Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 14:09 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði ekki spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins um siðareglur Alþingis þegar Guðrún Hafsteinsdóttir innti eftir afstöðu forsætisráðherra vegna ummæla sem forseti Alþingis lét falla í síðustu viku. Kristrún benti á að forseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum, en svaraði ekki spurningu Guðrúnar um siðareglur þingsins. Í svari við fyrirspurn varaformanns Sjálfstæðisflokksins snéri Kristrún vörn í sókn og skaut á stjórnarandstöðuna fyrir að snúa út úr og fyrir að vera „pikkföst í uppþotsmálum.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag rifjaði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, upp ummæli Þórunnar Sveinbjörnsdóttur frá því á föstudag, og einnig eldri ummæli Ingu Sæland sem þóttu ósmekkleg. Guðrún uppskar nokkur mótmæli í þingsal þegar hún rifjaði upp ummæli Ingu sem hafi talað á þá leið í ræðustóli Alþingis að „draga stjórnarandstöðuna undir húsvegg og skjóta þá,“ líkt og Guðrún orðaði það. Þau ummæli sem hafi verið látin falla hafi forsætisráðherra ekki fordæmt. „Alþingi hefur sett sér siðareglur og þar segir til dæmis að alþingismenn skuli ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni. Mig langar því að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra: Telur hún í ljósi alls þessa að siðareglur fyrir alþingismenn og ráðherra hafi yfir höfuð nokkurn tilgang þegar slík framkoma gengur ítrekað án nokkurra afleiðinga?“ spurði Guðrún. Telur málið afgreitt Í fyrra svari sínu sagði Kristrún að það væri að hennar mati aðalmálið að þingforseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum. „Hún gerði það bæði opinberlega, stuttu eftir að umrætt atvik átti sér stað, sem við urðum ekki öll vitni að, og ég hef ekki meira en bara heimildir úr fréttum um þetta, en augljós staðfesting á því að minnsta kosti ef afsökunarbeiðni kemur og viðurkenning á því að þetta hafi verið miður. Og svo veit ég líka til þess að við upphaf þingfundar þá hafi hún beðið þingheim afsökunar hér í morgun. Þannig að ég lít svo á að þetta mál sé afgreitt að því leytinu til, að forseti sannarlega sá að sér,” sagði Kristrún. Meiru hafi hún ekki við málið að bæta. Í svari sínu sleppti Kristrún því að svara fyrirspurninni beint hvað lýtur að siðareglunum og ítrekaði Guðrún þá spurninguna í síðari fyrirspurn. „Telur því forsætisráðherra virkilega að siðareglur þingsins eigi aðeins að gilda um aðra stjórnarliða án þess að það grafi undan trausti á Alþingi? Og mig langar að bæta við, hefur forsætisráðherra í hyggju að standa vörð um siðareglur þingsins og grundvallarviðmið um virðingu í samskiptum eða má draga þá ályktun að siðareglur Alþingis séu algjörlega marklaust plagg?“ sagði Guðrún í síðari fyrirspurn og var þá komin vel yfir sinn ræðutíma. Guðrún Hafsteinsdóttir fékk ekki beint þau svör sem hún kallaði eftir frá forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Ég held að við þurfum ekkert að fara nánar út í það“ Í síðara svari sínu ítrekaði Kristrún að forseti þingsins hafi iðrast orða sinna. Alþingismenn þurfi að gæta orða sinna en annars telji hún ekki ástæðu til að fara mikið nánar út í það. „Ég ætla ekki að fara í einhver smáatriði eins og hvar þessi orð féllu eða undir hvaða kringumstæðum. Við erum öll mannleg. Við erum öll mannleg og ég held að hæstvirtur forseti hafi gefið það nú bara frekar sterklega til kynna þegar hún sá að sér, baðst afsökunar og ég held að það segi allt sem segja þarf um að þessi orð hefðu ekki átt að falla með þessum hætti, hvort sem er í hliðarsal eða annars staðar eða hvar sem þetta átti sér stað,“ sagði Kristrún. Þórunn hafi beðist afsökunar með einlægum hætti og hún voni að þingmenn taki afsökunarbeiðninni. „Augljóslega þurfum við að gæta orða okkar. Ég held að við þurfum ekkert að fara nánar út í það. Það á við okkur öll. Ég tek afsökunarbeiðni hennar sem einlæga og ég vona að það eigi við þingheim allan. Það er okkur öllum hér fyrir bestu,“ sagði Kristrún. Stjórnarandstaðan „pikkföst í uppþotsmálum“ Nokkru síðar átti Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, orðið þar sem hann kallaði einnig eftir því að forsætisráðherra fordæmdi ummæli sem stjórnarliðar hafi látið falla. Máli sínu til stuðnings nefndi hann nokkur dæmi til viðbótar við það sem Guðrún hafði áður reifað. Fyrirspurninni svaraði Kristrún fullum hálsi og sakaði Jens Garðar um útúrsnúning og deilur, frekar en að nýta tækifærið til að spyrja um málefnin og verkefnin. Jens Garðar Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, reyndi einnig að knýja fram svör forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Jens Garðar varð við því í síðari fyrirspurn þar sem hann spurði forsætisráðherra „hvar eru verkin?“ um leið og hann benti á hægagang á þinginu í allt haust. Síðari fyrirspurninni svaraði Kristrún með því að nefna nokkur dæmi um það sem hún segir vera árangur ríkisstjórnarinnar. „Þetta eru verkin á meðan minnihlutinn er fastur, pikkfastur í uppþotsmálum. Treystir sér ekki í að ræða neitt annað en dægurmálin sem rata beint í fjölmiðla, en skila engum árangri fyrir land og þjóð. Ekki frekar en ríkisstjórnin síðasta, þar sem umræddir flokkar voru við völd. Verkin hafa talað. Þau munu tala. Ég þakka háttvirtum þingmanni fyrir að halda okkur við efnið, en þessi uppþotsmál eru ekki að gera neinn og ekki nokkurn hlut jákvæðan fyrir fólk þarna úti. Höfum það alveg á hreinu,“ svaraði Kristrún. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag rifjaði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, upp ummæli Þórunnar Sveinbjörnsdóttur frá því á föstudag, og einnig eldri ummæli Ingu Sæland sem þóttu ósmekkleg. Guðrún uppskar nokkur mótmæli í þingsal þegar hún rifjaði upp ummæli Ingu sem hafi talað á þá leið í ræðustóli Alþingis að „draga stjórnarandstöðuna undir húsvegg og skjóta þá,“ líkt og Guðrún orðaði það. Þau ummæli sem hafi verið látin falla hafi forsætisráðherra ekki fordæmt. „Alþingi hefur sett sér siðareglur og þar segir til dæmis að alþingismenn skuli ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni. Mig langar því að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra: Telur hún í ljósi alls þessa að siðareglur fyrir alþingismenn og ráðherra hafi yfir höfuð nokkurn tilgang þegar slík framkoma gengur ítrekað án nokkurra afleiðinga?“ spurði Guðrún. Telur málið afgreitt Í fyrra svari sínu sagði Kristrún að það væri að hennar mati aðalmálið að þingforseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum. „Hún gerði það bæði opinberlega, stuttu eftir að umrætt atvik átti sér stað, sem við urðum ekki öll vitni að, og ég hef ekki meira en bara heimildir úr fréttum um þetta, en augljós staðfesting á því að minnsta kosti ef afsökunarbeiðni kemur og viðurkenning á því að þetta hafi verið miður. Og svo veit ég líka til þess að við upphaf þingfundar þá hafi hún beðið þingheim afsökunar hér í morgun. Þannig að ég lít svo á að þetta mál sé afgreitt að því leytinu til, að forseti sannarlega sá að sér,” sagði Kristrún. Meiru hafi hún ekki við málið að bæta. Í svari sínu sleppti Kristrún því að svara fyrirspurninni beint hvað lýtur að siðareglunum og ítrekaði Guðrún þá spurninguna í síðari fyrirspurn. „Telur því forsætisráðherra virkilega að siðareglur þingsins eigi aðeins að gilda um aðra stjórnarliða án þess að það grafi undan trausti á Alþingi? Og mig langar að bæta við, hefur forsætisráðherra í hyggju að standa vörð um siðareglur þingsins og grundvallarviðmið um virðingu í samskiptum eða má draga þá ályktun að siðareglur Alþingis séu algjörlega marklaust plagg?“ sagði Guðrún í síðari fyrirspurn og var þá komin vel yfir sinn ræðutíma. Guðrún Hafsteinsdóttir fékk ekki beint þau svör sem hún kallaði eftir frá forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Ég held að við þurfum ekkert að fara nánar út í það“ Í síðara svari sínu ítrekaði Kristrún að forseti þingsins hafi iðrast orða sinna. Alþingismenn þurfi að gæta orða sinna en annars telji hún ekki ástæðu til að fara mikið nánar út í það. „Ég ætla ekki að fara í einhver smáatriði eins og hvar þessi orð féllu eða undir hvaða kringumstæðum. Við erum öll mannleg. Við erum öll mannleg og ég held að hæstvirtur forseti hafi gefið það nú bara frekar sterklega til kynna þegar hún sá að sér, baðst afsökunar og ég held að það segi allt sem segja þarf um að þessi orð hefðu ekki átt að falla með þessum hætti, hvort sem er í hliðarsal eða annars staðar eða hvar sem þetta átti sér stað,“ sagði Kristrún. Þórunn hafi beðist afsökunar með einlægum hætti og hún voni að þingmenn taki afsökunarbeiðninni. „Augljóslega þurfum við að gæta orða okkar. Ég held að við þurfum ekkert að fara nánar út í það. Það á við okkur öll. Ég tek afsökunarbeiðni hennar sem einlæga og ég vona að það eigi við þingheim allan. Það er okkur öllum hér fyrir bestu,“ sagði Kristrún. Stjórnarandstaðan „pikkföst í uppþotsmálum“ Nokkru síðar átti Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, orðið þar sem hann kallaði einnig eftir því að forsætisráðherra fordæmdi ummæli sem stjórnarliðar hafi látið falla. Máli sínu til stuðnings nefndi hann nokkur dæmi til viðbótar við það sem Guðrún hafði áður reifað. Fyrirspurninni svaraði Kristrún fullum hálsi og sakaði Jens Garðar um útúrsnúning og deilur, frekar en að nýta tækifærið til að spyrja um málefnin og verkefnin. Jens Garðar Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, reyndi einnig að knýja fram svör forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Jens Garðar varð við því í síðari fyrirspurn þar sem hann spurði forsætisráðherra „hvar eru verkin?“ um leið og hann benti á hægagang á þinginu í allt haust. Síðari fyrirspurninni svaraði Kristrún með því að nefna nokkur dæmi um það sem hún segir vera árangur ríkisstjórnarinnar. „Þetta eru verkin á meðan minnihlutinn er fastur, pikkfastur í uppþotsmálum. Treystir sér ekki í að ræða neitt annað en dægurmálin sem rata beint í fjölmiðla, en skila engum árangri fyrir land og þjóð. Ekki frekar en ríkisstjórnin síðasta, þar sem umræddir flokkar voru við völd. Verkin hafa talað. Þau munu tala. Ég þakka háttvirtum þingmanni fyrir að halda okkur við efnið, en þessi uppþotsmál eru ekki að gera neinn og ekki nokkurn hlut jákvæðan fyrir fólk þarna úti. Höfum það alveg á hreinu,“ svaraði Kristrún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Sjá meira