Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Árni Sæberg skrifar 9. desember 2025 11:16 Nú mega hundar aftur ferðast í farþegarýmum flugvéla á leið til Íslands. Getty/Mauinow1 Bann við flutningi gæludýra í farþegarými flugvéla hefur verið fellt út með breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. Fyrri reglugerðarbreyting sem bannaði slíkan flutning tók gildi í apríl í fyrra. Talsverða athygli vakt í mars í fyrra þegar Matvælastofnun tilkynnti að frá og með 11. apríl þess árs yrði ekki lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Nú hefur atvinnuvegaráðuneytið tilkynnt að bannið hafi verið fellt niður með annarri reglugerðarbreytingu. Leyfi þarf að liggja fyrir og dýrin þurfa í einangrun Til að flytja megi gæludýr til landsins þurfi að vera fyrirliggjandi innflutningsleyfi, sem Matvælastofnun gefi út. Við komu til landsins skuli dýrin einnig afhent til einangrunar samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Ákvæðum um hjálpar- og sprengjuleitarhunda hafi einnig verið breytt í fyrrgreindri reglugerð en framvegis sé heimaeinangrun slíkra hunda heimil. Reglugerðardrögin hafi verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og ellefu umsagnir borist. Minni streita og álag af því að ferðast með eiganda „Umræddar breytingar eru mikilvægar út frá sjónarmiðum dýravelferðar, dýr upplifa minni streitu og álag ef þau ferðast með eiganda sínum fremur en í farangursrými eða vöruflutningum. Breytingarnar eru jafnframt til samræmis við reglur víða erlendis þar sem flutningur gæludýra í farþegarými er heimill án þess að það bitni á smitvörnum, enda eru gæðakröfur og vottanir flugfélaga og yfirvalda skýrar.“ Breytingarnar stuðla einnig að auknum sveigjanleika fyrir gæludýraeigendur og tryggja áframhaldandi fjölbreytni og heilbrigði hunda- og kattategunda á Íslandi. Þannig er tekið tillit til hagsmuna gæludýra og eigenda þeirra auk þess að verndun genamengis hunda- og kattategunda er tryggð til framtíðar. Gæludýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dýr Tengdar fréttir Óheimilt verði að fljúga með hunda og ketti í farþegarými Óheimilt verður að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla samkvæmt drögum að breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. 8. desember 2023 12:39 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Talsverða athygli vakt í mars í fyrra þegar Matvælastofnun tilkynnti að frá og með 11. apríl þess árs yrði ekki lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Nú hefur atvinnuvegaráðuneytið tilkynnt að bannið hafi verið fellt niður með annarri reglugerðarbreytingu. Leyfi þarf að liggja fyrir og dýrin þurfa í einangrun Til að flytja megi gæludýr til landsins þurfi að vera fyrirliggjandi innflutningsleyfi, sem Matvælastofnun gefi út. Við komu til landsins skuli dýrin einnig afhent til einangrunar samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Ákvæðum um hjálpar- og sprengjuleitarhunda hafi einnig verið breytt í fyrrgreindri reglugerð en framvegis sé heimaeinangrun slíkra hunda heimil. Reglugerðardrögin hafi verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og ellefu umsagnir borist. Minni streita og álag af því að ferðast með eiganda „Umræddar breytingar eru mikilvægar út frá sjónarmiðum dýravelferðar, dýr upplifa minni streitu og álag ef þau ferðast með eiganda sínum fremur en í farangursrými eða vöruflutningum. Breytingarnar eru jafnframt til samræmis við reglur víða erlendis þar sem flutningur gæludýra í farþegarými er heimill án þess að það bitni á smitvörnum, enda eru gæðakröfur og vottanir flugfélaga og yfirvalda skýrar.“ Breytingarnar stuðla einnig að auknum sveigjanleika fyrir gæludýraeigendur og tryggja áframhaldandi fjölbreytni og heilbrigði hunda- og kattategunda á Íslandi. Þannig er tekið tillit til hagsmuna gæludýra og eigenda þeirra auk þess að verndun genamengis hunda- og kattategunda er tryggð til framtíðar.
Gæludýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dýr Tengdar fréttir Óheimilt verði að fljúga með hunda og ketti í farþegarými Óheimilt verður að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla samkvæmt drögum að breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. 8. desember 2023 12:39 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Óheimilt verði að fljúga með hunda og ketti í farþegarými Óheimilt verður að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla samkvæmt drögum að breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. 8. desember 2023 12:39