Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2025 14:50 Þorbjörg var formaður Samtakanna í þrjú ár og hefur frá árinu 2021 verið bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Árið 2023 tók hún við starfi kynningarstjóra. Aðsend Þorbjörg Þorvaldsdóttir hættir sem samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ´78 um áramótin. Þorbjörg tilkynnir um vistaskiptin í Facebook-færslu í dag. Hún segir óvíst hvað taki við en hún sé afar þakklát að hafa fengið að sinna þessu hlutverki. Þorbjörg segir óvíst hvað taki við umfram áframhaldandi bæjarpólitík en hún hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá því 2021. „Þegar ég hætti sem formaður Samtakanna ‘78 árið 2022 hélt ég að sögu minni hjá félaginu væri lokið. Ég grenjaði á aðalfundi, tók við blómvendi, tilkynnti um framboð í bæjarstjórn og leið algjörlega eins og ég væri að loka kafla í mínu lífi. Það reyndist síðan ekki alls kostar rétt. Ári síðar var ég fengin til þess að koma aftur til starfa hjá Samtökunum ‘78, í þetta skipti í launað starf, með það opna hlutverk að vinna markvisst gegn auknum fordómum og andúð í garð hinsegin fólks á Íslandi,“ segir Þorbjörg í færslu sinni. Hún segist síðustu ár hafa gert sitt allra besta til að standa undir því trausti sem henni hafi verið falið með ráðningunni. Þorbjörg hefur í starfi sínu oft og mörgum sinnum komið fram í viðtölum fyrir samtökin en viðtal hennar í Kastljósi í haust, þar sem hún og þingmaður Miðflokksins, Snorri Másson, tókust á um stöðu hinsegin fólks í samfélaginu, vakti mikla athygli. Hún sagði eftir viðtalið að henni hefði aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu. Hún viðurkennir í færslu sinni að það sé skrítið að standa á þessum tímamótum aftur, en það sé kominn tími á breytingar. „Ég er svo þakklát Samtökunum ‘78 og fólkinu innan þeirra fyrir allan stuðninginn, vináttuna og gleðina - þá og nú. Erfiðleikana og þroskann. Tækifærin og sigrana. Það var ómetanlegt fyrir mig að fá að leiða félagið á sínum tíma og það hefur verið ómetanleg reynsla fyrir mig undanfarin tæp þrjú ár að fá að vinna beint að mínum hjartans málum á skrifstofunni. Ég er svo stolt af öllu því sem við höfum áorkað. Það er enn þá óvíst hvað tekur við hjá mér (umfram áframhaldandi bæjarpólitík), en ég hlakka til að komast að því. Lífið leiðir mann víst bara einhvern veginn áfram,“ segir hún að lokum. Færsla Þorbjargar. Facebook Vistaskipti Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Þorbjörg nýr formaður Samtakanna '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir var í dag sjálfkjörin í embætti formanns Samtakanna '78 en aðalfundur fór fram í dag. 3. mars 2019 19:19 Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni. 2. september 2025 11:40 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
„Þegar ég hætti sem formaður Samtakanna ‘78 árið 2022 hélt ég að sögu minni hjá félaginu væri lokið. Ég grenjaði á aðalfundi, tók við blómvendi, tilkynnti um framboð í bæjarstjórn og leið algjörlega eins og ég væri að loka kafla í mínu lífi. Það reyndist síðan ekki alls kostar rétt. Ári síðar var ég fengin til þess að koma aftur til starfa hjá Samtökunum ‘78, í þetta skipti í launað starf, með það opna hlutverk að vinna markvisst gegn auknum fordómum og andúð í garð hinsegin fólks á Íslandi,“ segir Þorbjörg í færslu sinni. Hún segist síðustu ár hafa gert sitt allra besta til að standa undir því trausti sem henni hafi verið falið með ráðningunni. Þorbjörg hefur í starfi sínu oft og mörgum sinnum komið fram í viðtölum fyrir samtökin en viðtal hennar í Kastljósi í haust, þar sem hún og þingmaður Miðflokksins, Snorri Másson, tókust á um stöðu hinsegin fólks í samfélaginu, vakti mikla athygli. Hún sagði eftir viðtalið að henni hefði aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu. Hún viðurkennir í færslu sinni að það sé skrítið að standa á þessum tímamótum aftur, en það sé kominn tími á breytingar. „Ég er svo þakklát Samtökunum ‘78 og fólkinu innan þeirra fyrir allan stuðninginn, vináttuna og gleðina - þá og nú. Erfiðleikana og þroskann. Tækifærin og sigrana. Það var ómetanlegt fyrir mig að fá að leiða félagið á sínum tíma og það hefur verið ómetanleg reynsla fyrir mig undanfarin tæp þrjú ár að fá að vinna beint að mínum hjartans málum á skrifstofunni. Ég er svo stolt af öllu því sem við höfum áorkað. Það er enn þá óvíst hvað tekur við hjá mér (umfram áframhaldandi bæjarpólitík), en ég hlakka til að komast að því. Lífið leiðir mann víst bara einhvern veginn áfram,“ segir hún að lokum. Færsla Þorbjargar. Facebook
Vistaskipti Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Þorbjörg nýr formaður Samtakanna '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir var í dag sjálfkjörin í embætti formanns Samtakanna '78 en aðalfundur fór fram í dag. 3. mars 2019 19:19 Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni. 2. september 2025 11:40 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Þorbjörg nýr formaður Samtakanna '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir var í dag sjálfkjörin í embætti formanns Samtakanna '78 en aðalfundur fór fram í dag. 3. mars 2019 19:19
Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni. 2. september 2025 11:40