Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. desember 2025 13:03 Sveitastjórnarfulltrúar lentu á Reykjavíkurflugvelli klukkan tíu í morgun. Þau funda nú með þingmönnum Norðausturkjördæmi og fleiri aðilum. vísir/sigurjón Oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast. Oddvitar Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Miðflokksins í sveitastjórn Múlaþings lentu á Reykjavíkurflugvelli klukkan tíu í morgun þungir á brún. Töluvert ósætti ríkir á Austurlandi í kjölfar þess að Fjarðarheiðargöng voru tekin af lista yfir forgangsröðun í samgönguáætlun. Fljótagöng á Norðurlandi eru nú í fyrsta sæti en Fjarðagöng eru í öðru til þriðja sæti. „Máttur myrkranna sem er við völd“ Sveitastjórnarfulltrúarnir segja ósætti ríkja þvert á flokka innan sveitastjórnarinnar vegna samgönguáætlunar innviðaráðherra. „Okkur finnst bara illa farið með okkur núna. Austurland verður undir. Við erum gífurlega öflugt svæði og við erum ekki sátt með stöðuna og ætlum að funda með okkar þingmönnum, þingmönnum kjördæmisins og vonandi einhverjum fleirum,“ sagði Berglind Harpa Svavarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Við ætlum að berjast til síðasta blóðdropa og við erum alveg samtaka í þessu öllu,“ sagði Helgi Hlynur Ásgrímsson, sveitastjórnarfulltrúi Vinstri grænna. „Ég er búinn að tala svo mikið um þetta og orðin eiginlega orðlaus. Ég ætla bara að láta nægja orð Krists: Þetta er ykkar tími, nú er það máttur myrkranna sem er við völd. Þetta er bara út úr kú,“ sagði Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins. Sjá má viðtalið við sveitastjórnarfulltrúa í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við sveitarstjórnarfulltrúa Múlaþings Vilja bæði göngin og segja kostnað forsvaranlegan Það hafi staðið til frá 2011 að ráðast í Fjarðarheiðargöng. Þau vilja að staðið sé við gefin loforð. En hvað segið þið til dæmis við fólk í Múlaþingi og öðrum nærliggjandi sveitarfélögum sem fagna því að Fjarðagöng eru komin í forgangsröðun frekar en Fjarðaheiðargöng? „Við þurfum hringtenginguna. Það hefur verið sátt innan SSA um þessa forgangsröðun um að byrja á Fjarðarheiðargöngum og fara svo í Fjarðagöng. Við viljum Fjarðagöngin líka. Við munum berja í borðið, það er alveg ljóst,“ sagði Jónína Brynjólfsdóttir, sveitastjórnarfulltrúi Framsóknar, sem bendir á skýrslu RHA því til stuðnings að ráðist verði í bæði göng. Framkvæmd beggja ganga gæti kostað hátt í hundrað milljarða. Er það fjárhagslega forsvaranlegt að ykkar mati að svona mikið fjármagn fari á einn landshluta? „Það gleymist oft í þessari umræðu að göngin eru þríþætt. Þetta eru öryggisgöng, þetta eru samfélagsgöng og það þriðja sem er allra mikilvægast er að þetta eru efnahagsgöng. Þetta er höfn úr landinu. Þarna er mikill vöruflutningur og farþegaflutningur og það er lykilatriði að geta byggt upp einhvers staðar annars staðar en hér á suðvesturhorninu. Hvað ætla menn að gera hér ef það verður álíka ástand og í Grindavík? Þá er ekkert til að grípa í. Við verðum að byggja upp annars staðar. Þetta er þjóðhagslegt mál að þessi göng komi sem fyrst,“ sagði Þröstur Jónsson. „Við erum með um fjórðung útflutningstekna hér á landi sem er um 240 milljarðar. Þetta er öflugt svæði. Það þarf að standa vörð um það. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun hér á svæðinu,“ segir Berglind Harpa sem bætir við að það hryggi hana að sjá að aukin veiðigjöld séu ekki að skila sér til þeirra svæða þar sem þau eru greidd. Þurfi að kljúfa sig frá landinu „Við erum að sjá að það kemur ekki króna frá því. Við erum að verða algjörlega undir með þetta efnahagslega sterka svæði,“ segir hún og bætir við: „Fólk er bara farið að tala um að það þurfi að verða sameining Austurríkja og við þurfum að kljúfa okkur. Við gætum algjörlega staðið undir okkur. Umræðan fer á þetta stig þegar ekkert kemur til baka. Það er bara þannig.“ Ertu að ýja að því að Austurland kljúfi sig frá landinu ef þetta heldur svona áfram? „Allavega verður þetta til frekari sameiningar held ég. Við bara eflumst og erum ein samstillt rödd. Þrátt fyrir að það verði einhverjir undirskriftarlistar, við getum aldrei tekist á við það. Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru núna. Við erum öflugt svæði og það er ekki hægt að líta fram hjá því bara af því að við erum 2,9 prósent landsmanna.“ Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi Vinstri grænna, tekur undir orð Berglindar um veiðigjöldin. „Ég vildi fá hækkun veiðigjalda. Áætlanirnar gera ráð fyrir að þetta séu um þrír milljarðar á ári sem er hækkunin á Austurlandi. Bara þessi hækkun þýðir að það væru um sautján ár að borga þessi göng og þrjátíu að borga öll göngin. En þetta skilar sér ekki að neinu leyti. Það var það sem ríkisstjórnin lofaði þegar gjöldin væru hækkuð að þetta myndi skila sér í innviðauppbyggingu. Það eru vonbrigði að þetta komi ekki til svæðisins.“ Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegagerð Alþingi Samgönguáætlun Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Oddvitar Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Miðflokksins í sveitastjórn Múlaþings lentu á Reykjavíkurflugvelli klukkan tíu í morgun þungir á brún. Töluvert ósætti ríkir á Austurlandi í kjölfar þess að Fjarðarheiðargöng voru tekin af lista yfir forgangsröðun í samgönguáætlun. Fljótagöng á Norðurlandi eru nú í fyrsta sæti en Fjarðagöng eru í öðru til þriðja sæti. „Máttur myrkranna sem er við völd“ Sveitastjórnarfulltrúarnir segja ósætti ríkja þvert á flokka innan sveitastjórnarinnar vegna samgönguáætlunar innviðaráðherra. „Okkur finnst bara illa farið með okkur núna. Austurland verður undir. Við erum gífurlega öflugt svæði og við erum ekki sátt með stöðuna og ætlum að funda með okkar þingmönnum, þingmönnum kjördæmisins og vonandi einhverjum fleirum,“ sagði Berglind Harpa Svavarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Við ætlum að berjast til síðasta blóðdropa og við erum alveg samtaka í þessu öllu,“ sagði Helgi Hlynur Ásgrímsson, sveitastjórnarfulltrúi Vinstri grænna. „Ég er búinn að tala svo mikið um þetta og orðin eiginlega orðlaus. Ég ætla bara að láta nægja orð Krists: Þetta er ykkar tími, nú er það máttur myrkranna sem er við völd. Þetta er bara út úr kú,“ sagði Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins. Sjá má viðtalið við sveitastjórnarfulltrúa í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við sveitarstjórnarfulltrúa Múlaþings Vilja bæði göngin og segja kostnað forsvaranlegan Það hafi staðið til frá 2011 að ráðast í Fjarðarheiðargöng. Þau vilja að staðið sé við gefin loforð. En hvað segið þið til dæmis við fólk í Múlaþingi og öðrum nærliggjandi sveitarfélögum sem fagna því að Fjarðagöng eru komin í forgangsröðun frekar en Fjarðaheiðargöng? „Við þurfum hringtenginguna. Það hefur verið sátt innan SSA um þessa forgangsröðun um að byrja á Fjarðarheiðargöngum og fara svo í Fjarðagöng. Við viljum Fjarðagöngin líka. Við munum berja í borðið, það er alveg ljóst,“ sagði Jónína Brynjólfsdóttir, sveitastjórnarfulltrúi Framsóknar, sem bendir á skýrslu RHA því til stuðnings að ráðist verði í bæði göng. Framkvæmd beggja ganga gæti kostað hátt í hundrað milljarða. Er það fjárhagslega forsvaranlegt að ykkar mati að svona mikið fjármagn fari á einn landshluta? „Það gleymist oft í þessari umræðu að göngin eru þríþætt. Þetta eru öryggisgöng, þetta eru samfélagsgöng og það þriðja sem er allra mikilvægast er að þetta eru efnahagsgöng. Þetta er höfn úr landinu. Þarna er mikill vöruflutningur og farþegaflutningur og það er lykilatriði að geta byggt upp einhvers staðar annars staðar en hér á suðvesturhorninu. Hvað ætla menn að gera hér ef það verður álíka ástand og í Grindavík? Þá er ekkert til að grípa í. Við verðum að byggja upp annars staðar. Þetta er þjóðhagslegt mál að þessi göng komi sem fyrst,“ sagði Þröstur Jónsson. „Við erum með um fjórðung útflutningstekna hér á landi sem er um 240 milljarðar. Þetta er öflugt svæði. Það þarf að standa vörð um það. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun hér á svæðinu,“ segir Berglind Harpa sem bætir við að það hryggi hana að sjá að aukin veiðigjöld séu ekki að skila sér til þeirra svæða þar sem þau eru greidd. Þurfi að kljúfa sig frá landinu „Við erum að sjá að það kemur ekki króna frá því. Við erum að verða algjörlega undir með þetta efnahagslega sterka svæði,“ segir hún og bætir við: „Fólk er bara farið að tala um að það þurfi að verða sameining Austurríkja og við þurfum að kljúfa okkur. Við gætum algjörlega staðið undir okkur. Umræðan fer á þetta stig þegar ekkert kemur til baka. Það er bara þannig.“ Ertu að ýja að því að Austurland kljúfi sig frá landinu ef þetta heldur svona áfram? „Allavega verður þetta til frekari sameiningar held ég. Við bara eflumst og erum ein samstillt rödd. Þrátt fyrir að það verði einhverjir undirskriftarlistar, við getum aldrei tekist á við það. Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru núna. Við erum öflugt svæði og það er ekki hægt að líta fram hjá því bara af því að við erum 2,9 prósent landsmanna.“ Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi Vinstri grænna, tekur undir orð Berglindar um veiðigjöldin. „Ég vildi fá hækkun veiðigjalda. Áætlanirnar gera ráð fyrir að þetta séu um þrír milljarðar á ári sem er hækkunin á Austurlandi. Bara þessi hækkun þýðir að það væru um sautján ár að borga þessi göng og þrjátíu að borga öll göngin. En þetta skilar sér ekki að neinu leyti. Það var það sem ríkisstjórnin lofaði þegar gjöldin væru hækkuð að þetta myndi skila sér í innviðauppbyggingu. Það eru vonbrigði að þetta komi ekki til svæðisins.“
Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegagerð Alþingi Samgönguáætlun Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira