu hjá FIFA liggur ekki alveg ljóst fyrir og vilja FairSquare að farið verði í rannsókn á því ferli. FIFA Donald Trump HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira
Kvörtunin barst frá hagsmunasamtökunum FairSquare sem einblína jafnan á alþjóðleg réttindi flóttafólks, aðgerðir gegn pólitískri kúgun sem og íþróttum. The Athletic hefur undir höndunum átta blaðsíðna kvörtun sem FairSquare sendi inn á borð siðanefndar FIFA en aðalhlutverk hennar er að kanna möguleg brot á þeim siðareglum sem sambandið starfar eftir. Í kvörtun FairSquare varpa samtökin ljósi á fjögur meint brot Infantino á hlutleysisskyldu sem hvílir á hans herðum sem forseti FIFA. Öll snúa þau að opinberum stuðningsyfirlýsingum Infantino við Donald Trump, Bandaríkjaforseta í mismunandi málum en í siðareglum FIFA segir að sambandið eigi að gæta hlutleysis þegar kemur að stjórnmálum og trúmálum. Þess er krafist af öllum þeim sem gegna störfum fyrir sambandið að þeir gæti hlutleysis þegar við kemur samskiptum við fulltrúa og stofnanir ríkja. Heimsmeistaramót karla í fótbotla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári og undanfarið ár hefur Infantino ítrekað heimsótt Trump í Hvíta Húsið. Trump og Infantino á dögunum þegar dregið var í riðla fyrir komandi heimsmeistaramót og Trump fékk fyrstu friðarverðlaun FIFAVísir/Getty Áður en að dregið var í riðla mótsins í síðustu viku var það kunngjört að sérstök friðarverðlaun FIFA yrðu veitt í fyrsta skipti þegar dregið yrði í riðla. Vissu flestir á þeim tímapunkti að Donald Trump myndi hljóta friðarverðlaunin en hann hafði sjálfur kallað eftir því að fá friðarverðlaun Nóbels fyrr á árinu en fékk ekki. Ferlið sem leiddi að þeirri niðurstöðu að hann varð fyrir valinu hjá FIFA liggur ekki alveg ljóst fyrir og vilja FairSquare að farið verði í rannsókn á því ferli.
FIFA Donald Trump HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira